Heimir: Engin ástæða til að breyta undirbúningi þó mikið sé undir Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. júní 2015 13:30 „Það eru allir heilir, allir frískir og allir klárir og veðrið er gott. Það er ekki hægt að biðja um það betra,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, við Vísi í gær um Tékkaleikinn sem fram fer klukkan 18.45 í kvöld. Þegar viðtalið var tekið var sól og sumar í Laugardalnum þar sem Tékkar búast við veðravíti í kvöld, en fátt annað hefur komist að í tékkneskum miðlum en veðrið á Íslandi. „Á tékknesku gengi eru þetta 30 gráður,“ sagði Heimir og brosti.Geri það sama og síðasa Hann hefur hrósað þjálfara Tékka, Pavel Vrba, mikið fyrir sín störf, en við hverju býst hann að hálfu tékkneska þjálfarans í kvöld? „Það er hægt að búast við öllu. Þeir eru með mikið af útfærslum í löngum innköstum og hornum og taktík sem er ansi skemmtileg. Hann útfærir hana á ýmsan hátt og það er lærdómsríkt að leikgreina hann. Við í rauninni búumst við öllu,“ sagði Heimir. „Mín skoðun er sú, að það væri mjög freistandi fyrir þá að koma hingað og spila til sigurs. Þeim gekk vel úti að hápressa okkur þannig það fyrsta sem ég hugsa er að þeir reyni að gera það sama og þeir geri þar.“ „Þeir eru hræddir við löng innköst og föst leikatriði þannig það er eðlilegt að þeir vilji stjórna leiknum og spila hann á okkar vallarhelmingi en ekki sínum. Það er samt bara mín tilfinningin en við erum tilbúnir í allt,“ sagði Heimir.Mikið undir Strákarnir hafa spilað nokkra mjög stóra leiki undanfarin misseri og Heimir segir ekkert öðruvísi í undirbúningi liðsins þó þessi sé sá stærsti í augnablikinu. „Það sem ég hef lært mest af Lars er ekki að vera að breyta undirbúningi og aðdraganda leikja alveg sama gegn hverjum við erum að spila eða sama hvað er í húfi,“ sagði Heimir. „Leikmenn vita að svona er aðdragandinn að leiknum og þeir hafa staðið sig vel í þessum undirbúningi. Það er engin ástæða til að breyta því þó mikið sé undir í þessum leik,“ sagði hann, en er stig góð úrslit í kvöld? „Eitt stig er gott og þá erum við enn stigi á eftir Tékkum. Það eru margir innbyrðis leikir eftir í þessum riðli. Þrjú stig eru betri samt,“ sagði Heimir Hallgrímsson. Allt viðtalið má sjá hér að ofan. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Betur tilbúnir nú en síðast Strákarnir okkar geta tekið risastórt skref í átt að Evrópumótinu í Frakklandi 2016 með sigri á Tékkum í Laugardalnum í kvöld. 12. júní 2015 06:00 Ekki unnið í júní í tíu ár Sigur Íslands á Möltu árið 2005 var síðasti sigur okkar manna í mótsleik í júnímánuði. 12. júní 2015 06:30 Vrba: Við erum með lausnir fyrir Eið Smára Pavel Vrba á von á nýju útspili frá íslensku þjálfurunum fyrir leik Íslands og Tékklands í kvöld. 12. júní 2015 08:30 Átrúnaðargoð fótboltahipstersins Pavel Vrba er einn heitasti þjálfarinn í bransanum í dag. 12. júní 2015 09:30 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Sjá meira
„Það eru allir heilir, allir frískir og allir klárir og veðrið er gott. Það er ekki hægt að biðja um það betra,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, við Vísi í gær um Tékkaleikinn sem fram fer klukkan 18.45 í kvöld. Þegar viðtalið var tekið var sól og sumar í Laugardalnum þar sem Tékkar búast við veðravíti í kvöld, en fátt annað hefur komist að í tékkneskum miðlum en veðrið á Íslandi. „Á tékknesku gengi eru þetta 30 gráður,“ sagði Heimir og brosti.Geri það sama og síðasa Hann hefur hrósað þjálfara Tékka, Pavel Vrba, mikið fyrir sín störf, en við hverju býst hann að hálfu tékkneska þjálfarans í kvöld? „Það er hægt að búast við öllu. Þeir eru með mikið af útfærslum í löngum innköstum og hornum og taktík sem er ansi skemmtileg. Hann útfærir hana á ýmsan hátt og það er lærdómsríkt að leikgreina hann. Við í rauninni búumst við öllu,“ sagði Heimir. „Mín skoðun er sú, að það væri mjög freistandi fyrir þá að koma hingað og spila til sigurs. Þeim gekk vel úti að hápressa okkur þannig það fyrsta sem ég hugsa er að þeir reyni að gera það sama og þeir geri þar.“ „Þeir eru hræddir við löng innköst og föst leikatriði þannig það er eðlilegt að þeir vilji stjórna leiknum og spila hann á okkar vallarhelmingi en ekki sínum. Það er samt bara mín tilfinningin en við erum tilbúnir í allt,“ sagði Heimir.Mikið undir Strákarnir hafa spilað nokkra mjög stóra leiki undanfarin misseri og Heimir segir ekkert öðruvísi í undirbúningi liðsins þó þessi sé sá stærsti í augnablikinu. „Það sem ég hef lært mest af Lars er ekki að vera að breyta undirbúningi og aðdraganda leikja alveg sama gegn hverjum við erum að spila eða sama hvað er í húfi,“ sagði Heimir. „Leikmenn vita að svona er aðdragandinn að leiknum og þeir hafa staðið sig vel í þessum undirbúningi. Það er engin ástæða til að breyta því þó mikið sé undir í þessum leik,“ sagði hann, en er stig góð úrslit í kvöld? „Eitt stig er gott og þá erum við enn stigi á eftir Tékkum. Það eru margir innbyrðis leikir eftir í þessum riðli. Þrjú stig eru betri samt,“ sagði Heimir Hallgrímsson. Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Betur tilbúnir nú en síðast Strákarnir okkar geta tekið risastórt skref í átt að Evrópumótinu í Frakklandi 2016 með sigri á Tékkum í Laugardalnum í kvöld. 12. júní 2015 06:00 Ekki unnið í júní í tíu ár Sigur Íslands á Möltu árið 2005 var síðasti sigur okkar manna í mótsleik í júnímánuði. 12. júní 2015 06:30 Vrba: Við erum með lausnir fyrir Eið Smára Pavel Vrba á von á nýju útspili frá íslensku þjálfurunum fyrir leik Íslands og Tékklands í kvöld. 12. júní 2015 08:30 Átrúnaðargoð fótboltahipstersins Pavel Vrba er einn heitasti þjálfarinn í bransanum í dag. 12. júní 2015 09:30 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Sjá meira
Betur tilbúnir nú en síðast Strákarnir okkar geta tekið risastórt skref í átt að Evrópumótinu í Frakklandi 2016 með sigri á Tékkum í Laugardalnum í kvöld. 12. júní 2015 06:00
Ekki unnið í júní í tíu ár Sigur Íslands á Möltu árið 2005 var síðasti sigur okkar manna í mótsleik í júnímánuði. 12. júní 2015 06:30
Vrba: Við erum með lausnir fyrir Eið Smára Pavel Vrba á von á nýju útspili frá íslensku þjálfurunum fyrir leik Íslands og Tékklands í kvöld. 12. júní 2015 08:30
Átrúnaðargoð fótboltahipstersins Pavel Vrba er einn heitasti þjálfarinn í bransanum í dag. 12. júní 2015 09:30