Viðureign Fjölnis og Leiknis í Pepsi-deild karla í 8. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Bæði lið hafa komið skemmtilega á óvart í deildinni, en þau eru í fjórða og sjötta sæti eftir sex umferðir.
Leikurinn fer fram mánudaginn 15. júní klukkan 20.00 og í beinu framhaldi verða Pepsi-mörkin á dagskrá.
Þá er búið að ákveða tvo sjónvarpsleiki í 9. umferðinni, en þar um að ræða tvo stórleiki þar sem fjögur af fimm efstu liðum deildarinnar mætast innbyrðis.
Leikur FH og Breiðabliks verður í beinni útsendingu sunnudaginn 21. júní klukkan 20.00 og mánudaginn 22. júní verður viðureign Stjörnunnar og KR sýnd beint á Stöð 2 Sport.
Farið verður yfir níundu umferðina svo í Pepsi-mörkunum klukkan 22.00 mánudaginn 22. júní, beint eftir leik Stjörnunnar og KR.
Leikur Fjölnis og Leiknis í beinni útsendingu | Tveir í beinni í 9. umferð
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið


Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið
Handbolti


Styrmir skoraði tólf í naumum sigri
Körfubolti

„Betri ára yfir okkur“
Handbolti

Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ
Körfubolti

Haukar fóru illa með botnliðið
Handbolti


Lærisveinar Alfreðs að stinga af
Handbolti
