Íslenski boltinn

Þór/KA vann í vesturbænum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir
Þór/KA komst í kvöld á topp Pepsi-deildar kvenna, um stundarsakir að minnsta kosti, með 4-2 sigri á KR í kvöld.

Klara Lindberg og Sandra María Jessen skoruðu tvö mörk hvor fyrir Þór/KA í kvöld en Sigrún Birta Kristinsdóttir og Chelsea Leiva fyrir KR.

KR náði að jafna metin í 1-1 snemma leiks en þá komu tvö mörk í röð hjá Akureyringum. Leiva minnkaði muninn á 62. mínútu en Sandra skoraði fjórða mark Þórs/KA á 76. mínútu og innsiglaði þar með sigurinn.

ÍBV vann öruggan sigur á botnliði Aftureldingar, 3-0. Kristín Erna Sigurlásdóttir, Sigríður Lára Garðarsdóttir og Shaneka Gordon skoruðu mörk ÍBV í kvöld.

ÍBV er í fjórða sæti deildarinnar með sjö stig en KR í áttunda sæti með eitt stig. Afturelding er eins og Þróttur án stiga á botninum en með verri markatölu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×