Aron Einar: Er gryfja þrátt fyrir hlaupabrautina Anton Ingi Leifsson skrifar 12. júní 2015 21:36 Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, var hrikalega ánægður með 2-1 sigur Íslands á Tékkum fyrr í kvöld, en með sigrinum er Ísland komið á topp A-riðils. „Þetta var virkilega góður og sætur sigur. Baráttan og íslenska geðveikan skóp þennan sigur,” sagði Aron Einar í samtali við Vísi í leikslok. „Við vissum alltaf að við myndum skora mark. Þrátt fyrir að við höfum fengið á okkur mark þá héldum við alltaf áfram og í rauninni vorum við betri en þeir í seinni hálfleik. Við fengum á okkur mark gegn gangi leiksins, en við héldum áfram og gerðum virkilega vel að ná stigunum þremur.” „Við ætluðum að keyra á þá strax. Við ætluðum að reyna fá mark eins fljótt og auðið var. Virkilega jákvæður og góður sigur. Þetta var mjög sterkur sigur og við töluðum um það fyrir leikinn að við ætluðum að bæta fyrir leikinn úti og gerðum það.” Ísland tapaði fyrri leiknum gegn Tékklandi 2-1 úti í Plzen og náði því að hefna fyrir það tap í Laugardalnum í kvöld. „Góð spurning. Ég held að við höfum bara komið betur undirbúnir fyrir þennan leik þrátt fyrir að við höfum undirbúið okkur vel fyrir síðasta leik. Einhvernveginn komu þeir okkur á óvart úti og við áttum engin svör, en í dag voru bara sterkari aðilinn,” en var þetta mikilvægasta mark Arons fyrir landsliðið? „Já, ég er nú ekki kominn með mörg svo það segir sig sjálft,” sagði Aron og glotti. Hann segist hafa æft framherjastöðuna með Þór á sínum tíma: „Ég spilaði striker í gamla daga og lærði það í denn þegar maður æfði með Þór. Ég sá að Ari var að munda sinn frábæra vinstri fót og beið á fjær og reyndi að halda mér réttstæðum. Ég ákvað að skalla boltann niður og þetta fór í fjærhornið. Virkilega sáttur.” Aron Einar hrósaði stuðingunum í hástert og fór yfir stöðuna það sem eftir er af riðlinum. „Þetta er gryfja þrátt fyrir að þetta sé hlaupabraut. Þetta var virkilega góður sigur og karakterssigur.” „Er til betri staða? Við erum með Hollendinga og Tékka á eftir okkur, en það er ekkert auðveld staða að vera í. Við eigum þetta skilið og strákarnir geta labbað útaf vellinum sáttir og stoltir í dag.” „Það er nóg eftir og við eigum næst Holland úti. Við vitum að Hollendingar urðu ekki slæmir á einni nóttu og það var tímaspursmál hvenær þeir myndu hrökkva í gírinn. Það verður virkilega erfiður leikur og við erum strax byrjaðir að undirbúa okkur fyrir hann,” sagði Aron Einar í samtali við Vísi í leikslok. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Í beinni: Liverpool - Real Madrid | Lendir Real í enn meiri vandræðum? Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Í beinni: Liverpool - Real Madrid | Lendir Real í enn meiri vandræðum? Í beinni: Aston Villa - Juventus | Hörkuleikur á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, var hrikalega ánægður með 2-1 sigur Íslands á Tékkum fyrr í kvöld, en með sigrinum er Ísland komið á topp A-riðils. „Þetta var virkilega góður og sætur sigur. Baráttan og íslenska geðveikan skóp þennan sigur,” sagði Aron Einar í samtali við Vísi í leikslok. „Við vissum alltaf að við myndum skora mark. Þrátt fyrir að við höfum fengið á okkur mark þá héldum við alltaf áfram og í rauninni vorum við betri en þeir í seinni hálfleik. Við fengum á okkur mark gegn gangi leiksins, en við héldum áfram og gerðum virkilega vel að ná stigunum þremur.” „Við ætluðum að keyra á þá strax. Við ætluðum að reyna fá mark eins fljótt og auðið var. Virkilega jákvæður og góður sigur. Þetta var mjög sterkur sigur og við töluðum um það fyrir leikinn að við ætluðum að bæta fyrir leikinn úti og gerðum það.” Ísland tapaði fyrri leiknum gegn Tékklandi 2-1 úti í Plzen og náði því að hefna fyrir það tap í Laugardalnum í kvöld. „Góð spurning. Ég held að við höfum bara komið betur undirbúnir fyrir þennan leik þrátt fyrir að við höfum undirbúið okkur vel fyrir síðasta leik. Einhvernveginn komu þeir okkur á óvart úti og við áttum engin svör, en í dag voru bara sterkari aðilinn,” en var þetta mikilvægasta mark Arons fyrir landsliðið? „Já, ég er nú ekki kominn með mörg svo það segir sig sjálft,” sagði Aron og glotti. Hann segist hafa æft framherjastöðuna með Þór á sínum tíma: „Ég spilaði striker í gamla daga og lærði það í denn þegar maður æfði með Þór. Ég sá að Ari var að munda sinn frábæra vinstri fót og beið á fjær og reyndi að halda mér réttstæðum. Ég ákvað að skalla boltann niður og þetta fór í fjærhornið. Virkilega sáttur.” Aron Einar hrósaði stuðingunum í hástert og fór yfir stöðuna það sem eftir er af riðlinum. „Þetta er gryfja þrátt fyrir að þetta sé hlaupabraut. Þetta var virkilega góður sigur og karakterssigur.” „Er til betri staða? Við erum með Hollendinga og Tékka á eftir okkur, en það er ekkert auðveld staða að vera í. Við eigum þetta skilið og strákarnir geta labbað útaf vellinum sáttir og stoltir í dag.” „Það er nóg eftir og við eigum næst Holland úti. Við vitum að Hollendingar urðu ekki slæmir á einni nóttu og það var tímaspursmál hvenær þeir myndu hrökkva í gírinn. Það verður virkilega erfiður leikur og við erum strax byrjaðir að undirbúa okkur fyrir hann,” sagði Aron Einar í samtali við Vísi í leikslok.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Í beinni: Liverpool - Real Madrid | Lendir Real í enn meiri vandræðum? Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Í beinni: Liverpool - Real Madrid | Lendir Real í enn meiri vandræðum? Í beinni: Aston Villa - Juventus | Hörkuleikur á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Sjá meira