Erlent

Lyklaskipti í Danmörku: Lars Løkke gaf Helle selfie-stöng

Atli Ísleifsson skrifar
Ný minnihlutastjórn Venstre tók við völdum í Danmörku í dag, þrátt fyrir að hafa misst þingmenn í kosningunum sem fram fóru fyrr í mánuðinum.
Ný minnihlutastjórn Venstre tók við völdum í Danmörku í dag, þrátt fyrir að hafa misst þingmenn í kosningunum sem fram fóru fyrr í mánuðinum. Vísir/EPA
Lars Løkke Rasmussen tók í dag við forsætisráðherraembættinu í Danmörku. Hann tekur við embættinu af Helle Thorning-Schmidt og höfðu þau lyklaskipti í ráðuneytinu í Kaupmannahöfn nú í hádeginu.

„Þegar maður hættir að gegna embætti forsætisráðherra gefst meiri tími til að verja með fjölskyldunni,“ sagði Rasmussen þegar hann tók við lyklunum úr hendi Thorning-Schmidt og gaf henni fjóra miða á Grøn Koncert, tónlistarhátíðar sem nú stendur yfir í landinu.

„Og til að taka svona „ofur-selfie“, þegar þú stendur fyrir framan sviðið með fjölskyldunni, þá færðu líka svona selfie-stöng,“ sagði nýr forsætisráðherra Danmerkur.

Ný minnihlutastjórn Venstre tók við völdum í Danmörku í dag, þrátt fyrir að hafa misst þingmenn í kosningunum sem fram fóru fyrr í mánuðinum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×