Margrét Rósa hélt upp á afmælið sitt með sínum besta landsleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júní 2015 14:00 Margrét Rósa fékk afmælissöng og rós eftir leik í gær. vísir/facebook Margrét Rósa Hálfdanardóttir átti flottan leik með íslenska kvennalandsliðinu í gær þegar liðið vann tíu stiga sigur á Möltu, 83-73, í fyrsta leik sínum á Smáþjóðaleikunum sem fara fram á Íslandi þessa dagana. Margrét Rósa hélt upp á 21. árs afmælið sitt í gær og fagnaði því með því að setja nýtt persónulegt stigamet með íslenska landsliðinu í þessum góða sigri liðsins í Laugardalshöllinni. Margrét Rósa skoraði tíu í fyrsta sinn í A-landsleik en þau komu öll á síðustu tólf mínútum leiksins og sex þeirra komu á mikilvægum tveggja mínútna kafla í fjórða leikhlutanum. Margrét Rósa gaf einnig þrjár stoðsendingar sem er það mesta sem hún hefur gefið í einum A-landsleik. Margrét Rósa var ekki sú eina í liðinu sem setti persónuleg met því það gerði einnig miðherjinn Hildur Björg Kjartansdóttir. Hildur var með 14 stig og 8 fráköst í leiknum í gær og bæði voru það persónuleg met hjá henni með A-landsliðinu. Hildur skoraði líka tvær þriggja stiga körfur sem hún hafði ekki náð áður í leik með landsliðinu. Hún hafði skorað samtals einn þrist í fyrstu níu landsleikjunum sínum. Margrét Rósa hafði mest áður skorað 9 stig á móti Gíbraltar á Evrópumóti smáþjóða í fyrrasumar en Hildur hafði mest skorað 13 stig í vináttulandsleik á móti Danmörku í Stykkishólmi í fyrrasumar. Margrét Rósa og Hildur Björg eru báðar nýkomnar heim frá Bandaríkjunum þar sem að þær stunduðu nám á fyrsta ári í vetur og spiluðu auk þess með körfuboltaliðum skóla sinna sem báðir eru í 1. deild bandaríska háskólaboltans. Hildur Björg spilaði með University of Texas–Pan American, UTPA, sem er í Edinburg í suður Texas-fylki en Margrét Rósa spilaði með Canisius Collage sem er Buffalo í norður New York fylki. Hildur Björg kemur frá Snæfelli þar sem hún varð Íslandsmeistari 2014 en Margrét Rósa er frá Haukum þar sem hún varð meðal annars bikarmeistari 2014. Það er ekki hægt að segja annað en stelpurnar hafi sýnt fram á framfarir í sínunm fyrsta A-landsleik eftir vistaskiptin yfir Atlantshafið. Aðrar íþróttir Mest lesið Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Sport Fleiri fréttir „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Sjá meira
Margrét Rósa Hálfdanardóttir átti flottan leik með íslenska kvennalandsliðinu í gær þegar liðið vann tíu stiga sigur á Möltu, 83-73, í fyrsta leik sínum á Smáþjóðaleikunum sem fara fram á Íslandi þessa dagana. Margrét Rósa hélt upp á 21. árs afmælið sitt í gær og fagnaði því með því að setja nýtt persónulegt stigamet með íslenska landsliðinu í þessum góða sigri liðsins í Laugardalshöllinni. Margrét Rósa skoraði tíu í fyrsta sinn í A-landsleik en þau komu öll á síðustu tólf mínútum leiksins og sex þeirra komu á mikilvægum tveggja mínútna kafla í fjórða leikhlutanum. Margrét Rósa gaf einnig þrjár stoðsendingar sem er það mesta sem hún hefur gefið í einum A-landsleik. Margrét Rósa var ekki sú eina í liðinu sem setti persónuleg met því það gerði einnig miðherjinn Hildur Björg Kjartansdóttir. Hildur var með 14 stig og 8 fráköst í leiknum í gær og bæði voru það persónuleg met hjá henni með A-landsliðinu. Hildur skoraði líka tvær þriggja stiga körfur sem hún hafði ekki náð áður í leik með landsliðinu. Hún hafði skorað samtals einn þrist í fyrstu níu landsleikjunum sínum. Margrét Rósa hafði mest áður skorað 9 stig á móti Gíbraltar á Evrópumóti smáþjóða í fyrrasumar en Hildur hafði mest skorað 13 stig í vináttulandsleik á móti Danmörku í Stykkishólmi í fyrrasumar. Margrét Rósa og Hildur Björg eru báðar nýkomnar heim frá Bandaríkjunum þar sem að þær stunduðu nám á fyrsta ári í vetur og spiluðu auk þess með körfuboltaliðum skóla sinna sem báðir eru í 1. deild bandaríska háskólaboltans. Hildur Björg spilaði með University of Texas–Pan American, UTPA, sem er í Edinburg í suður Texas-fylki en Margrét Rósa spilaði með Canisius Collage sem er Buffalo í norður New York fylki. Hildur Björg kemur frá Snæfelli þar sem hún varð Íslandsmeistari 2014 en Margrét Rósa er frá Haukum þar sem hún varð meðal annars bikarmeistari 2014. Það er ekki hægt að segja annað en stelpurnar hafi sýnt fram á framfarir í sínunm fyrsta A-landsleik eftir vistaskiptin yfir Atlantshafið.
Aðrar íþróttir Mest lesið Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Sport Fleiri fréttir „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Sjá meira