Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Tékkland 2-1 | Frakkland færist nær | Sjáðu mörkin 12. júní 2015 15:48 Ísland steig risastórt skref í átt að lokakeppni EM 2016 í Frakklandi með 2-1 sigri á Tékklandi á Laugardalsvellinum í kvöld. Þetta er einn af bestu sigrum sem íslenska landsliðið hefur unnið og sýnir hversu langt liðið er komið á vegferð sinni undir stjórn Lars Lagerbäck og Heimis Hallgrímssonar. Eftir tíðindalítinn fyrri hálfleik náðu Tékkarnir forystunni snemma í seinni hálfleik með fallegu marki Boreks Dockal. Einhvern tímann hefði íslenskt landslið brotnað við slíkt mótmæli en ekki núna. Þetta íslenska landslið er einfaldlega komið á annan og betri stað en fyrri lið sem við höfum átt. Næstu 20 mínútur eru með þeim bestu sem íslenskt landslið hefur sýnt. Undir styrkri stjórn Arons Einars Gunnarssonar og Gylfa Þórs Sigurðssonar tók Ísland einfaldlega öll völd á vellinum. Aron jafnaði metin á 60. mínútu með skalla eftir frábæra sendingu Ara Freys Skúlasonar og á 76. mínútu skoraði Kolbeinn Sigþórsson svo sigurmarkið sem skaut Íslandi á topp A-riðils undankeppninnar.Sjá einnig: Einkunnir leikmanna Íslands gegn Tékklandi Íslensku strákarnir eru nú með 15 stig í riðlinum, tveimur meira en Tékkland og fimm stigum meira en Holland.Jafnvægi í fyrri hálfleik Fyrri hálfleikur var fremur rólegur þar sem hvorugt liðið tók mikla áhættu. Tékkar voru ívið sterkari í upphafi leiks án þess þó að valda íslenska liðinu miklum vandræðum, öfugt við það sem var uppi á teningnum í fyrri leiknum í Plzen. Þótt Tékkar hafi ekki haft hreina og klára yfirburði í þeim leik voru þeir sterkari aðilinn og þeirra leikáætlun gekk betur upp en hjá okkar mönnum. Leikurinn í kvöld var í miklu meira jafnvægi og það var ekkert gefins. Þær tíðu áætlunarferðir Tékka upp vinstri kantinn sem ollu Íslandi svo miklum vandræðum í fyrri leiknum voru ekki nálægt því jafn margar í kvöld og ef eitthvað er var íslenska liðið öflugra á þeim vængnum. Tvær bestu sóknir Íslands í fyrri hálfleiknum komu upp hægri kantinn en í báðum tilfellum voru varnarmenn Tékka á undan í boltann eftir fyrirgjafir, fyrst frá Gylfa Þór Sigurðssyni og síðan Birki Má Sævarssyni. Tomás Necid, sem tók stöðu hins meidda David Lafata í byrjunarliðinu, fékk besta færi fyrri hálfleiks á 15. mínútu þegar hann reis hæst í teignum eftir fyrirgjöf hægri bakvarðarins Pavels Kaderábek. Skalli hans hitti þó ekki markið. Smám saman skánaði spil íslenska liðsins þótt það væri áfram fremur taktlaust. Það vantaði mikið upp á bæði sendingar og móttöku. Mikið var um langar sendingar fram völlinn sem íslensku framherjarnir áttu erfitt með að gera sér mat úr. Íslenska liðið náði að byggja upp smá pressu um miðjan fyrri hálfleik og í tvígang fengu strákarnir aukaspyrnur á hættulegum stað, rétt utan vítateigs. Gylfi Þór steig að sjálfsögðu fram. Spyrnunar voru báðar góðar; fyrst varði Petr Cech hörkuskot hans og svo skaut Swansea-maðurinn rétt yfir. Nær komust Íslendingar ekki að skora í fyrri hálfleik og þegar liðin gengu til búningsherbergja var staðan markalaus.Markið sem vakti strákana Á 54. mínútu komst Gylfi í afbragðs færi eftir að hafa spólað sig framhjá varnarmönnum Tékka. Skot hans með vinstri fæti úr þröngu færi smaug hins vegar framhjá stönginni. Aðeins mínútu síðar skoruðu Tékkar. Emil Hallfreðsson missti boltann á miðjum vallarhelmingi Íslands og gestirnir fóru í skyndisókn. Necid lagði boltann út á Dockal sem smurði hann upp í samskeytin. En í stað þess að liggja eftir í grasinu stigu íslensku strákarnir raklaust aftur á fætur og svöruðu marki Tékka glæsilega. Þeir juku hraðann í spilinu og ákefðin var meiri. Íslenska liðið pressaði tékknesku vörnina stíft en fann ekki leiðina framhjá henni og Cech í markinu. Ekki strax allavega. Kolbeinn komst í fínt færi en sending hans fyrir markið hitti ekki á samherja og svo átti skot í varnarmann eftir einleik. Á 60. mínútu kom svo jöfnunarmarkið. Eftir hornspyrnu Íslands fékk Ari Freyr boltann vinstra meginn á vellinum og sendi glæsilega sendingu á fjærstöngina á Aron Einar sem skallaði boltann framhjá Cech. Annað mark fyrirliðans fyrir landsliðsins en hafa bæði komið í þessari undankeppni. Strákarnir héldu áfram að sækja og hótuðu öðru marki. En þegar pressan og ákefðin er svona mikil er alltaf möguleiki á fá mark í bakið og það gerðist næstum því á 70. mínútu þegar varamaðurinn Ladislav Krejcí slapp einn í gegn eftir stungusendingu frá miðju vallarins. Krejcí óð í átt að markinu, Hannes Þór Halldórsson hætti sér ekki langt út á honum og mark virtist í uppsiglingu. En sem betur missti Krejcí boltann klaufalega frá og Hannes nýtti tækifærið og hirti boltann af honum.Kolbeinn batt enda á markaþurðina Á 76. mínútu kom svo markið dýrmæta sem íslenska liðið verðskuldaði svo sannarlega að skora fyrir alla vinnuna og kraftinn sem það sýndi eftir mark Tékka. Kolbeinn Sigþórsson fékk þá boltann óvænt inn fyrir tékknesku vörnina, sýndi mikið öryggi, lék á Cech og sendi boltann í autt markið. Fyrsta mark Kolbeins fyrir landsliðið síðan í 3-0 sigrinum á Tyrkjum í fyrsta leik undankeppninnar og það kom á besta mögulega tíma. Eftir markið róaðist leikurinn nokkuð en íslenska liðið hélt áfram undirtökunum. Það var aldrei nein taugaveiklun sem greip um sig í liðinu, engin nauðvörn heldur bara öryggi, sjálftraust og sannfæring. Vörnin, með Ragnar Sigurðsson, sem besta mann var gríðarlega öflug og Tékkarnir voru ekki líklegir til að jafna metin. Jóhann Berg fékk fínt færi til að ganga frá leiknum á lokamínútunni en Cech varði skot hans. Þegar skoski dómarinn William Collum flautaði svo til leiksloka braust út mikill fögnuður á vellinum. Og ekki að ósekju. Ísland er komið í dauðafæri til að komast til Frakklands.Vísir/TomVrba: Enginn vill spila á móti Íslandi Landsliðsþjálfari Tékka viðurkennir að íslenska liðið var betri aðilinn í Laugardalnum í dag. "Það var erfitt að halda í við íslenka liðið. Ísland var betra liðið og það var erfitt að ráða við þá og fylgja eftir góðri byrjun okkar," sagði Pavel Vrba, þjálfari Tékklands, nokkuð svekktur á blaðamannafundi eftir leikinn í kvöld. "Það var gott að skora og komat yfir, en okkur leið ekki vel með að fá á okkur mark í bakið." "Við vitum að Tyrkland og Holland unnu sem er ekki gott fyrir okkur í riðlinum. Við verðm að einbeita okkur að leikjunum í september. Það verður mikilvægt að spila vel þar," sagði Vrba. Landsliðsþjálfarar Íslands komu nokkuð á óvart með uppstillingunni í kvöld og byrjuðu með Jóhann Berg Guðmundsson frammi ásamt Kolbeinni. "Það kom aðeins á óvart en við vorum tilbúnir fyrir þennan möguleika. Ég var líka búinn að reikna með þessu," sagði Vrba sem hrósaði íslenska liðinu og íslenskum fótbolta. "Ég sagði það líka á fundinum í gær að Ísland hefur tekið framförum undanfarin ár og unnið vel í fótboltanum. Sérstaklega með unga fólkið." "Ég sá Ísland spila í austurríki og veit að Ísland er lið sem enginn vill spila á móti." Vrba segir íslenska liðið ekki komið á EM með þessum sigri þar sem enn eru mikilvægir leikir eftir í riðlinum. "Sá sem myndi vinna leikinn í dag yrði nær EM eins og ég sagði í gær en Ísland á líka eftir erfiða leiki líka." "Við verðum bara að skoða hvað gerðist. Þetta var slæmt tap en við verðum bara að sætta okkur við að íslenska liðið var betra í dag," sagði Pavel Vrba.Aron Einar: Þetta er gryfja þrátt fyrir að það sé hlaupabraut „Þetta var virkilega góður og sætur sigur. Baráttan og íslenska geðveikan skóp þennan sigur,” sagði Aron Einar í samtali við Vísi í leikslok. „Við vissum alltaf að við myndum skora mark. Þrátt fyrir að við höfum fengið á okkur mark þá héldum við alltaf áfram og í rauninni vorum við betri en þeir í seinni hálfleik. Við fengum á okkur mark gegn gangi leiksins, en við héldum áfram og gerðum virkilega vel að ná stigunum þremur.” „Við ætluðum að keyra á þá strax. Við ætluðum að reyna fá mark eins fljótt og auðið var. Virkilega jákvæður og góður sigur. Þetta var mjög sterkur sigur og við töluðum um það fyrir leikinn að við ætluðum að bæta fyrir leikinn úti og gerðum það.” Ísland tapaði fyrri leiknum gegn Tékklandi 2-1 úti í Plzen og náði því að hefna fyrir það tap í Laugardalnum í kvöld. „Góð spurning. Ég held að við höfum bara komið betur undirbúnir fyrir þennan leik þrátt fyrir að við höfum undirbúið okkur vel fyrir síðasta leik. Einhvernveginn komu þeir okkur á óvart úti og við áttum engin svör, en í dag voru bara sterkari aðilinn,” en var þetta mikilvægasta mark Arons fyrir landsliðið? „Já, ég er nú ekki kominn með mörg svo það segir sig sjálft,” sagði Aron og glotti. Hann segist hafa æft framherjastöðuna með Þór á sínum tíma: „Ég spilaði striker í gamla daga og lærði það í denn þegar maður æfði með Þór. Ég sá að Ari var að munda sinn frábæra vinstri fót og beið á fjær og reyndi að halda mér réttstæðum. Ég ákvað að skalla boltann niður og þetta fór í fjærhornið. Virkilega sáttur.” Aron Einar hrósaði stuðingunum í hástert og fór yfir stöðuna það sem eftir er af riðlinum. „Þetta er gryfja þrátt fyrir að þetta sé hlaupabraut. Þetta var virkilega góður sigur og karakterssigur.” „Er til betri staða? Við erum með Hollendinga og Tékka á eftir okkur, en það er ekkert auðveld staða að vera í. Við eigum þetta skilið og strákarnir geta labbað útaf vellinum sáttir og stoltir í dag.” „Það er nóg eftir og við eigum næst Holland úti. Við vitum að Hollendingar urðu ekki slæmir á einni nóttu og það var tímaspursmál hvenær þeir myndu hrökkva í gírinn. Það verður virkilega erfiður leikur og við erum strax byrjaðir að undirbúa okkur fyrir hann,” sagði Aron Einar í samtali við Vísi í leikslok.Kolbeinn: Við áttum skilið að vinna „Þetta var algjörlega ótrúlegur sigur," segir Kolbeinn Sigþórsson sem skoraði sigurmark leiksins gegn Tékkum í kvöld. „Að sjá hvernig við komum til baka eftir að hafa lent undir var frábært. Við létum markið ekki á okkur fá og vorum enn þá betri eftir að hafa fengið markið á okkur. Við áttum skilið að skora og vinna." Kolbeinn var á því að íslenska liðið hefði verið sterkara liðið á flestum sviðum í kvöld. „Mér fannst þeir vera hræddir við líkamlega styrkinn hjá okkur. Maður fann að þeir báru virðingu fyrir okkur. Við vildum þetta meira og börðumst hvern einasta bolta. Þetta Tékkalið er drullugott en við náðum að loka frábærlega á þá. „Markið þeirra kveikti enn frekar í okkur og það sýnir eina ferðina enn karakterinn í okkar liði. Það er ekkert grín að koma til baka á móti svona sterku liði." Kolbeinn var afar yfirvegaður er hann skoraði markið sem innsiglaði stigin þrjú. „Ég beið aðeins með að skjóta og lét hann koma á móti mér. Það var frábært fyrir mig að skora enda langt síðan ég skoraði í landsleik. Það er frábært að við séum komnir í toppsætið og við viljum halda því. Við erum ekki komnir á EM samt. Ekki fyrr en við erum komnir þangað," sagði Kolbeinn og glotti.Lars: Væri að ljúga ef ég segði við ættum ekki góðan möguleika Landsliðsþjálfarinn var eðlilega meira en kátur með magnaða sigur strákanna okkar í kvöld. „Fyrri hálfleikurinn var eins og amerískur fótbolti. Bæði lið voru föst fyrir og notuðu föst leikatriði. Tékkar fengu engin væri og við vörðumst mjög vel. Ég er mjög ánægður með stigin þrjú." Þetta sagði Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, á blaðamannafundi eftir 2-1 sigurinn gegn Tékklandi á Laugardalsvelli í kvöld. Lars og Heimir komu nokkuð á óvart með byrjunarliðinu, en Jóhann Berg Guðmundsson byrjaði frammi ásamt Kolbeini Sigþórssyni. „Við fórum að ræða þetta frekar fljótlega þegar undirbúning fyrir leikinn hófst. Við fengum þá hugmynd að Jóhann gæti nýtt sinn hraða í fremstu víglínu. Við vildum meiri hraða og þetta nýttist vel í fyrri hálfleik þó það hafi ekki bara verið út af hans veru," sagði Lars. Íslenska liðið lenti nokkuð ósanngjarnt undir í leiknum en var búið að jafna metin fimm mínútum síðar þegar Aron Einar Gunnarsson stangaði boltann í netið. „Það var auðvitað mikilvægt að skora strax eftir að þeir komust yfir. Það sást líka á strákunum að þá langaði að skora strax. Þeir tóku miðjuna snöggt og voru einbeittir. Strákarnir héldu kúlinu enda eru þeir með frábæran karakter. Við erum alltaf að spila betur og betur," sagði Lars. Strákarnir sigldu leiknum í höfn virkilega fagmannlega. Þeir héldu boltanum vel, vörðust skynsamlega og reyndu að láta Tékka elta. „Ég er sammála því þetta var vel gert. Við reyndum að stýra þessu frá hliðarlínunni. Heimir stóð við hana og kallaði skipanir. Strákarnir stjórnuðu leiknum og sendu boltann oft vel á milli sín," sagði Lars. „Fyrri hálfleikurinn ekki alveg eins og við bjuggumst við. Tékkarnir tóku ekki miklar áhættur og mér leið eins og þeir væru bara að sækja stigið." Svíinn verður seint talinn yfirlýsingaglaður en meira að segja hann er orðinn nokkuð bjartsýnn fyrir Frakklandsför. „Ég væri að ljúga ef ég segði að við ættum ekki góðan möguleika núna. Við erum búnir að spila við alla bestu andstæðingana í riðlinum og þeir eiga eftir leiki innbyrðis líka. Ég hefði alltaf tekið fimmtán stig úr sex leikjum fyrir fram," sagði Lars. Kolbeinn Sigþórsson komst loksins aftur á blað en hann hefur verið í smá eyðimerkurgöngu. Allavega miðað við hvernig hann fór af stað með landsliðinu. „"Það er alltaf gott fyrir framherja að skora. Það segja allir að það skipti ekki máli hver skorar á meðan við vinnum en það skiptir framherja alltaf máli. Hann er sterkur andlega þannig ég held að hann hafi ekki þjáðst of mikið," sagði Lars. Um leið og Svíinn þakkaði fyrir sig og gekk niður af pallinum þakkaði hann blaðamönnum fyrir og bauð þeim góðs sumars. Hann glotti svo og sagði: „Ég mun allaega eiga gott sumar."Gylfi Þór: Eina sem við gátum gert var að hugsa jákvætt Gylfi Þór Sigurðsson átti frábæran leik þegar Ísland bar sigurorð af Tékklandi á Laugardalsvellinum í kvöld. Með sigrinum komst Ísland upp í efsta sæti A-riðils með 15 stig en íslenska liðið hefur unnið fimm af sex leikjum sínum í riðlinum. Fjórir leikir eru eftir svo það þarf ýmislegt að ganga á svo Ísland verði ekki meðal þátttökuþjóða á EM í Frakklandi næsta sumar. Þrátt fyrir góða stöðu segir Gylfi ekki tímabært að panta miðana til Frakklands strax. "Nei, ekki alveg strax. Við þurfum að vinna nokkra leiki í viðbót en auðvitað erum við í frábærri stöðu núna," sagði Gylfi. "Þetta var mjög góður sigur eftir að hafa lent 0-1 undir. Þetta var basl á köflum, það var erfitt að ná að boltanum niður og spila honum á milli okkar. Þetta var svolítið hjá okkur Aroni því þeir voru þrír inni á miðjunni gegn okkur og það var lítið pláss. "En við unnum leikinn og það er það sem skiptir máli," sagði Gylfi sem er markahæstur íslensku leikmannanna í undankeppninni með fjögur mörk. Strax eftir mark Tékka bað Gylfi um meiri stuðning úr stúkunni og varð að ósk sinni. Hann hrósaði áhorfendum á Laugardalsvelli fyrir þeirra framlag í kvöld. "Þegar boltinn fór inn var það eina sem við gátum gert var að hugsa jákvætt; ná strax í boltann og reyna að jafna metin. Það var auðvitað frábært að fá stuðningsmennina með okkur í þetta. "Við jöfnuðum fljótlega eftir að þeir skoruðu sem gaf okkur mikið sjálfstraust. Við settum mikla pressu á þá og náðum svo að skora sigurmarkið. "Við hefðum getað dottið í eitthvað svekkelsi í stöðunni 0-1 á móti sterku liði eins og Tékklandi. "En við vissum að þeir eru búnir að fá svolítið af mörkum á sig og við vissum að ef við myndum nýta tækifærin sem við fengum myndum við skora nokkur mörk," sagði Gylfi að lokum og bætti því við að strákarnir í landsliðinu ætluðu að grilla saman eftir leikinn og að á morgun væri hann á leið í brúðkaup hjá Eggerti Gunnþóri Jónssyni, sem hefur verið viðloðandi landsliðið á undanförum árum. en hann er nú kominn í langþráð sumarfrí eftir langt og strangt tímabil.Heimir: Hvar endar þetta? „Þetta er sennilega stærsti sigur Íslands undir okkar stjórn," sagði glaður landsliðsþjálfari, Heimir Hallgrímsson, og skal engan undra að hann hafi brosað. „Þetta var mikilvægur sigur að svo mörgu leyti. Að ná toppsætinu á þessum tímapunkti, komast skrefinu á undan Tékkum. Innbyrðisviðureignir jafnar en við erum með mun betri markatölu. Það telur mikið í lokin. Sömuleiðis gefur þetta okkur líklega annan styrkleikaflokk þegar dregið verður í undankeppni HM. Þessi sigur gefur okkur alveg ótrúlega mikið." Heimir viðurkenndi að það hefði farið svolítið um hann þegar Tékkarnir komust yfir í leiknum. „Það fer alltaf hrollur um mann þegar það er skorað gegn okkur og það hefði verið rosalega slæmt að missa Tékkana fjórum stigum á undan okkur og eiga svo erfiðan leik næst í Hollandi. Maður er svo óendanlega stoltur af þessum strákum. Það er svo mikill karakter í þeim. Þeir geta alltaf grafið dýpra eftir karakternum. Hvar endar þetta?" spurði Heimir og brosti allan hringinn. Hann veit sem er að Ísland tók ansi stórt skref í átt að EM í Frakklandi með þessum sigri í kvöld. „Stefnan er að komast til Frakklands og vonandi rætist sá draumur. Við höfum verið mjög meðvitaðir samt um að fara ekki fram úr okkur. Ég vona að þið fjölmiðlamenn gerið það ekki heldur og bara Íslendingar almennt. Við höfum náð þessum úrslitum með því að vera einbeittir á verkefnið og ekki halda að við séum mikið betri en andstæðingurinn." Það var búið að fara mikið yfir fyrri leikinn í Tékklandi en Heimir segir að þessi leikur hafi samt ekki spilast alveg eins og hann átti von á. „Þetta spilaðist öðruvísi en ég átti von á. Þeir sýndu okkur mikla virðingu og voru ekki eins sókndjarfir og þeir hafa verið venjulega. Mér fannst þessi leikur svolítið eins og amerískur fótbolti. Menn misstu boltann og svo var stillt upp í fast leikatriði og sparkað inn í," segir Heimir og honum fannst sigurinn vera sanngjarn. „Mér fannst við heilt yfir sterkari á boltanum og líka líkamlega sterkari. Það var meiri vilji og kraftur í okkur. Mér fannst við eiga einn gír inni í fyrri hálfleik. Þeir reyndu að róa leikinn niður sem hefur ekki verið þeirra stíll. Það kom mér svolítið á óvart."Hannes: Gerist ekki betra á fallegu sumarkvöldi í Reykjavík „Leikurinn var jafn og lokaður í fyrri hálfleik. Það var lítið um tækifæri og þeir voru með tök á okkur fyrstu mínúturnar, en svo náðum við að snúa því,” sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslands, í samtali við Vísi í leikslok. „Þetta mark þeirra kom upp úr engu. Hann smellhittir hann upp í vinkilinn, en við bregðumst við því og vöknum almennilega til lífsins. Eftir við jöfnuðum urðum við ekkert saddir og keyrðum á þá. Stórkostlegur karakterssigur hjá okkur.” „Auðvitað er það enginn sérstök staða að lenda 1-0 undir og manni líst ekkert á blikuna, en við bregðumst við og maður fann það strax að það var mikill neisti í liðinu. Við jöfnuðum snemma og þá fann maður að meðbyrin var með okkur og það var okkar að vinna leikinn.” „Þetta var sætt að öllu mögulegu leyti. Það er gaman að vera komin á toppinn og gaman að hefna fyrir ófarirnar í síðasta leik og vinna á heimavelli enn einn sigurinn á móti sterku liði. Þetta gerist ekkert betra á þessu fallega sumarkvöldi í Reykjavík.” „Ég er búinn að segja það í viðtölum í marga mánuði að stemningin á Laugardalsvellinum hefur verið algjörlega stórkostleg síðustu tvö til þrjú ár og gefur okkur þvílíkan kraft.” „Þessi Laugardalsvöllur sem var sagt að það væri ekki hægt að búa til stemningu á, það er búinn að vera þvílíki krafturinn hérna leik eftir leik. Við erum bara mjög þakklátir fyrir allan þennan stuðning. Við erum að spila vel og áhorfendur eru með okkur og mikil stemning. Það er mikil gleði og mikið gaman.” „Við erum í lykilstöðu og við vitum hvað markmiðið er. Það dreymir alla um að komast áfram og við gerðum það að verkum í kvöld að við erum í algjöru dauðafæri. Nú er bara að keyra þetta áfram og halda toppsætinu út riðilinn,” sagði Hannes við Vísi að lokum.Emil: Staða sem við höfum ekki oft verið í „Þetta var baráttusigur. Þetta var ekki besti fótboltaleikurinn sem við höfum spilað í þessari keppni, en úrslitin voru okkur í hag og við erum sáttir með það,” sagði Emil Hallfreðsson við Vísi í leikslok. „Mér fannst leikurinn vera jafn í fyrri hálfleik og kannski ekki mikið að gerast. Mér fannst við vera með tökin. Við fengum þetta mark á okkur og þá virðumst við vakna til lífsins. Við jöfnuðum strax og náðum svo að skora sigurmarkið sem var flott.” „Maður er ekki sáttur þegar hitt liðið og maður er frekar reiður heldur en sáttur, þannig þetta var smá svona “wake-up call”.” „Tilfinningin er mjög góð að vera á toppnum. Það er staða sem við höfum ekki oft verið í og við fögnum því,” en hvernig metur Emil möguleikana í riðlinum núna? „Ég held þeir séu bara ágætir. Við eigum næst Hollendingana úti og þeir eru mjög erfiðir, þannig nú hugsum við næsta leik. Við ætlum þó að leyfa okkur að vera smá sáttir í bili,” sem er á leiðinni í kærkomið sumarfrí. „Já, kannski aðeins. Það er gott að hvílast aðeins og gera sig kláran fyrir næsta tímabil,” sagði Emil í leikslok.Ragnar: Var ekkert sérstaklega erfiður leikur „Þetta var ljúfasti sigurinn til þessa," sagði varnarjaxlinn Ragnar Sigurðsson sem átti enn einn stórleikinn með íslenska liðinu í kvöld. „Við vorum ekki að spila nógu vel og svo finnst mér þeir fá heppnismark. Það er ekki auðvelt að hitta boltann svona á þessum velli. „Svo sjáum við bara hvað gerist. Við settum bara í sjötta gír og rúlluðum yfir þá. Við vorum brjálaðir er þeir skora, setjum fullan kraft í þetta og klárum þetta," sagði Ragnar en hann var á því að Tékkarnir hefðu borið mikla virðingu fyrir íslenska liðinu. „Ég held þeir hafi fundið fyrir kraftinum í okkur og ekki alveg vitað hvernig ætti að bregðast við því. Mér fannst þeir ekki fá nein færi fyrir utan einn skalla í fyrri hálfleik. „Þetta var eiginlega ekkert sérstaklega erfiður leikur. Þeir voru ekki að ógna okkur neitt. Þetta snérist eiginlega bara um að strákarnir frammi myndu klára þetta fyrir okkur og þeir gerðu það," segir Ragnar en hann hefur trú á því að íslenska liðið sé fullri ferð í miklu ævintýri. „Ég held það. Við höfum alltaf stefnt að því að komast á EM en við bíðum með að segja að þetta sé klárt þar til þetta er orðið klárt."Birkir Bjarnason: Þetta var baráttusigur „Þetta var ekkert frábær leikur hjá okkur. Völlurinn var ekki sá besti en þetta var baráttu sigur. Við gerðum það sem þurfti til, til að vinna,“ sagði Birkir Bjarnason eftir sigurinn í kvöld. Íslenska liðið kom af miklum krafti inn í seinni hálfleikinn og sagði Birkir skilaboðin í hálfleik hafa verið einföld. „Við þurftum að þora meira og sækja meira en þó ekki allir. Við sóttum á þrem til fimm mönnum og það gekk upp í lokin.“ Þrátt fyrir að byrja betur í seinni hálfleik komst Tékkland fljótt yfir. Íslenska liðið gafst þó ekki upp og svaraði fljótt fyrir sig. „Maður nær ekki að hugsa mikið. Maður þarf bara að halda áfram og svara eins fljótt og maður getur og sem betur fer gerðum við það. „Það er gríðarlegur karakter í liðinu og gjörsamlega allir vildu vinna þennan leik. Við vissum hvað leikurinn var mikilvægur. Nú förum við til Hollands sem er stórleikur, erfiður leikur á útivelli. Það er gott að fara þangað efstir í riðlinum.“ Ísland er með 15 stig í efsta sæti riðilsins í sex leikjum og hefur unnið öll lið riðilsins. „Maður hafði kannski ekki trúað þessu fyrirfram en eins og liðið er þá kemur þetta ekkert á óvart. Við erum með frábært lið og frábæran hóp,“ sagði Birkir sem er með samningslaus sem stendur. „Ég ætla ekki að kjafta frá neinu núna. Það er eitthvað í gangi sem kemur í ljós í sumar,“ sagði Birkir sem hefur meðal annars verið orðaður við enska B-deildarliðið Leeds United sem fyrrum þjálfari Birkis, Uwe Rösler, hjá Viking í Noregi þjálfar. „Ég veit það ekki. Mér líður vel á Ítalíu. Við sjáum til hvað gerist.“Jón Daði: Kolli kláraði þetta með stæl „Það var æðislegt að ná í sigur í þessum gríðarlega mikilvæga leik. Frábær úrslit fyrir framhaldið, sagið Jón Daði Böðvarsson sem kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik og lék stór hlutverk í sigurmarki Íslands. Jón Daði byrjaði fyrstu fjóra leik Íslands í undankeppni EM en hefur þurft að sætta sig við annað hlutverk í síðustu tveimur leikjum. „Það er allt öðruvísi að koma inn á. Maður þarf að hita sig vel upp og vera klár í að komast strax inn í leikinn. „Það var mikill hraði í leiknum og þá er mikilvægt að koma heitur inn. Ég fékk þau skilaboð að pressa eins og ég gat og stressa þá í vörninni og mér fannst ég gera það ágætlega,“ sagði Jón Daði sem rifjaði þar næst upp sigurmark Íslands. „Þetta var happa og glappa. Ég fékk boltann frá Jóa Berg (Jóhanni Berg Guðmundssyni), sendi aftur á hann og hann til baka á mig. Ég ætlaði svo að reyna að finna Kolla (Kolbein Sigþórsson) og einhvern vegin fer boltinn af Tékka og til Kolla sem kláraði þetta með stæl.“Kári: Misstum aldrei trúna Kári Árnason stóð fyrir sínu í íslensku vörninni þegar Ísland vann 2-1 sigur á Tékklandi á Laugardalsvellinum í kvöld. "Mér fannst við hafa stjórn á þessum leik en við misstum boltann svolítið oft á miðsvæðinu," sagði Kári. "Þeir voru þéttir fyrir þar. Völlurinn var líka erfiður og boltinn var svolítið skoppandi. Strákarnir á miðjunni voru í smá vandræðum í fyrri hálfleik en það var meira vellinum að kenna en nokkru öðru. "En við vorum með tögl og haldir á leiknum í seinni hálfleik. Þeir skora reyndar mark sem er erfitt að verjast - hann stýrði boltanum bara í samskeytin," sagði Kári og vísaði til marks Boreks Dockal á 55. mínútu. "Við misstum aldrei trúna og við sýndum að það býr mikill kraftur í liðinu. Við komum til baka og eftir fyrsta markið var ég aldrei í vafa um að við myndum vinna þennan leik. Við ýttum fleiri mönnum fram og byrjuðum að spila hraðar á miðjunni." Eins og svo oft áður náðu Kári og Ragnar Sigurðsson vel saman í miðri vörn íslenska liðsins og lokuðu á flestar sóknaraðgerðir tékkneska liðsins. "Þetta gekk vel og það hentar okkur ágætlega að spila á móti svona stórum framherjum. Þeir sköpuðu lítið fannst mér. Þeir áttu einhver skot og fyrirgjafir sem við réðum ágætlega við," sagði Kári en sigurinn skilar Íslandi upp í efsta sæti A-riðils með 15 stig. Lokakeppnin í Frakklandi færist því nær. "Ég sagði fyrir leikinn að liðið sem ynni leikinn væri komið með annan fótinn til Frakklands og ég stend við þau orð. Það þarf eitthvað mikið að fara úrskeiðis og við þurfum að klúðra þessu sjálfir ef við ætlum ekki að fara til Frakklands," sagði Kári að lokum.Ari Freyr: Ætti að vera komið ef við klárum heimaleikina „Við gerðum nákvæmlega það sem við áttum að gera sem var að ná í þrjú stig. Stemningin var æðisleg og þeir voru skíthræddir við okkur,“ sagði bakvörðurinn Ari Freyr Skúlason eftir sigurinn á Tékklandi í kvöld. „Þeir sköpuðu ekki mikið. Markið þeirra var frábært en það vorum við sem misstum boltann, gerðum mistökin fyrst. Mér fannst þeir vera eitthvað til baka og við hefðum mátt vera aðeins betri á síðasta þriðjungi vallarins en við skoruðum tvö og það var nóg.“ Það var lítið um færi í fyrri hálfleik og seinni hálfleikur mun opnari. Íslenska liðið kom mjög ákveðið út og má segja að Tékkland hafi komist yfir gegn gangi leiksins. „Ég held að þeir hafi líka viljað vinna þennan leik og hafi opnað sig aðeins meira. Við vinnum eins og við gerum alltaf á heimavelli. Við erum þéttir og vinnum vel saman. Við vitum að við getum alltaf skorað mörk. „Það þarf bara eitt færi og þá er komið mark. Það gerðum við í kvöld, tvö færi og tvö mörk. „Það var ömurlegt að lenda undir því mér fannst það gegn gangi leiksins. Við vorum á góðu skriði og aðeins að pressa á þá en svo kemur kjaftshöggið en við trúðum allan tímann og náðum sem betur fer að skora snemma,“ sagði Ari Freyr. Ísland hefur unnið öll liðin í riðlinum og fimm af sex leikjum sínum. Ari Freyr trúir að þetta góða gengi geti haldið áfram og Ísland tryggt sig inn á Evrópumeistaramótið í Frakklandi eftir ár. „Við erum búnir að gera þetta að gryfju hér heima og ef við klárum bara heimaleikina þá ætti þetta að vera komið. „Við tökum einn leik í einu, það eru margir leiki eftir og allt getur gerst.“VísirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirAron Einar fagnar sigrinum í leikslok.Vísir/Ernir EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Sjá meira
Ísland steig risastórt skref í átt að lokakeppni EM 2016 í Frakklandi með 2-1 sigri á Tékklandi á Laugardalsvellinum í kvöld. Þetta er einn af bestu sigrum sem íslenska landsliðið hefur unnið og sýnir hversu langt liðið er komið á vegferð sinni undir stjórn Lars Lagerbäck og Heimis Hallgrímssonar. Eftir tíðindalítinn fyrri hálfleik náðu Tékkarnir forystunni snemma í seinni hálfleik með fallegu marki Boreks Dockal. Einhvern tímann hefði íslenskt landslið brotnað við slíkt mótmæli en ekki núna. Þetta íslenska landslið er einfaldlega komið á annan og betri stað en fyrri lið sem við höfum átt. Næstu 20 mínútur eru með þeim bestu sem íslenskt landslið hefur sýnt. Undir styrkri stjórn Arons Einars Gunnarssonar og Gylfa Þórs Sigurðssonar tók Ísland einfaldlega öll völd á vellinum. Aron jafnaði metin á 60. mínútu með skalla eftir frábæra sendingu Ara Freys Skúlasonar og á 76. mínútu skoraði Kolbeinn Sigþórsson svo sigurmarkið sem skaut Íslandi á topp A-riðils undankeppninnar.Sjá einnig: Einkunnir leikmanna Íslands gegn Tékklandi Íslensku strákarnir eru nú með 15 stig í riðlinum, tveimur meira en Tékkland og fimm stigum meira en Holland.Jafnvægi í fyrri hálfleik Fyrri hálfleikur var fremur rólegur þar sem hvorugt liðið tók mikla áhættu. Tékkar voru ívið sterkari í upphafi leiks án þess þó að valda íslenska liðinu miklum vandræðum, öfugt við það sem var uppi á teningnum í fyrri leiknum í Plzen. Þótt Tékkar hafi ekki haft hreina og klára yfirburði í þeim leik voru þeir sterkari aðilinn og þeirra leikáætlun gekk betur upp en hjá okkar mönnum. Leikurinn í kvöld var í miklu meira jafnvægi og það var ekkert gefins. Þær tíðu áætlunarferðir Tékka upp vinstri kantinn sem ollu Íslandi svo miklum vandræðum í fyrri leiknum voru ekki nálægt því jafn margar í kvöld og ef eitthvað er var íslenska liðið öflugra á þeim vængnum. Tvær bestu sóknir Íslands í fyrri hálfleiknum komu upp hægri kantinn en í báðum tilfellum voru varnarmenn Tékka á undan í boltann eftir fyrirgjafir, fyrst frá Gylfa Þór Sigurðssyni og síðan Birki Má Sævarssyni. Tomás Necid, sem tók stöðu hins meidda David Lafata í byrjunarliðinu, fékk besta færi fyrri hálfleiks á 15. mínútu þegar hann reis hæst í teignum eftir fyrirgjöf hægri bakvarðarins Pavels Kaderábek. Skalli hans hitti þó ekki markið. Smám saman skánaði spil íslenska liðsins þótt það væri áfram fremur taktlaust. Það vantaði mikið upp á bæði sendingar og móttöku. Mikið var um langar sendingar fram völlinn sem íslensku framherjarnir áttu erfitt með að gera sér mat úr. Íslenska liðið náði að byggja upp smá pressu um miðjan fyrri hálfleik og í tvígang fengu strákarnir aukaspyrnur á hættulegum stað, rétt utan vítateigs. Gylfi Þór steig að sjálfsögðu fram. Spyrnunar voru báðar góðar; fyrst varði Petr Cech hörkuskot hans og svo skaut Swansea-maðurinn rétt yfir. Nær komust Íslendingar ekki að skora í fyrri hálfleik og þegar liðin gengu til búningsherbergja var staðan markalaus.Markið sem vakti strákana Á 54. mínútu komst Gylfi í afbragðs færi eftir að hafa spólað sig framhjá varnarmönnum Tékka. Skot hans með vinstri fæti úr þröngu færi smaug hins vegar framhjá stönginni. Aðeins mínútu síðar skoruðu Tékkar. Emil Hallfreðsson missti boltann á miðjum vallarhelmingi Íslands og gestirnir fóru í skyndisókn. Necid lagði boltann út á Dockal sem smurði hann upp í samskeytin. En í stað þess að liggja eftir í grasinu stigu íslensku strákarnir raklaust aftur á fætur og svöruðu marki Tékka glæsilega. Þeir juku hraðann í spilinu og ákefðin var meiri. Íslenska liðið pressaði tékknesku vörnina stíft en fann ekki leiðina framhjá henni og Cech í markinu. Ekki strax allavega. Kolbeinn komst í fínt færi en sending hans fyrir markið hitti ekki á samherja og svo átti skot í varnarmann eftir einleik. Á 60. mínútu kom svo jöfnunarmarkið. Eftir hornspyrnu Íslands fékk Ari Freyr boltann vinstra meginn á vellinum og sendi glæsilega sendingu á fjærstöngina á Aron Einar sem skallaði boltann framhjá Cech. Annað mark fyrirliðans fyrir landsliðsins en hafa bæði komið í þessari undankeppni. Strákarnir héldu áfram að sækja og hótuðu öðru marki. En þegar pressan og ákefðin er svona mikil er alltaf möguleiki á fá mark í bakið og það gerðist næstum því á 70. mínútu þegar varamaðurinn Ladislav Krejcí slapp einn í gegn eftir stungusendingu frá miðju vallarins. Krejcí óð í átt að markinu, Hannes Þór Halldórsson hætti sér ekki langt út á honum og mark virtist í uppsiglingu. En sem betur missti Krejcí boltann klaufalega frá og Hannes nýtti tækifærið og hirti boltann af honum.Kolbeinn batt enda á markaþurðina Á 76. mínútu kom svo markið dýrmæta sem íslenska liðið verðskuldaði svo sannarlega að skora fyrir alla vinnuna og kraftinn sem það sýndi eftir mark Tékka. Kolbeinn Sigþórsson fékk þá boltann óvænt inn fyrir tékknesku vörnina, sýndi mikið öryggi, lék á Cech og sendi boltann í autt markið. Fyrsta mark Kolbeins fyrir landsliðið síðan í 3-0 sigrinum á Tyrkjum í fyrsta leik undankeppninnar og það kom á besta mögulega tíma. Eftir markið róaðist leikurinn nokkuð en íslenska liðið hélt áfram undirtökunum. Það var aldrei nein taugaveiklun sem greip um sig í liðinu, engin nauðvörn heldur bara öryggi, sjálftraust og sannfæring. Vörnin, með Ragnar Sigurðsson, sem besta mann var gríðarlega öflug og Tékkarnir voru ekki líklegir til að jafna metin. Jóhann Berg fékk fínt færi til að ganga frá leiknum á lokamínútunni en Cech varði skot hans. Þegar skoski dómarinn William Collum flautaði svo til leiksloka braust út mikill fögnuður á vellinum. Og ekki að ósekju. Ísland er komið í dauðafæri til að komast til Frakklands.Vísir/TomVrba: Enginn vill spila á móti Íslandi Landsliðsþjálfari Tékka viðurkennir að íslenska liðið var betri aðilinn í Laugardalnum í dag. "Það var erfitt að halda í við íslenka liðið. Ísland var betra liðið og það var erfitt að ráða við þá og fylgja eftir góðri byrjun okkar," sagði Pavel Vrba, þjálfari Tékklands, nokkuð svekktur á blaðamannafundi eftir leikinn í kvöld. "Það var gott að skora og komat yfir, en okkur leið ekki vel með að fá á okkur mark í bakið." "Við vitum að Tyrkland og Holland unnu sem er ekki gott fyrir okkur í riðlinum. Við verðm að einbeita okkur að leikjunum í september. Það verður mikilvægt að spila vel þar," sagði Vrba. Landsliðsþjálfarar Íslands komu nokkuð á óvart með uppstillingunni í kvöld og byrjuðu með Jóhann Berg Guðmundsson frammi ásamt Kolbeinni. "Það kom aðeins á óvart en við vorum tilbúnir fyrir þennan möguleika. Ég var líka búinn að reikna með þessu," sagði Vrba sem hrósaði íslenska liðinu og íslenskum fótbolta. "Ég sagði það líka á fundinum í gær að Ísland hefur tekið framförum undanfarin ár og unnið vel í fótboltanum. Sérstaklega með unga fólkið." "Ég sá Ísland spila í austurríki og veit að Ísland er lið sem enginn vill spila á móti." Vrba segir íslenska liðið ekki komið á EM með þessum sigri þar sem enn eru mikilvægir leikir eftir í riðlinum. "Sá sem myndi vinna leikinn í dag yrði nær EM eins og ég sagði í gær en Ísland á líka eftir erfiða leiki líka." "Við verðum bara að skoða hvað gerðist. Þetta var slæmt tap en við verðum bara að sætta okkur við að íslenska liðið var betra í dag," sagði Pavel Vrba.Aron Einar: Þetta er gryfja þrátt fyrir að það sé hlaupabraut „Þetta var virkilega góður og sætur sigur. Baráttan og íslenska geðveikan skóp þennan sigur,” sagði Aron Einar í samtali við Vísi í leikslok. „Við vissum alltaf að við myndum skora mark. Þrátt fyrir að við höfum fengið á okkur mark þá héldum við alltaf áfram og í rauninni vorum við betri en þeir í seinni hálfleik. Við fengum á okkur mark gegn gangi leiksins, en við héldum áfram og gerðum virkilega vel að ná stigunum þremur.” „Við ætluðum að keyra á þá strax. Við ætluðum að reyna fá mark eins fljótt og auðið var. Virkilega jákvæður og góður sigur. Þetta var mjög sterkur sigur og við töluðum um það fyrir leikinn að við ætluðum að bæta fyrir leikinn úti og gerðum það.” Ísland tapaði fyrri leiknum gegn Tékklandi 2-1 úti í Plzen og náði því að hefna fyrir það tap í Laugardalnum í kvöld. „Góð spurning. Ég held að við höfum bara komið betur undirbúnir fyrir þennan leik þrátt fyrir að við höfum undirbúið okkur vel fyrir síðasta leik. Einhvernveginn komu þeir okkur á óvart úti og við áttum engin svör, en í dag voru bara sterkari aðilinn,” en var þetta mikilvægasta mark Arons fyrir landsliðið? „Já, ég er nú ekki kominn með mörg svo það segir sig sjálft,” sagði Aron og glotti. Hann segist hafa æft framherjastöðuna með Þór á sínum tíma: „Ég spilaði striker í gamla daga og lærði það í denn þegar maður æfði með Þór. Ég sá að Ari var að munda sinn frábæra vinstri fót og beið á fjær og reyndi að halda mér réttstæðum. Ég ákvað að skalla boltann niður og þetta fór í fjærhornið. Virkilega sáttur.” Aron Einar hrósaði stuðingunum í hástert og fór yfir stöðuna það sem eftir er af riðlinum. „Þetta er gryfja þrátt fyrir að þetta sé hlaupabraut. Þetta var virkilega góður sigur og karakterssigur.” „Er til betri staða? Við erum með Hollendinga og Tékka á eftir okkur, en það er ekkert auðveld staða að vera í. Við eigum þetta skilið og strákarnir geta labbað útaf vellinum sáttir og stoltir í dag.” „Það er nóg eftir og við eigum næst Holland úti. Við vitum að Hollendingar urðu ekki slæmir á einni nóttu og það var tímaspursmál hvenær þeir myndu hrökkva í gírinn. Það verður virkilega erfiður leikur og við erum strax byrjaðir að undirbúa okkur fyrir hann,” sagði Aron Einar í samtali við Vísi í leikslok.Kolbeinn: Við áttum skilið að vinna „Þetta var algjörlega ótrúlegur sigur," segir Kolbeinn Sigþórsson sem skoraði sigurmark leiksins gegn Tékkum í kvöld. „Að sjá hvernig við komum til baka eftir að hafa lent undir var frábært. Við létum markið ekki á okkur fá og vorum enn þá betri eftir að hafa fengið markið á okkur. Við áttum skilið að skora og vinna." Kolbeinn var á því að íslenska liðið hefði verið sterkara liðið á flestum sviðum í kvöld. „Mér fannst þeir vera hræddir við líkamlega styrkinn hjá okkur. Maður fann að þeir báru virðingu fyrir okkur. Við vildum þetta meira og börðumst hvern einasta bolta. Þetta Tékkalið er drullugott en við náðum að loka frábærlega á þá. „Markið þeirra kveikti enn frekar í okkur og það sýnir eina ferðina enn karakterinn í okkar liði. Það er ekkert grín að koma til baka á móti svona sterku liði." Kolbeinn var afar yfirvegaður er hann skoraði markið sem innsiglaði stigin þrjú. „Ég beið aðeins með að skjóta og lét hann koma á móti mér. Það var frábært fyrir mig að skora enda langt síðan ég skoraði í landsleik. Það er frábært að við séum komnir í toppsætið og við viljum halda því. Við erum ekki komnir á EM samt. Ekki fyrr en við erum komnir þangað," sagði Kolbeinn og glotti.Lars: Væri að ljúga ef ég segði við ættum ekki góðan möguleika Landsliðsþjálfarinn var eðlilega meira en kátur með magnaða sigur strákanna okkar í kvöld. „Fyrri hálfleikurinn var eins og amerískur fótbolti. Bæði lið voru föst fyrir og notuðu föst leikatriði. Tékkar fengu engin væri og við vörðumst mjög vel. Ég er mjög ánægður með stigin þrjú." Þetta sagði Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, á blaðamannafundi eftir 2-1 sigurinn gegn Tékklandi á Laugardalsvelli í kvöld. Lars og Heimir komu nokkuð á óvart með byrjunarliðinu, en Jóhann Berg Guðmundsson byrjaði frammi ásamt Kolbeini Sigþórssyni. „Við fórum að ræða þetta frekar fljótlega þegar undirbúning fyrir leikinn hófst. Við fengum þá hugmynd að Jóhann gæti nýtt sinn hraða í fremstu víglínu. Við vildum meiri hraða og þetta nýttist vel í fyrri hálfleik þó það hafi ekki bara verið út af hans veru," sagði Lars. Íslenska liðið lenti nokkuð ósanngjarnt undir í leiknum en var búið að jafna metin fimm mínútum síðar þegar Aron Einar Gunnarsson stangaði boltann í netið. „Það var auðvitað mikilvægt að skora strax eftir að þeir komust yfir. Það sást líka á strákunum að þá langaði að skora strax. Þeir tóku miðjuna snöggt og voru einbeittir. Strákarnir héldu kúlinu enda eru þeir með frábæran karakter. Við erum alltaf að spila betur og betur," sagði Lars. Strákarnir sigldu leiknum í höfn virkilega fagmannlega. Þeir héldu boltanum vel, vörðust skynsamlega og reyndu að láta Tékka elta. „Ég er sammála því þetta var vel gert. Við reyndum að stýra þessu frá hliðarlínunni. Heimir stóð við hana og kallaði skipanir. Strákarnir stjórnuðu leiknum og sendu boltann oft vel á milli sín," sagði Lars. „Fyrri hálfleikurinn ekki alveg eins og við bjuggumst við. Tékkarnir tóku ekki miklar áhættur og mér leið eins og þeir væru bara að sækja stigið." Svíinn verður seint talinn yfirlýsingaglaður en meira að segja hann er orðinn nokkuð bjartsýnn fyrir Frakklandsför. „Ég væri að ljúga ef ég segði að við ættum ekki góðan möguleika núna. Við erum búnir að spila við alla bestu andstæðingana í riðlinum og þeir eiga eftir leiki innbyrðis líka. Ég hefði alltaf tekið fimmtán stig úr sex leikjum fyrir fram," sagði Lars. Kolbeinn Sigþórsson komst loksins aftur á blað en hann hefur verið í smá eyðimerkurgöngu. Allavega miðað við hvernig hann fór af stað með landsliðinu. „"Það er alltaf gott fyrir framherja að skora. Það segja allir að það skipti ekki máli hver skorar á meðan við vinnum en það skiptir framherja alltaf máli. Hann er sterkur andlega þannig ég held að hann hafi ekki þjáðst of mikið," sagði Lars. Um leið og Svíinn þakkaði fyrir sig og gekk niður af pallinum þakkaði hann blaðamönnum fyrir og bauð þeim góðs sumars. Hann glotti svo og sagði: „Ég mun allaega eiga gott sumar."Gylfi Þór: Eina sem við gátum gert var að hugsa jákvætt Gylfi Þór Sigurðsson átti frábæran leik þegar Ísland bar sigurorð af Tékklandi á Laugardalsvellinum í kvöld. Með sigrinum komst Ísland upp í efsta sæti A-riðils með 15 stig en íslenska liðið hefur unnið fimm af sex leikjum sínum í riðlinum. Fjórir leikir eru eftir svo það þarf ýmislegt að ganga á svo Ísland verði ekki meðal þátttökuþjóða á EM í Frakklandi næsta sumar. Þrátt fyrir góða stöðu segir Gylfi ekki tímabært að panta miðana til Frakklands strax. "Nei, ekki alveg strax. Við þurfum að vinna nokkra leiki í viðbót en auðvitað erum við í frábærri stöðu núna," sagði Gylfi. "Þetta var mjög góður sigur eftir að hafa lent 0-1 undir. Þetta var basl á köflum, það var erfitt að ná að boltanum niður og spila honum á milli okkar. Þetta var svolítið hjá okkur Aroni því þeir voru þrír inni á miðjunni gegn okkur og það var lítið pláss. "En við unnum leikinn og það er það sem skiptir máli," sagði Gylfi sem er markahæstur íslensku leikmannanna í undankeppninni með fjögur mörk. Strax eftir mark Tékka bað Gylfi um meiri stuðning úr stúkunni og varð að ósk sinni. Hann hrósaði áhorfendum á Laugardalsvelli fyrir þeirra framlag í kvöld. "Þegar boltinn fór inn var það eina sem við gátum gert var að hugsa jákvætt; ná strax í boltann og reyna að jafna metin. Það var auðvitað frábært að fá stuðningsmennina með okkur í þetta. "Við jöfnuðum fljótlega eftir að þeir skoruðu sem gaf okkur mikið sjálfstraust. Við settum mikla pressu á þá og náðum svo að skora sigurmarkið. "Við hefðum getað dottið í eitthvað svekkelsi í stöðunni 0-1 á móti sterku liði eins og Tékklandi. "En við vissum að þeir eru búnir að fá svolítið af mörkum á sig og við vissum að ef við myndum nýta tækifærin sem við fengum myndum við skora nokkur mörk," sagði Gylfi að lokum og bætti því við að strákarnir í landsliðinu ætluðu að grilla saman eftir leikinn og að á morgun væri hann á leið í brúðkaup hjá Eggerti Gunnþóri Jónssyni, sem hefur verið viðloðandi landsliðið á undanförum árum. en hann er nú kominn í langþráð sumarfrí eftir langt og strangt tímabil.Heimir: Hvar endar þetta? „Þetta er sennilega stærsti sigur Íslands undir okkar stjórn," sagði glaður landsliðsþjálfari, Heimir Hallgrímsson, og skal engan undra að hann hafi brosað. „Þetta var mikilvægur sigur að svo mörgu leyti. Að ná toppsætinu á þessum tímapunkti, komast skrefinu á undan Tékkum. Innbyrðisviðureignir jafnar en við erum með mun betri markatölu. Það telur mikið í lokin. Sömuleiðis gefur þetta okkur líklega annan styrkleikaflokk þegar dregið verður í undankeppni HM. Þessi sigur gefur okkur alveg ótrúlega mikið." Heimir viðurkenndi að það hefði farið svolítið um hann þegar Tékkarnir komust yfir í leiknum. „Það fer alltaf hrollur um mann þegar það er skorað gegn okkur og það hefði verið rosalega slæmt að missa Tékkana fjórum stigum á undan okkur og eiga svo erfiðan leik næst í Hollandi. Maður er svo óendanlega stoltur af þessum strákum. Það er svo mikill karakter í þeim. Þeir geta alltaf grafið dýpra eftir karakternum. Hvar endar þetta?" spurði Heimir og brosti allan hringinn. Hann veit sem er að Ísland tók ansi stórt skref í átt að EM í Frakklandi með þessum sigri í kvöld. „Stefnan er að komast til Frakklands og vonandi rætist sá draumur. Við höfum verið mjög meðvitaðir samt um að fara ekki fram úr okkur. Ég vona að þið fjölmiðlamenn gerið það ekki heldur og bara Íslendingar almennt. Við höfum náð þessum úrslitum með því að vera einbeittir á verkefnið og ekki halda að við séum mikið betri en andstæðingurinn." Það var búið að fara mikið yfir fyrri leikinn í Tékklandi en Heimir segir að þessi leikur hafi samt ekki spilast alveg eins og hann átti von á. „Þetta spilaðist öðruvísi en ég átti von á. Þeir sýndu okkur mikla virðingu og voru ekki eins sókndjarfir og þeir hafa verið venjulega. Mér fannst þessi leikur svolítið eins og amerískur fótbolti. Menn misstu boltann og svo var stillt upp í fast leikatriði og sparkað inn í," segir Heimir og honum fannst sigurinn vera sanngjarn. „Mér fannst við heilt yfir sterkari á boltanum og líka líkamlega sterkari. Það var meiri vilji og kraftur í okkur. Mér fannst við eiga einn gír inni í fyrri hálfleik. Þeir reyndu að róa leikinn niður sem hefur ekki verið þeirra stíll. Það kom mér svolítið á óvart."Hannes: Gerist ekki betra á fallegu sumarkvöldi í Reykjavík „Leikurinn var jafn og lokaður í fyrri hálfleik. Það var lítið um tækifæri og þeir voru með tök á okkur fyrstu mínúturnar, en svo náðum við að snúa því,” sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslands, í samtali við Vísi í leikslok. „Þetta mark þeirra kom upp úr engu. Hann smellhittir hann upp í vinkilinn, en við bregðumst við því og vöknum almennilega til lífsins. Eftir við jöfnuðum urðum við ekkert saddir og keyrðum á þá. Stórkostlegur karakterssigur hjá okkur.” „Auðvitað er það enginn sérstök staða að lenda 1-0 undir og manni líst ekkert á blikuna, en við bregðumst við og maður fann það strax að það var mikill neisti í liðinu. Við jöfnuðum snemma og þá fann maður að meðbyrin var með okkur og það var okkar að vinna leikinn.” „Þetta var sætt að öllu mögulegu leyti. Það er gaman að vera komin á toppinn og gaman að hefna fyrir ófarirnar í síðasta leik og vinna á heimavelli enn einn sigurinn á móti sterku liði. Þetta gerist ekkert betra á þessu fallega sumarkvöldi í Reykjavík.” „Ég er búinn að segja það í viðtölum í marga mánuði að stemningin á Laugardalsvellinum hefur verið algjörlega stórkostleg síðustu tvö til þrjú ár og gefur okkur þvílíkan kraft.” „Þessi Laugardalsvöllur sem var sagt að það væri ekki hægt að búa til stemningu á, það er búinn að vera þvílíki krafturinn hérna leik eftir leik. Við erum bara mjög þakklátir fyrir allan þennan stuðning. Við erum að spila vel og áhorfendur eru með okkur og mikil stemning. Það er mikil gleði og mikið gaman.” „Við erum í lykilstöðu og við vitum hvað markmiðið er. Það dreymir alla um að komast áfram og við gerðum það að verkum í kvöld að við erum í algjöru dauðafæri. Nú er bara að keyra þetta áfram og halda toppsætinu út riðilinn,” sagði Hannes við Vísi að lokum.Emil: Staða sem við höfum ekki oft verið í „Þetta var baráttusigur. Þetta var ekki besti fótboltaleikurinn sem við höfum spilað í þessari keppni, en úrslitin voru okkur í hag og við erum sáttir með það,” sagði Emil Hallfreðsson við Vísi í leikslok. „Mér fannst leikurinn vera jafn í fyrri hálfleik og kannski ekki mikið að gerast. Mér fannst við vera með tökin. Við fengum þetta mark á okkur og þá virðumst við vakna til lífsins. Við jöfnuðum strax og náðum svo að skora sigurmarkið sem var flott.” „Maður er ekki sáttur þegar hitt liðið og maður er frekar reiður heldur en sáttur, þannig þetta var smá svona “wake-up call”.” „Tilfinningin er mjög góð að vera á toppnum. Það er staða sem við höfum ekki oft verið í og við fögnum því,” en hvernig metur Emil möguleikana í riðlinum núna? „Ég held þeir séu bara ágætir. Við eigum næst Hollendingana úti og þeir eru mjög erfiðir, þannig nú hugsum við næsta leik. Við ætlum þó að leyfa okkur að vera smá sáttir í bili,” sem er á leiðinni í kærkomið sumarfrí. „Já, kannski aðeins. Það er gott að hvílast aðeins og gera sig kláran fyrir næsta tímabil,” sagði Emil í leikslok.Ragnar: Var ekkert sérstaklega erfiður leikur „Þetta var ljúfasti sigurinn til þessa," sagði varnarjaxlinn Ragnar Sigurðsson sem átti enn einn stórleikinn með íslenska liðinu í kvöld. „Við vorum ekki að spila nógu vel og svo finnst mér þeir fá heppnismark. Það er ekki auðvelt að hitta boltann svona á þessum velli. „Svo sjáum við bara hvað gerist. Við settum bara í sjötta gír og rúlluðum yfir þá. Við vorum brjálaðir er þeir skora, setjum fullan kraft í þetta og klárum þetta," sagði Ragnar en hann var á því að Tékkarnir hefðu borið mikla virðingu fyrir íslenska liðinu. „Ég held þeir hafi fundið fyrir kraftinum í okkur og ekki alveg vitað hvernig ætti að bregðast við því. Mér fannst þeir ekki fá nein færi fyrir utan einn skalla í fyrri hálfleik. „Þetta var eiginlega ekkert sérstaklega erfiður leikur. Þeir voru ekki að ógna okkur neitt. Þetta snérist eiginlega bara um að strákarnir frammi myndu klára þetta fyrir okkur og þeir gerðu það," segir Ragnar en hann hefur trú á því að íslenska liðið sé fullri ferð í miklu ævintýri. „Ég held það. Við höfum alltaf stefnt að því að komast á EM en við bíðum með að segja að þetta sé klárt þar til þetta er orðið klárt."Birkir Bjarnason: Þetta var baráttusigur „Þetta var ekkert frábær leikur hjá okkur. Völlurinn var ekki sá besti en þetta var baráttu sigur. Við gerðum það sem þurfti til, til að vinna,“ sagði Birkir Bjarnason eftir sigurinn í kvöld. Íslenska liðið kom af miklum krafti inn í seinni hálfleikinn og sagði Birkir skilaboðin í hálfleik hafa verið einföld. „Við þurftum að þora meira og sækja meira en þó ekki allir. Við sóttum á þrem til fimm mönnum og það gekk upp í lokin.“ Þrátt fyrir að byrja betur í seinni hálfleik komst Tékkland fljótt yfir. Íslenska liðið gafst þó ekki upp og svaraði fljótt fyrir sig. „Maður nær ekki að hugsa mikið. Maður þarf bara að halda áfram og svara eins fljótt og maður getur og sem betur fer gerðum við það. „Það er gríðarlegur karakter í liðinu og gjörsamlega allir vildu vinna þennan leik. Við vissum hvað leikurinn var mikilvægur. Nú förum við til Hollands sem er stórleikur, erfiður leikur á útivelli. Það er gott að fara þangað efstir í riðlinum.“ Ísland er með 15 stig í efsta sæti riðilsins í sex leikjum og hefur unnið öll lið riðilsins. „Maður hafði kannski ekki trúað þessu fyrirfram en eins og liðið er þá kemur þetta ekkert á óvart. Við erum með frábært lið og frábæran hóp,“ sagði Birkir sem er með samningslaus sem stendur. „Ég ætla ekki að kjafta frá neinu núna. Það er eitthvað í gangi sem kemur í ljós í sumar,“ sagði Birkir sem hefur meðal annars verið orðaður við enska B-deildarliðið Leeds United sem fyrrum þjálfari Birkis, Uwe Rösler, hjá Viking í Noregi þjálfar. „Ég veit það ekki. Mér líður vel á Ítalíu. Við sjáum til hvað gerist.“Jón Daði: Kolli kláraði þetta með stæl „Það var æðislegt að ná í sigur í þessum gríðarlega mikilvæga leik. Frábær úrslit fyrir framhaldið, sagið Jón Daði Böðvarsson sem kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik og lék stór hlutverk í sigurmarki Íslands. Jón Daði byrjaði fyrstu fjóra leik Íslands í undankeppni EM en hefur þurft að sætta sig við annað hlutverk í síðustu tveimur leikjum. „Það er allt öðruvísi að koma inn á. Maður þarf að hita sig vel upp og vera klár í að komast strax inn í leikinn. „Það var mikill hraði í leiknum og þá er mikilvægt að koma heitur inn. Ég fékk þau skilaboð að pressa eins og ég gat og stressa þá í vörninni og mér fannst ég gera það ágætlega,“ sagði Jón Daði sem rifjaði þar næst upp sigurmark Íslands. „Þetta var happa og glappa. Ég fékk boltann frá Jóa Berg (Jóhanni Berg Guðmundssyni), sendi aftur á hann og hann til baka á mig. Ég ætlaði svo að reyna að finna Kolla (Kolbein Sigþórsson) og einhvern vegin fer boltinn af Tékka og til Kolla sem kláraði þetta með stæl.“Kári: Misstum aldrei trúna Kári Árnason stóð fyrir sínu í íslensku vörninni þegar Ísland vann 2-1 sigur á Tékklandi á Laugardalsvellinum í kvöld. "Mér fannst við hafa stjórn á þessum leik en við misstum boltann svolítið oft á miðsvæðinu," sagði Kári. "Þeir voru þéttir fyrir þar. Völlurinn var líka erfiður og boltinn var svolítið skoppandi. Strákarnir á miðjunni voru í smá vandræðum í fyrri hálfleik en það var meira vellinum að kenna en nokkru öðru. "En við vorum með tögl og haldir á leiknum í seinni hálfleik. Þeir skora reyndar mark sem er erfitt að verjast - hann stýrði boltanum bara í samskeytin," sagði Kári og vísaði til marks Boreks Dockal á 55. mínútu. "Við misstum aldrei trúna og við sýndum að það býr mikill kraftur í liðinu. Við komum til baka og eftir fyrsta markið var ég aldrei í vafa um að við myndum vinna þennan leik. Við ýttum fleiri mönnum fram og byrjuðum að spila hraðar á miðjunni." Eins og svo oft áður náðu Kári og Ragnar Sigurðsson vel saman í miðri vörn íslenska liðsins og lokuðu á flestar sóknaraðgerðir tékkneska liðsins. "Þetta gekk vel og það hentar okkur ágætlega að spila á móti svona stórum framherjum. Þeir sköpuðu lítið fannst mér. Þeir áttu einhver skot og fyrirgjafir sem við réðum ágætlega við," sagði Kári en sigurinn skilar Íslandi upp í efsta sæti A-riðils með 15 stig. Lokakeppnin í Frakklandi færist því nær. "Ég sagði fyrir leikinn að liðið sem ynni leikinn væri komið með annan fótinn til Frakklands og ég stend við þau orð. Það þarf eitthvað mikið að fara úrskeiðis og við þurfum að klúðra þessu sjálfir ef við ætlum ekki að fara til Frakklands," sagði Kári að lokum.Ari Freyr: Ætti að vera komið ef við klárum heimaleikina „Við gerðum nákvæmlega það sem við áttum að gera sem var að ná í þrjú stig. Stemningin var æðisleg og þeir voru skíthræddir við okkur,“ sagði bakvörðurinn Ari Freyr Skúlason eftir sigurinn á Tékklandi í kvöld. „Þeir sköpuðu ekki mikið. Markið þeirra var frábært en það vorum við sem misstum boltann, gerðum mistökin fyrst. Mér fannst þeir vera eitthvað til baka og við hefðum mátt vera aðeins betri á síðasta þriðjungi vallarins en við skoruðum tvö og það var nóg.“ Það var lítið um færi í fyrri hálfleik og seinni hálfleikur mun opnari. Íslenska liðið kom mjög ákveðið út og má segja að Tékkland hafi komist yfir gegn gangi leiksins. „Ég held að þeir hafi líka viljað vinna þennan leik og hafi opnað sig aðeins meira. Við vinnum eins og við gerum alltaf á heimavelli. Við erum þéttir og vinnum vel saman. Við vitum að við getum alltaf skorað mörk. „Það þarf bara eitt færi og þá er komið mark. Það gerðum við í kvöld, tvö færi og tvö mörk. „Það var ömurlegt að lenda undir því mér fannst það gegn gangi leiksins. Við vorum á góðu skriði og aðeins að pressa á þá en svo kemur kjaftshöggið en við trúðum allan tímann og náðum sem betur fer að skora snemma,“ sagði Ari Freyr. Ísland hefur unnið öll liðin í riðlinum og fimm af sex leikjum sínum. Ari Freyr trúir að þetta góða gengi geti haldið áfram og Ísland tryggt sig inn á Evrópumeistaramótið í Frakklandi eftir ár. „Við erum búnir að gera þetta að gryfju hér heima og ef við klárum bara heimaleikina þá ætti þetta að vera komið. „Við tökum einn leik í einu, það eru margir leiki eftir og allt getur gerst.“VísirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirAron Einar fagnar sigrinum í leikslok.Vísir/Ernir
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Sjá meira