„Þegar maður hættir að gegna embætti forsætisráðherra gefst meiri tími til að verja með fjölskyldunni,“ sagði Rasmussen þegar hann tók við lyklunum úr hendi Thorning-Schmidt og gaf henni fjóra miða á Grøn Koncert, tónlistarhátíðar sem nú stendur yfir í landinu.
„Og til að taka svona „ofur-selfie“, þegar þú stendur fyrir framan sviðið með fjölskyldunni, þá færðu líka svona selfie-stöng,“ sagði nýr forsætisráðherra Danmerkur.
Ný minnihlutastjórn Venstre tók við völdum í Danmörku í dag, þrátt fyrir að hafa misst þingmenn í kosningunum sem fram fóru fyrr í mánuðinum.