Aníta Hinriksdóttir mátti sætta sig við silfurverðlaun í 800 m hlaupi á Smáþjóðaleikunum í Reykjavík í dag.
Aníta átti besta tíma keppenda fyrir hlaupið en aðstæður gerðu keppendum erfitt fyrir, enda nokkuð hvasst í Laugardalnum.
Hún leiddi framan af og tók þar með vindinn í fangið fyrir aðra keppendur. Það dró svo af henni á lokasprettinum og Charline Mathias frá Lúxemborg seig fram úr og kom fyrst í mark.
Aníta var langt frá sínu besta en Íslandsmet hennar er 2:00,49 mínútur. Hún var tæpum níu sekúnum frá metinu sínu og hljóp á 2:09,10 mínútum í dag. Sigurtími Mathias var 2:08,61 mínútur. Þriðja varð Natalia Evangelidou frá Kýpur á 2:09,56 mínútum.
Aníta varð önnur á Smáþjóðaleikunum
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


„Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“
Enski boltinn


„Vorum bara heppnir að landa þessu“
Körfubolti



„Orkustigið var skrítið út af okkur“
Körfubolti



Fleiri fréttir
