Umfjöllun og viðtöl: FH - Grindavík 2-1 | Tvö víti Lennon skildu á milli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. júní 2015 12:16 Steven Lennon skoraði tvennu gegn Grindavík. Vísir/Stefán FH-ingar sigruðu Grindvíkinga 2-1 og verða því í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit Borgunarbikarsins. Leikurinn fór vel af stað fyrir FH-inga því að þeir fengu víti strax á 7. mínútu. Steven Lennon fékk stungusendingu inn fyrir vörn Grindvíkinga, lék á Maciej Majeswki í marki Grindavíkur sem virtist fara í lappirnar á Lennon. Valgeir Valgeirsson hikaði hvergi þegar hann bentl á vítapunktinn. Lennon sjálfur tók vítið og sendi Majewski í öfugt horn. 1-0 fyrir FH og ljóst að leikplan Grindvíkinga var fokið út á hafsauga en þeir hófu leikinn á því að sitja til baka og augljóst að þeir ætluðu sé að verjast þétt og beita skyndisóknum. Grindvíkingar færðu sig aðeins framar á völlinn og uppskáru tvö ágætis skotfæri. Alex Freyr Hilmarsson og Magnús Björgvinsson fengu báðir tilvalin skotfæri rétt fyrir utan vítateig andstæðinganna en skotin voru léleg. Það var þó ekkert lélegt við tilraun Steven Lennon skömmu seinna er hann lagði boltann fyrir sig með brjóstkassanunm áður en hann henti sér í hjólhestaspyrnuna. Hann smellhitti boltann og öll stúkan stóð á öndinni á meðan boltinn fór rétt framhjá stönginni. Ótrúleg tilraun og þarna hefði mark tímabilsins litið dagsins ljós. Á 34. mínútu virtust FH-ingar gera út um leikinn þegar Jérémy Serwy fiskaði annað víti fyrir FH. Eftir klaufagang á miðjunni hjá Grindavík vann Serwy boltann og óð af stað að marki. Hann hætti ekki fyrr en hann var felldur í teignum og aftur benti Valgeir á punktinn. Lennon tók vítið og skoraði, í þetta sinn í hægra hornið. Eftir seinna mark FH-inga óx Grindvíkum þó ásmegin. Magnús Björgvinsson vill líklega gleyma þessum leik sem fyrst en hann fékk tvo ákjósanleg færi undir lok fyrri hálfleiks, í bæði skiptin eftir góðan undirbúning Alex Freys á hægri kantinum. Hann fékk boltann í kjörstöðu í tvígang fyrir framan mark FH-inga. Í fyrra skiptið skaut hann yfir en í seinna náði hann ekki valdi á boltanum. Grindvíkingar komu ákveðnari til leiks í seinni hálfleik og voru ívið sterkari aðilinn. FH-ingar virtust aðeins slaka á enda toppslagur við Breiðablik handan við hornið og hefur hann ef till vill leynst í huga manna. Grindvíkingar sköpuðu sér þó lítið af afgerandi marktækifærum og flest skot þeirra rötuðu beint á Róbert í marki FH-inga. Guðmann Þórisson fékk besta tækfæri FH-inga í seinni hálfleik eftir hornspyrnu. Boltinn barst til hans eftir klafs í teignum en á ótrúlegan hátt tókst honum að skjóta framhjá. FH-ingar virtust vera kátir með að sitja til baka en Kristján Flóki, Lennon og SIgurður Gísli biðu þó allir frammi og biðu eftir skyndisóknum. Grindvíkingar náðu að klóra í bakkann á 85. mínútu þegar Hákon Ívar Ólafsson skoraði með sinni fyrstu snertingu, nýkominn inn á sem varamaður. Sú snerting var ekki af lakara taginu því hann skellti boltanum í markhornið af 25 metra færi. Róbert kom engum vörnum við. Grindvíkingar freistuðu þess að jafna metin og knýja fram framlengingu á lokametrunum og voru nokkuð nálægt því að skapa sér tækifæri til þess en allt kom fyrir ekki og FH-ingar unnu nokkuð þægilegan sigur ef frá eru teknar síðustu 5 mínúturnar. Það verða því FH-ingar sem fara í pottinn fyrir 8-liða úrslit Borgunarbikarsins.Heimir: Gerðum eitt og annað til að hjálpa þeim að jafna Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var nokkuð sáttur með sína menn en var þó ekki hrifinn af leik sinna manna á lokamínútunum: „Mér fannst við á köflum góðir, létum boltann ganga mannana á milli og sköpuðum okkur góð færi. Eftir að þeir skora gerum við eitt og annað til að hjálpa þeim að jafna leikinn en það gekk ekki og við erum komnir áfram. Grindavík er með flott lið og þeir héldu áfram allan tímann.“ Heimir og Tommy Nielsen, þjálfari Grindavíkur spiluðu saman með FH og Heimir er viss um að Tommy muni standa sig vel með Grindavík: „Hann var frábær leikmaður fyrir FH. Mikill leiðtogi og hann á eftir á að gera góða hluti í Grindavík sem þjálfari. Ég hef alltaf borið mikla virðingu fyrir Grindavík, góður klúbbur sem hefur alltaf spilað góðan fótbolta. “ Á sunnudaginn mæta FH-ingar Blikum í toppslag Pepsi-deildarinnar. Heimir sagðist vera spenntur fyrir þeim leik: „Við erum vel stemmdir og það verður hörkuleikir. Blikarnir hafa verið að spila mjög vel og eru taplausir í deildinni.“ Aðspurður að því hvort að árið í ár væri bikarár fyrir FH svaraði hann: „Við stefnum að því þetta árið eins og önnur að vinna bikarinn.“Tommy: Ekki vanur að tapa hér Tommy Nielsen, þjálfari Grindavíkur var sáttur með frammistöðu sinna manna: „Ég var ánægður með spilamennskuna. Við vissum að þetta yrði erfitt, FH var mjög mikið með boltann og pressuðu okkur mikið“. Hann er þó á því að með smá heppni hefði Grindavík geta strítt FH-ingum meira: „Í fyrri hálfleik fengum við góð færi sem við áttum kannski að klára betur. Við héldum áfram og náðum að koma með smá spennu í leikin síðustu 7-8 mínúturnar og gátum jafnvel komist í framlengingu.“ Dómari leiksins, Valgeir Valgeirsson, dæmdi tvö víti á Grindavík en sagði nei í þrígang þegar Grindavík vildi fá eitthvað fyrir sinn snúð í vítateignum: „Í lokin var dómarinn búinn að snúa sér við til að flauta leikinn af en missti þar af leiðandi af mögulegu víti. Mér fannst það svolítið skrýtið. Hann hefði alveg getað gefið okkur a.m.k eitt víti. Fyrsta víti FH var svolítið þunnt og lítil snerting en seinna vítið var kannski meira víti. Svona var það bara dæmt.“ Tommy naut mjög farsæls ferils sem leikmaður FH á árunum 2003-2011: „Það er alltaf gaman að koma hingað, flottar aðstæður en ég er bara ekki vanur að tapa hér.“ Íslenski boltinn Mest lesið Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjá meira
FH-ingar sigruðu Grindvíkinga 2-1 og verða því í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit Borgunarbikarsins. Leikurinn fór vel af stað fyrir FH-inga því að þeir fengu víti strax á 7. mínútu. Steven Lennon fékk stungusendingu inn fyrir vörn Grindvíkinga, lék á Maciej Majeswki í marki Grindavíkur sem virtist fara í lappirnar á Lennon. Valgeir Valgeirsson hikaði hvergi þegar hann bentl á vítapunktinn. Lennon sjálfur tók vítið og sendi Majewski í öfugt horn. 1-0 fyrir FH og ljóst að leikplan Grindvíkinga var fokið út á hafsauga en þeir hófu leikinn á því að sitja til baka og augljóst að þeir ætluðu sé að verjast þétt og beita skyndisóknum. Grindvíkingar færðu sig aðeins framar á völlinn og uppskáru tvö ágætis skotfæri. Alex Freyr Hilmarsson og Magnús Björgvinsson fengu báðir tilvalin skotfæri rétt fyrir utan vítateig andstæðinganna en skotin voru léleg. Það var þó ekkert lélegt við tilraun Steven Lennon skömmu seinna er hann lagði boltann fyrir sig með brjóstkassanunm áður en hann henti sér í hjólhestaspyrnuna. Hann smellhitti boltann og öll stúkan stóð á öndinni á meðan boltinn fór rétt framhjá stönginni. Ótrúleg tilraun og þarna hefði mark tímabilsins litið dagsins ljós. Á 34. mínútu virtust FH-ingar gera út um leikinn þegar Jérémy Serwy fiskaði annað víti fyrir FH. Eftir klaufagang á miðjunni hjá Grindavík vann Serwy boltann og óð af stað að marki. Hann hætti ekki fyrr en hann var felldur í teignum og aftur benti Valgeir á punktinn. Lennon tók vítið og skoraði, í þetta sinn í hægra hornið. Eftir seinna mark FH-inga óx Grindvíkum þó ásmegin. Magnús Björgvinsson vill líklega gleyma þessum leik sem fyrst en hann fékk tvo ákjósanleg færi undir lok fyrri hálfleiks, í bæði skiptin eftir góðan undirbúning Alex Freys á hægri kantinum. Hann fékk boltann í kjörstöðu í tvígang fyrir framan mark FH-inga. Í fyrra skiptið skaut hann yfir en í seinna náði hann ekki valdi á boltanum. Grindvíkingar komu ákveðnari til leiks í seinni hálfleik og voru ívið sterkari aðilinn. FH-ingar virtust aðeins slaka á enda toppslagur við Breiðablik handan við hornið og hefur hann ef till vill leynst í huga manna. Grindvíkingar sköpuðu sér þó lítið af afgerandi marktækifærum og flest skot þeirra rötuðu beint á Róbert í marki FH-inga. Guðmann Þórisson fékk besta tækfæri FH-inga í seinni hálfleik eftir hornspyrnu. Boltinn barst til hans eftir klafs í teignum en á ótrúlegan hátt tókst honum að skjóta framhjá. FH-ingar virtust vera kátir með að sitja til baka en Kristján Flóki, Lennon og SIgurður Gísli biðu þó allir frammi og biðu eftir skyndisóknum. Grindvíkingar náðu að klóra í bakkann á 85. mínútu þegar Hákon Ívar Ólafsson skoraði með sinni fyrstu snertingu, nýkominn inn á sem varamaður. Sú snerting var ekki af lakara taginu því hann skellti boltanum í markhornið af 25 metra færi. Róbert kom engum vörnum við. Grindvíkingar freistuðu þess að jafna metin og knýja fram framlengingu á lokametrunum og voru nokkuð nálægt því að skapa sér tækifæri til þess en allt kom fyrir ekki og FH-ingar unnu nokkuð þægilegan sigur ef frá eru teknar síðustu 5 mínúturnar. Það verða því FH-ingar sem fara í pottinn fyrir 8-liða úrslit Borgunarbikarsins.Heimir: Gerðum eitt og annað til að hjálpa þeim að jafna Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var nokkuð sáttur með sína menn en var þó ekki hrifinn af leik sinna manna á lokamínútunum: „Mér fannst við á köflum góðir, létum boltann ganga mannana á milli og sköpuðum okkur góð færi. Eftir að þeir skora gerum við eitt og annað til að hjálpa þeim að jafna leikinn en það gekk ekki og við erum komnir áfram. Grindavík er með flott lið og þeir héldu áfram allan tímann.“ Heimir og Tommy Nielsen, þjálfari Grindavíkur spiluðu saman með FH og Heimir er viss um að Tommy muni standa sig vel með Grindavík: „Hann var frábær leikmaður fyrir FH. Mikill leiðtogi og hann á eftir á að gera góða hluti í Grindavík sem þjálfari. Ég hef alltaf borið mikla virðingu fyrir Grindavík, góður klúbbur sem hefur alltaf spilað góðan fótbolta. “ Á sunnudaginn mæta FH-ingar Blikum í toppslag Pepsi-deildarinnar. Heimir sagðist vera spenntur fyrir þeim leik: „Við erum vel stemmdir og það verður hörkuleikir. Blikarnir hafa verið að spila mjög vel og eru taplausir í deildinni.“ Aðspurður að því hvort að árið í ár væri bikarár fyrir FH svaraði hann: „Við stefnum að því þetta árið eins og önnur að vinna bikarinn.“Tommy: Ekki vanur að tapa hér Tommy Nielsen, þjálfari Grindavíkur var sáttur með frammistöðu sinna manna: „Ég var ánægður með spilamennskuna. Við vissum að þetta yrði erfitt, FH var mjög mikið með boltann og pressuðu okkur mikið“. Hann er þó á því að með smá heppni hefði Grindavík geta strítt FH-ingum meira: „Í fyrri hálfleik fengum við góð færi sem við áttum kannski að klára betur. Við héldum áfram og náðum að koma með smá spennu í leikin síðustu 7-8 mínúturnar og gátum jafnvel komist í framlengingu.“ Dómari leiksins, Valgeir Valgeirsson, dæmdi tvö víti á Grindavík en sagði nei í þrígang þegar Grindavík vildi fá eitthvað fyrir sinn snúð í vítateignum: „Í lokin var dómarinn búinn að snúa sér við til að flauta leikinn af en missti þar af leiðandi af mögulegu víti. Mér fannst það svolítið skrýtið. Hann hefði alveg getað gefið okkur a.m.k eitt víti. Fyrsta víti FH var svolítið þunnt og lítil snerting en seinna vítið var kannski meira víti. Svona var það bara dæmt.“ Tommy naut mjög farsæls ferils sem leikmaður FH á árunum 2003-2011: „Það er alltaf gaman að koma hingað, flottar aðstæður en ég er bara ekki vanur að tapa hér.“
Íslenski boltinn Mest lesið Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjá meira