Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Malta 83-73 | Öruggt eftir erfiða byrjun Tómas Þór Þórðarson í Laugardalshöll skrifar 2. júní 2015 21:00 Hildur Björg Kjartansdóttir skorar tvö af fjórtán stigum sínum með fjórar maltneskar í kringum sig. vísir/karfan.is Stelpurnar okkar í íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta unnu fyrsta leik sinn á Smáþjóðaleikunum í kvöld þegar það lagði vel spilandi og baráttuglatt lið Möltu með tíu stigum í Laugardalshöll, 83-73. Leikurinn byrjaði alveg hræðilega hjá íslenska liðinu sem lenti 10-0 undir og var átta stigum undir eftir fyrsta leikhluta, 24-16. Það gekk lítið sem ekkert í sóknarleiknum, en fyrstu tólf mínútur leiksins tapaði íslenska liðið boltanum níu sinnum og fékk á sig auðveld stig í bakið. Helena Sverrisdóttir, sem endaði stigahæst með 22 stig og sex stoðsendingar, byrjaði hægt. En eftir að hún var færð úr leikstjórnendahlutverkinu og nær körfunni fóru hlutirnir að gerast. Ísland var mest tíu stigum undir, 32-22, eftir 15 mínútur, en tók á 13-3 sprett og jafnt var í hálfleik, 35-35. Ísland tapaði ekki boltanum aftur í fyrri hálfleik sem hjálpaði til við endurkomuna. Þar munaði mikið um Helenu sem raðaði niður hverju stiginu á fætur annarri þegar hún fór að ráðast á körfuna. Þjálfari Möltu reyndi að taka leikhlé og kenna sínum stúlkum að spila á skærustu stjörnu íslenska liðsins en ekkert gekk. Varnarleikurinn var þó kveikjan að sóknarleiknum. Pálína Gunnlaugsdóttir átti frábæra innkomu, en hún öskraði sínar stúlkur í gang, spilaði sterka vörn og skoraði svo þrjár þriggja stiga körfur í seinni hálfleik. Pálína alltaf verið stemningsleikmaður og það skilaði sér í dag. Framan af leik fengu Maltverjar aðeins of auðveldar körfur þegar þeir sóttu inn í teiginn, en fljótlega fór Hildur Björg Kjartansdóttir (14 stig og 8 fráköst) að hafa betri tök á varnarleiknum undir körfunni í samstarfi við liðsfélaga sína. Seinni hálfleikurinn var Íslands allan tímann þó Malta hafi nokkrum sinnum náð að minnka muninn niður í tvö til þrjú stig. Það var aldrei spurning um hvoru megin sigurinn myndi enda. Þegar mest á reyndi undir lokin var Margrét Rósa Hálfdánardóttir betri en engin. Hún skoraði sex stig í röð í fjórða leikhluta og endaði með tíu stig. Virkilega öflugt framlag á síðasta hluta leiksins. Fyrir utan Helenu dreifðist stigaskorið vel hjá íslenska liðinu sem spilaði mun betur í seinni hálfleik. Fyrstu tólf mínúturnar var liðið aðeins að hlaupa af sér hornin en í síðari hálfleik sýndu stelpurnar góðan leik. Næsti leikur Íslands er gegn Mónakó á fimmtudaginn, en vinnist sá leikur er búist við úrslitaleik gegn Lúxemborg á laugardaginn. Sömu lið mættust í úrslitum á síðustu Smáþjóðaleikum.Pálína: Orðin þreytt á öðru sæti "Mér fannst við heldur lengi í gang. Kannski vorum ryðgaðar. Við skulum bara segja að við vorum að slípa okkur saman," sagði Pálína Gunnlaugsdóttir, leikmaður íslenska liðsins, við Vísi eftir leik. "Við skoruðum ekki stig fyrstu fimm eða sex mínúturnar. Það setti strik í reikninginn því maður þarf að fá einhverjar auðveldar körfur til að fá smá sjálfstraust." Íslenska liðið tók sig saman í andlitinu snemma í öðrum leikhluta og var búið að jafna fyrir lok fyrri hálfleiks. "Þegar við þéttum aðeins í vörninni og fórum að vera nær þeim og hleyptum þeim ekki auðveldlega í gegnum skrínin þá kom þetta," sagði Pálína. "það kom aðeins meiri barátta í liðið, meiri læti, stemning og dramatík þá fór þetta að gerast og það hjálpaði okkur fannst mér." Pálína skoraði þrjár þriggja stiga körfur í seinni hálfleik, en hún hefði viljað sjá skot detta úr teignum. "Mér leið vel, en ég skoraði engan tvist í dag. Vonandi koma þeir í næsta leik," sagði hún og hló. Stefnan er einföld hjá íslenska liðinu á Smáþjóðaleikunum. "Við erum með flott lið. Við lentum í öðru sæti á Smáþjóðaleikunum fyrir tveimur árum og á Evrópumótinu í fyrra. Ég er orðin ansi þreytt á þessu öðru sæti og því ætlum við að sækja til sigurs hér heima," sagði Pálína Gunnlaugsdóttir.Helena: Þurftum að koma okkur út úr þessu bulli "Þetta var bara stress og spenna í byrjun," sagði stigahæsti leikmaður íslenska liðsins, Helena Sverrisdóttir, við Vísi um skelfilega byrjun stelpnanna í leiknum í kvöld. "Við þurftum bara að koma þessu bulli út í byrjun og svo róaðist þetta og við fórum að spila vörn. Við spiluðum náttúrlega enga vörn í byrjun." Íslenska liðið tók einn æfingaleik fyrir mótið en þær eru búnar að æfa í nokkrar vikur saman og því var spenna að komast út á gólf. "Við erum búnar að bíða eftir þessu í svolítinn tíma. Við erum búnar að vera að æfa saman í þrjár vikur og taka einn æfingaleik," sagði Helena. "Við erum bara búnar að vera að æfa á móti hverri annarri en nú fengum við fyrsta leik og erum komnar af stað. Það er líka spenna að vera að spila hér heima á Íslandi. Það er alltaf sérstakt. Það tók bara smá tíma að koma okkur í gang." Leikur íslenska liðsins batnaði til muna snemma í öðrum leikhluta, en liðið smellti í lás í vörninni, tók á 13-3 sprett og jafnaði metin fyrir lok fyrri hálfleiks. "Okkar leikur er þannig að við þurfum að fá stopp og opna völlinn. Þá gengur þetta hjá okkur," sagði Helena. "Í byrjun var leikurinn ekki eins og við viljum hafa hann. Það var dauður bolti í hvert einasta skipti. Við viljum hafa svolítið opinn völl - þannig blómstrum við." "Við erum stemningslið og því þurfum við að passa að vera ekki svona mikið upp og niður. Mér fannst við spila bara mjög vel í dag, en við verðum að spila til að verða betri." Aðspurð hvort íslenska liðið ætli ekki að hefna fyrir ófarirnar í úrslitaleiknum fyrir tveimur árum og vinna gullið sagði Helena að lokum: "Við ætlum að vinna þetta. Það er stefnan."Ísland - Malta 83-73 (16-24, 19-11, 27-19, 21-19)Ísland: Helena Sverrisdóttir 22/4 fráköst/6 stoðsendingar/6 stolnir, Hildur Björg Kjartansdóttir 14/8 fráköst, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 10, Pálína María Gunnlaugsdóttir 9/4 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 9, Sara Rún Hinriksdóttir 7, Gunnhildur Gunnarsdóttir 5, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 4, Bryndís Guðmundsdóttir 2/4 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 1.Malta: Ashley Vella 12/9 fráköst/3 varin skot, Christina Grima 12, Josephine Grima 12/4 varin skot, Nicola Handreck 11/7 fráköst, Stephanie De Martino 10/4 fráköst, Rebecca Thoresen Brincat 7, Samantha Maree Brincat 5, Elena Cassar 4.Leiklýsing: Ísland - Malta40. mín (83-73) LEIK LOKIÐ! Íslenska liðið byrjar Smáþjóðaleikana með sigri. Erfitt til að byrja með en okkar stelpur voru betri í seinni hálfleiknum.39. mín (80-67) Pálína neglir niður sínum þriðja þristi í seinni hálfleiknum. Er með 50 prósent nýtingu fyrir utan línuna. Þrettán stiga munur þegar sléttar tvær mínútur eru eftir og Malta tekur aftur leikhlé.38. mín (77-67) Sigrún Sjöfn skorar þriggja stiga körfu. Boltinn skoppar af hringnum og ofan í. Þokkaleg heppni en við tökum hana! Tíu stiga munur.37. mín(74-67) Helena gerir frábærlega í að koma sér í skot við körfuna en hittir ekki. Hildur Björg stekkur hæst, hirðir sóknarfrákastið og skorar mikilvæga körfu. Þjálfari Möltu tekur leikhlé þegar 3:22 eru eftir. Hildur er komin með fjórar villur.35. mín (72-65) Liðin skiptast á að skora núna. Ragna Margrét skorar fyrir Ísland og ver svo skot frá Thoresen. Hinum megin bætir Margrét við enn einni körfunni eftir stoðsendingu frá Helenu. Sex stig á skömmum tíma frá Margréti og munurinn sjö stig núna. Þægilegra.34. mín (68-63) Margrét Rósa skorar langan tvist fyrir Ísland en Thoresen svarar hinum megin. Vonandi er ekki að kvikna á henni núna. Margrét tekur sig þá til og skorar aftur úr teignum af löngu færi. Mætti bara stíga út fyrir línuna, hún Margrét. Góðar körfur.33. mín (64-61) Rebecca Thoresen skorar úr vítaskoti. Aðeins þriðja fimmta hennar í leiknum. Er ekkert að hitta. Sem betur fer. Munurinn aðeins þrjú stig og sóknarleikurinn aftur til vandræða hjá Íslandi.31. mín (64-58) Malta skorar fyrstu fjögur stig fjórða leikhluta en Sigrún Sjöfn svarar svo fyrir Ísland.30. mín (62-54) Þriðja leikhluta lokið. Stephanie De Martino skorar síðustu stigin í fjórðungnum. Ísland með átta stiga forystu fyrir síðustu tíu mínúturnar. Enn fær maltneska liðið að heyra það frá Angelu Adamoli, þjálfara. Hildur Björg er með þrjár villur líkt og Pálína. Helana er stigahæst með 22 stig.28. mín (60-50) Nú eru okkar stelpur að síga fram úr. Margrét Rósa Hálfdánardóttir sækir að körfunni og skýtur úr erfiðri stöðu en hittir.27. mín (56-50) Stelpurnar okkar aðeins farnar að tapa boltanum aftur í sóknarleiknum. Malta fær auðveld stig en Sigrún Sjöfn heldur muninum í sex stigum með sterkri körfu.25. mín (51-48) Nicola Handreck lætur til sín taka og skorar fimm stig í röð, þar af einn þrist. Helena er áfram í stuði og skorar fyrir Ísland. Þetta er allt annað líf eftir að hún hætti að stýra leiknum og fór að sækja undir körfuna. Komin með 20 stig.24. mín (49-41) Pálína hefur heldur betur sparkað í rassinn á liðinu. Lætur vel heyra í sér, spilar frábæra vörn og skorar nú aðra þriggja stiga körfuna í seinni hálfleik. Átta stiga munur og Angela tekur leikhlé.23. mín (46-41) Helena skorar flotta körfu og fær vítaskot sem hún nýtir. KOmin með 18 stig og Ísland með fimm stiga forskot.22. mín (43-38) Gunnhildur Gunnars neglir öðrum þristi fyrir Ísland og svo stelur Helena boltanum og skorar úr hraðaupphlaupi. Þetta er allt annað!21. mín (38-38) Pálína Gunnlaugsdóttir byrjar seinni hálfleikinn með þriggja stiga körfu en Maltverjar svara með einni slíkri á móti.Tölfræði úr fyrri hálfleik: Helena Sverrisdóttir er stigahæst hjá Íslandi með 13 stig eftir frekar rólega byrjun. Sara Rún Hinriksdóttir er með sjö stig og Hildur Björg sex stig. Ísland er að skjóta 40 prósent úr teignum og 25 prósent fyrir utan en Malta er 48 prósent í teignum og 67 prósent fyrir utan þriggja stiga línuna. Ísland tapaði níu boltum á fyrstu tólf mínútunum en tapaði ekki bolta eftir það sem útskýrir hvernig sóknarleikurinn komst loks í lag. Ísland er að vinna frákastabaráttuna, 18-16.20. mín (35-35) Hálfleikur. Ísland kemst yfir í síðustu sókn sinni; glæsilegt sniðskot hjá Gunnhildi. Malta nær að skora flautukörfu og jafna aftur og staðan 35-35 í hálfleik. Ísland var mest 32-22 undir og kláraði hálfleikinn með 13-3 spretti. Vel gert.19. mín (33-33) Helena stelur boltanum og gefur á Sigrúnu Sjöfn sem skorar úr hraðaupphlaupi og jafnar leikinn!19. mín (31-33) Enn skorar Helena og allt í einu komin með 13 stig. Bryndís Guðmundsdóttir bætir við tveimur stigum. Munurinn aðeins tvö stig núna og Angela, þjálfari Möltu, tekur leikhlé. Hún gjörsamlega sturlast á sínar stelpur.18. mín (27-33) Helena heldur áfram að sækja á körfunni eftir stutt hlé og skorar. Komin með ellefu stig og munurinn sex stig. Það er MIKIÐ flautað í þessum leik og hálfeikurinn orðinn ansi langur. Liðin samtals með 23 villur.16. mín (24-33) Hildur Björg Kjartansdóttir fær sína þriðju villu. Einum dómaranum í tríóinu, Rune Larsen, finnst alveg svakalega gaman að blása í flautuna. Ívar Ásgríms er orðinn nett pirraður.16. mín (24-33) Villusöfnun aftur með mesta móti. Rétt rúmar fimm mínútur búnar af öðrum leikhluta og Malta komin í bónus. Nicola Handreck, Ástralinn, setur niður eitt vítaskot af tveimur.14. mín (24-32) Aftur sækir Helena að körfunni og leggur niður mjúkt sniðskot. Það dugar ekki til því Malta heldur áfram að spila flottan sóknarleik og skora nánast í hverri sókn. Helena virðist þó vera komin í gang því hún setur niður þriðju körfuna í röð. "Þessi númer 4 má ALDREI vera ein. Það er aðalreglan hjá okkur," segir þjálfari Möltu í leikhléi sem hún tekur um leið.13. mín (18-29) Helena skorar fyrstu körfuna sína úr opnum leik með glæsilegu sniðskoti aftur fyrir sig. Virkilega snyrtilegt. Hinum megin fer Malta á línuna og Ashley Vella setur niður eitt vítaskot.12. mín (16-27) Níundi tapaði boltinn hjá íslenska liðinu og Malta refsar með tveimur auðveldum stigum. Þetta verður að hætta. Níu stiga munur.11. mín (16-25) Þær maltnesku byrja annan leikhluta á að setja niður eitt vítaskot eftir að okkar stelpur töpuðu boltanum. Annars sé ég núna á búningi Rebeccu Brincat að hún notast við Rebecca Thoresen. Heitir það héðan í frá.10. mín (16-24) Fyrsta leikhluta lokið. Átta stiga munur eftir fyrsta fjórðunginn. "Þær eru ekkert svo sterkar. Við erum sterkari," segir þjálfari Möltu við sínar stelpur. Þær eru allavega sterkari það sem af er. Hildi gengur svolítið erfiðlega með hina stóru Samönthu Brincat undir körfunni. Sara Rún er stigahæst hjá íslenska liðinu með sjö stig. Helena er aðeins búin að skora þrjú stig og öll úr vítum.9. mín (14-22) Okkar stelpum gengur ekki alveg nógu vel að minnka muninn enn frekar. Malta sækir stíft inn að körfunni og gengur vel að skora í þeirri stöðu. Pálína Gunnlaugsdóttir er mætt inn á og reynir að trekkja stelpurnar í gegn með smá öskri og látum. 8. mín (14-20) Malta er að skora svolítið af línunni núna enda íslenska liðið komið með sex villur líka og það maltneska í bónus. Hildur setur niður annað þriggja stiga skotið í röð.7. mín (11-16) Þriggja stiga karfa frá Hildi Björg kemur sér vel. Munurinn fimm stig. Malta er með sex villur nú þegar í leikhlutanum.7. mín (8-14) Ívar Ásgrímsson tekur leikhlé eftir tapaðan bolta. Þjálfari ítalska liðsins lætur heldur betur heyra í sér á hliðarlínunni. Kannski aðeins of því hún er orðin vel rám eftir rétt rúmar sex mínútur. Það heyrist varla hvað hún segir í leikhléinu og hún er hérna beint fyrir framan mig. Gefur sig alla í þetta, Angela.6. mín (8-14) Sara, ó Sara. Kemur inn, spilar frábæran varnarleik og setur nú niður þriggja stiga skot. Munurinn sex stig. Þetta er mun betra. Helena líka að spila flotta vörn á súperstjörnuna Brincat.5. mín (4-12) Maltneska liðið safnar villum á fyrstu mínútunum og það íslenska er komið í bónus eftir fjórar og 15. Helena fær tvö víti, nýtir bæði og minnkar muninn.4. mín (2-10) Sara Rún Hinriksdóttir kemur inn á fyrir Bryndísi, fær tvö víti og skorar úr þeim báðum.4. mín (0-10) Enn einn tapaður bolti og Malta fer upp og skorar. Þetta lítur alveg hræðilega út til að byrja með.3. mín (0-8) Ashley Vella bætir við þriggja stiga körfu fyrir Möltu sem byrja þennan leik frábærlega.3. mín(0-5) Ekkert gengur í sóknarleiknum hjá okkar stelpum. Aðeins komið einu skoti á körfuna sem geigaði.2. mín (0-5) Brincat bætir við góðri körfu eftir laglega sókn Möltu. Vel spilað.1. mín (0-3) Leikurinn er hafinn. Byrjunarlið Íslands: Gunnhildur, Helena, Sigrún Sjöfn, Bryndís, Hildur Björg. Gestirnir byrja á þriggja stiga körfu. Hana gerir Stephanie De Martino.Fyrir leik: Leikmannakynning er hafin. Næst þjóðsöngvar og svo byrjar þetta.Fyrir leik: Einum leik er lokið í körfuboltakeppni kvenna á Smáþjóðaleikunum. Lúxemborg valtaði yfir Mónakó, 88-55, fyrr í dag. Lúxemborg með gott lið sem vann fyrir tveimur árum á heimavelli.Fyrir leik: Þjálfari Möltu er Angela Adamoli, fyrrverandi landsliðsmaður Ítalíu sem fædd er 1972. Hún stýrir upphitun sinna kvenna af miklum krafti.Fyrir leik: Í liði Möltu eru tveir Ástralir; Nicola Handreck og Rebecca Thoresen Brincat. Brincat er mikil hetja, fædd 1978, sem er nýkomin úr barneignarleyfi. Maltneska liðið er allt annað með hana innanborðs og jafnvel líklegt til sigurs. Brincat hefur margsinnis orðið meistari í Þýskalandi og er alveg frábær körfuboltakona. Við vonum bara að skærasta stjarnan okkar, Helena Sverris, skjóti Brincat í kaf.Fyrir leik: Baldur Ragnarsson, leikstjórnandi Þórs Þorlákshafnar í Dominos-deild karla, stýrir upphitun stelpnanna. Baldur er færasti einkaþjálfarinn í vatnsbænum Þorlákshöfn og var t.a.m. með Ragnar hinn stór Nathanaelsson í miklu prógrammi. Fagmaður, Ragnar.Fyrir leik: Stelpurnar eru mættar til leiks og byrjaðar að hita upp. Hér í Laugardalshöllinni rúllar þetta fínt. Leikur karlaliða Lúxemborgar og Svartfjallalands lauk með öruggum sigri Svartfellinga og næstur á dagskrá er leikurinn hjá stelpunum okkar.Fyrir leik: Þjálfari íslenska liðsins er Ívar Ásgrímsson, þjálfari karlaliðs Hauka. Hann er fyrsti þjálfarinn í 22 ár sem nær því að fara með kvennaliðið á tvenna Smáþjóðaleika. Sex íslenskir þjálfarar hafa farið einu sinni með konurnar á Smáþjóðaleika en Sverrir Þór Sverisson var þjálfari liðsins á síðustu Smáþjóðaleikum sem fóru fram í Lúxemborg 2013.Fyrir leik: Stelpurnar okkar höfnuðu í öðru sæti fyrir tveimur árum, en þær töpuðu þá úrslitaleik mótsins gegn Lúxemborg með þremur stigum. Þær ætla svo sannarlega að svara fyrir það á heimavelli, en leikurinn gegn Lúxurum á laugardaginn gæti orðið úrslitaleikurinn.Fyrir leik: Þrír leikmenn í íslenska hópnum hafa ekki misst úr landsleik frá því að kvennalandsliðið var endurvakið fyrir þremur árum. Þetta eru þær Helena Sverrisdóttir, Pálína Gunnlaugsdóttir og Gunnhildur Gunnarsdóttir sem hafa spilað alla þrettán leiki liðsins frá 2012 til 2014. Tvær aðrar voru líka búnar að spila þessa þrettán leiki en það eru þær Hildur Sigurðardóttir og María Ben Erlingsdóttir sem eru ekki með að þessu sinni.Fyrir leik: Ein breyting var gerð á íslenska liðinu eftir að hópurinn var tilkynntur. Ingunn Embla Kristínardóttir, leikmaður Keflavíkur, er meidd og getur ekki tekið þátt. Í staðinn var kölluð inn Auður Írís Ólafsdóttir, dóttir Ólafs Rafnssonar heitins. Hún er leikmaður Hauka.Fyrir leik: Stelpurnar spila aftur á fimmtudaginn gegn Mónakó og svo þriðja leikinn á laugardaginn gegn Lúxemborg sem gæti orðið úrslitaleikur mótsins. Fjögur lið eru mætt til leiks og spila allir við alla.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð og velkomin með Vísi í Laugardalshöll. Hér verður fylgst með fyrsta leik íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta á Smáþjóðaleikunum. Fyrsti mótherjinn er Malta.Lið Íslands: Auður Írís Ólafsdóttir, Bryndís Guðmundsdóttir, Guðbjörg Sverrisdóttir, Gunnhildur Gunnarsdóttir, Helena Sverrisdóttir, HIldur Björg Kjartansdóttir, Margrét Rósa Hákonardóttir, Pálína Gunnlaugsdóttir, Ragna Margrét Brynjarsdóttir, Petrúnella Skúladóttir, Sara Rún Hinriksdóttir, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Sjá meira
Stelpurnar okkar í íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta unnu fyrsta leik sinn á Smáþjóðaleikunum í kvöld þegar það lagði vel spilandi og baráttuglatt lið Möltu með tíu stigum í Laugardalshöll, 83-73. Leikurinn byrjaði alveg hræðilega hjá íslenska liðinu sem lenti 10-0 undir og var átta stigum undir eftir fyrsta leikhluta, 24-16. Það gekk lítið sem ekkert í sóknarleiknum, en fyrstu tólf mínútur leiksins tapaði íslenska liðið boltanum níu sinnum og fékk á sig auðveld stig í bakið. Helena Sverrisdóttir, sem endaði stigahæst með 22 stig og sex stoðsendingar, byrjaði hægt. En eftir að hún var færð úr leikstjórnendahlutverkinu og nær körfunni fóru hlutirnir að gerast. Ísland var mest tíu stigum undir, 32-22, eftir 15 mínútur, en tók á 13-3 sprett og jafnt var í hálfleik, 35-35. Ísland tapaði ekki boltanum aftur í fyrri hálfleik sem hjálpaði til við endurkomuna. Þar munaði mikið um Helenu sem raðaði niður hverju stiginu á fætur annarri þegar hún fór að ráðast á körfuna. Þjálfari Möltu reyndi að taka leikhlé og kenna sínum stúlkum að spila á skærustu stjörnu íslenska liðsins en ekkert gekk. Varnarleikurinn var þó kveikjan að sóknarleiknum. Pálína Gunnlaugsdóttir átti frábæra innkomu, en hún öskraði sínar stúlkur í gang, spilaði sterka vörn og skoraði svo þrjár þriggja stiga körfur í seinni hálfleik. Pálína alltaf verið stemningsleikmaður og það skilaði sér í dag. Framan af leik fengu Maltverjar aðeins of auðveldar körfur þegar þeir sóttu inn í teiginn, en fljótlega fór Hildur Björg Kjartansdóttir (14 stig og 8 fráköst) að hafa betri tök á varnarleiknum undir körfunni í samstarfi við liðsfélaga sína. Seinni hálfleikurinn var Íslands allan tímann þó Malta hafi nokkrum sinnum náð að minnka muninn niður í tvö til þrjú stig. Það var aldrei spurning um hvoru megin sigurinn myndi enda. Þegar mest á reyndi undir lokin var Margrét Rósa Hálfdánardóttir betri en engin. Hún skoraði sex stig í röð í fjórða leikhluta og endaði með tíu stig. Virkilega öflugt framlag á síðasta hluta leiksins. Fyrir utan Helenu dreifðist stigaskorið vel hjá íslenska liðinu sem spilaði mun betur í seinni hálfleik. Fyrstu tólf mínúturnar var liðið aðeins að hlaupa af sér hornin en í síðari hálfleik sýndu stelpurnar góðan leik. Næsti leikur Íslands er gegn Mónakó á fimmtudaginn, en vinnist sá leikur er búist við úrslitaleik gegn Lúxemborg á laugardaginn. Sömu lið mættust í úrslitum á síðustu Smáþjóðaleikum.Pálína: Orðin þreytt á öðru sæti "Mér fannst við heldur lengi í gang. Kannski vorum ryðgaðar. Við skulum bara segja að við vorum að slípa okkur saman," sagði Pálína Gunnlaugsdóttir, leikmaður íslenska liðsins, við Vísi eftir leik. "Við skoruðum ekki stig fyrstu fimm eða sex mínúturnar. Það setti strik í reikninginn því maður þarf að fá einhverjar auðveldar körfur til að fá smá sjálfstraust." Íslenska liðið tók sig saman í andlitinu snemma í öðrum leikhluta og var búið að jafna fyrir lok fyrri hálfleiks. "Þegar við þéttum aðeins í vörninni og fórum að vera nær þeim og hleyptum þeim ekki auðveldlega í gegnum skrínin þá kom þetta," sagði Pálína. "það kom aðeins meiri barátta í liðið, meiri læti, stemning og dramatík þá fór þetta að gerast og það hjálpaði okkur fannst mér." Pálína skoraði þrjár þriggja stiga körfur í seinni hálfleik, en hún hefði viljað sjá skot detta úr teignum. "Mér leið vel, en ég skoraði engan tvist í dag. Vonandi koma þeir í næsta leik," sagði hún og hló. Stefnan er einföld hjá íslenska liðinu á Smáþjóðaleikunum. "Við erum með flott lið. Við lentum í öðru sæti á Smáþjóðaleikunum fyrir tveimur árum og á Evrópumótinu í fyrra. Ég er orðin ansi þreytt á þessu öðru sæti og því ætlum við að sækja til sigurs hér heima," sagði Pálína Gunnlaugsdóttir.Helena: Þurftum að koma okkur út úr þessu bulli "Þetta var bara stress og spenna í byrjun," sagði stigahæsti leikmaður íslenska liðsins, Helena Sverrisdóttir, við Vísi um skelfilega byrjun stelpnanna í leiknum í kvöld. "Við þurftum bara að koma þessu bulli út í byrjun og svo róaðist þetta og við fórum að spila vörn. Við spiluðum náttúrlega enga vörn í byrjun." Íslenska liðið tók einn æfingaleik fyrir mótið en þær eru búnar að æfa í nokkrar vikur saman og því var spenna að komast út á gólf. "Við erum búnar að bíða eftir þessu í svolítinn tíma. Við erum búnar að vera að æfa saman í þrjár vikur og taka einn æfingaleik," sagði Helena. "Við erum bara búnar að vera að æfa á móti hverri annarri en nú fengum við fyrsta leik og erum komnar af stað. Það er líka spenna að vera að spila hér heima á Íslandi. Það er alltaf sérstakt. Það tók bara smá tíma að koma okkur í gang." Leikur íslenska liðsins batnaði til muna snemma í öðrum leikhluta, en liðið smellti í lás í vörninni, tók á 13-3 sprett og jafnaði metin fyrir lok fyrri hálfleiks. "Okkar leikur er þannig að við þurfum að fá stopp og opna völlinn. Þá gengur þetta hjá okkur," sagði Helena. "Í byrjun var leikurinn ekki eins og við viljum hafa hann. Það var dauður bolti í hvert einasta skipti. Við viljum hafa svolítið opinn völl - þannig blómstrum við." "Við erum stemningslið og því þurfum við að passa að vera ekki svona mikið upp og niður. Mér fannst við spila bara mjög vel í dag, en við verðum að spila til að verða betri." Aðspurð hvort íslenska liðið ætli ekki að hefna fyrir ófarirnar í úrslitaleiknum fyrir tveimur árum og vinna gullið sagði Helena að lokum: "Við ætlum að vinna þetta. Það er stefnan."Ísland - Malta 83-73 (16-24, 19-11, 27-19, 21-19)Ísland: Helena Sverrisdóttir 22/4 fráköst/6 stoðsendingar/6 stolnir, Hildur Björg Kjartansdóttir 14/8 fráköst, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 10, Pálína María Gunnlaugsdóttir 9/4 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 9, Sara Rún Hinriksdóttir 7, Gunnhildur Gunnarsdóttir 5, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 4, Bryndís Guðmundsdóttir 2/4 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 1.Malta: Ashley Vella 12/9 fráköst/3 varin skot, Christina Grima 12, Josephine Grima 12/4 varin skot, Nicola Handreck 11/7 fráköst, Stephanie De Martino 10/4 fráköst, Rebecca Thoresen Brincat 7, Samantha Maree Brincat 5, Elena Cassar 4.Leiklýsing: Ísland - Malta40. mín (83-73) LEIK LOKIÐ! Íslenska liðið byrjar Smáþjóðaleikana með sigri. Erfitt til að byrja með en okkar stelpur voru betri í seinni hálfleiknum.39. mín (80-67) Pálína neglir niður sínum þriðja þristi í seinni hálfleiknum. Er með 50 prósent nýtingu fyrir utan línuna. Þrettán stiga munur þegar sléttar tvær mínútur eru eftir og Malta tekur aftur leikhlé.38. mín (77-67) Sigrún Sjöfn skorar þriggja stiga körfu. Boltinn skoppar af hringnum og ofan í. Þokkaleg heppni en við tökum hana! Tíu stiga munur.37. mín(74-67) Helena gerir frábærlega í að koma sér í skot við körfuna en hittir ekki. Hildur Björg stekkur hæst, hirðir sóknarfrákastið og skorar mikilvæga körfu. Þjálfari Möltu tekur leikhlé þegar 3:22 eru eftir. Hildur er komin með fjórar villur.35. mín (72-65) Liðin skiptast á að skora núna. Ragna Margrét skorar fyrir Ísland og ver svo skot frá Thoresen. Hinum megin bætir Margrét við enn einni körfunni eftir stoðsendingu frá Helenu. Sex stig á skömmum tíma frá Margréti og munurinn sjö stig núna. Þægilegra.34. mín (68-63) Margrét Rósa skorar langan tvist fyrir Ísland en Thoresen svarar hinum megin. Vonandi er ekki að kvikna á henni núna. Margrét tekur sig þá til og skorar aftur úr teignum af löngu færi. Mætti bara stíga út fyrir línuna, hún Margrét. Góðar körfur.33. mín (64-61) Rebecca Thoresen skorar úr vítaskoti. Aðeins þriðja fimmta hennar í leiknum. Er ekkert að hitta. Sem betur fer. Munurinn aðeins þrjú stig og sóknarleikurinn aftur til vandræða hjá Íslandi.31. mín (64-58) Malta skorar fyrstu fjögur stig fjórða leikhluta en Sigrún Sjöfn svarar svo fyrir Ísland.30. mín (62-54) Þriðja leikhluta lokið. Stephanie De Martino skorar síðustu stigin í fjórðungnum. Ísland með átta stiga forystu fyrir síðustu tíu mínúturnar. Enn fær maltneska liðið að heyra það frá Angelu Adamoli, þjálfara. Hildur Björg er með þrjár villur líkt og Pálína. Helana er stigahæst með 22 stig.28. mín (60-50) Nú eru okkar stelpur að síga fram úr. Margrét Rósa Hálfdánardóttir sækir að körfunni og skýtur úr erfiðri stöðu en hittir.27. mín (56-50) Stelpurnar okkar aðeins farnar að tapa boltanum aftur í sóknarleiknum. Malta fær auðveld stig en Sigrún Sjöfn heldur muninum í sex stigum með sterkri körfu.25. mín (51-48) Nicola Handreck lætur til sín taka og skorar fimm stig í röð, þar af einn þrist. Helena er áfram í stuði og skorar fyrir Ísland. Þetta er allt annað líf eftir að hún hætti að stýra leiknum og fór að sækja undir körfuna. Komin með 20 stig.24. mín (49-41) Pálína hefur heldur betur sparkað í rassinn á liðinu. Lætur vel heyra í sér, spilar frábæra vörn og skorar nú aðra þriggja stiga körfuna í seinni hálfleik. Átta stiga munur og Angela tekur leikhlé.23. mín (46-41) Helena skorar flotta körfu og fær vítaskot sem hún nýtir. KOmin með 18 stig og Ísland með fimm stiga forskot.22. mín (43-38) Gunnhildur Gunnars neglir öðrum þristi fyrir Ísland og svo stelur Helena boltanum og skorar úr hraðaupphlaupi. Þetta er allt annað!21. mín (38-38) Pálína Gunnlaugsdóttir byrjar seinni hálfleikinn með þriggja stiga körfu en Maltverjar svara með einni slíkri á móti.Tölfræði úr fyrri hálfleik: Helena Sverrisdóttir er stigahæst hjá Íslandi með 13 stig eftir frekar rólega byrjun. Sara Rún Hinriksdóttir er með sjö stig og Hildur Björg sex stig. Ísland er að skjóta 40 prósent úr teignum og 25 prósent fyrir utan en Malta er 48 prósent í teignum og 67 prósent fyrir utan þriggja stiga línuna. Ísland tapaði níu boltum á fyrstu tólf mínútunum en tapaði ekki bolta eftir það sem útskýrir hvernig sóknarleikurinn komst loks í lag. Ísland er að vinna frákastabaráttuna, 18-16.20. mín (35-35) Hálfleikur. Ísland kemst yfir í síðustu sókn sinni; glæsilegt sniðskot hjá Gunnhildi. Malta nær að skora flautukörfu og jafna aftur og staðan 35-35 í hálfleik. Ísland var mest 32-22 undir og kláraði hálfleikinn með 13-3 spretti. Vel gert.19. mín (33-33) Helena stelur boltanum og gefur á Sigrúnu Sjöfn sem skorar úr hraðaupphlaupi og jafnar leikinn!19. mín (31-33) Enn skorar Helena og allt í einu komin með 13 stig. Bryndís Guðmundsdóttir bætir við tveimur stigum. Munurinn aðeins tvö stig núna og Angela, þjálfari Möltu, tekur leikhlé. Hún gjörsamlega sturlast á sínar stelpur.18. mín (27-33) Helena heldur áfram að sækja á körfunni eftir stutt hlé og skorar. Komin með ellefu stig og munurinn sex stig. Það er MIKIÐ flautað í þessum leik og hálfeikurinn orðinn ansi langur. Liðin samtals með 23 villur.16. mín (24-33) Hildur Björg Kjartansdóttir fær sína þriðju villu. Einum dómaranum í tríóinu, Rune Larsen, finnst alveg svakalega gaman að blása í flautuna. Ívar Ásgríms er orðinn nett pirraður.16. mín (24-33) Villusöfnun aftur með mesta móti. Rétt rúmar fimm mínútur búnar af öðrum leikhluta og Malta komin í bónus. Nicola Handreck, Ástralinn, setur niður eitt vítaskot af tveimur.14. mín (24-32) Aftur sækir Helena að körfunni og leggur niður mjúkt sniðskot. Það dugar ekki til því Malta heldur áfram að spila flottan sóknarleik og skora nánast í hverri sókn. Helena virðist þó vera komin í gang því hún setur niður þriðju körfuna í röð. "Þessi númer 4 má ALDREI vera ein. Það er aðalreglan hjá okkur," segir þjálfari Möltu í leikhléi sem hún tekur um leið.13. mín (18-29) Helena skorar fyrstu körfuna sína úr opnum leik með glæsilegu sniðskoti aftur fyrir sig. Virkilega snyrtilegt. Hinum megin fer Malta á línuna og Ashley Vella setur niður eitt vítaskot.12. mín (16-27) Níundi tapaði boltinn hjá íslenska liðinu og Malta refsar með tveimur auðveldum stigum. Þetta verður að hætta. Níu stiga munur.11. mín (16-25) Þær maltnesku byrja annan leikhluta á að setja niður eitt vítaskot eftir að okkar stelpur töpuðu boltanum. Annars sé ég núna á búningi Rebeccu Brincat að hún notast við Rebecca Thoresen. Heitir það héðan í frá.10. mín (16-24) Fyrsta leikhluta lokið. Átta stiga munur eftir fyrsta fjórðunginn. "Þær eru ekkert svo sterkar. Við erum sterkari," segir þjálfari Möltu við sínar stelpur. Þær eru allavega sterkari það sem af er. Hildi gengur svolítið erfiðlega með hina stóru Samönthu Brincat undir körfunni. Sara Rún er stigahæst hjá íslenska liðinu með sjö stig. Helena er aðeins búin að skora þrjú stig og öll úr vítum.9. mín (14-22) Okkar stelpum gengur ekki alveg nógu vel að minnka muninn enn frekar. Malta sækir stíft inn að körfunni og gengur vel að skora í þeirri stöðu. Pálína Gunnlaugsdóttir er mætt inn á og reynir að trekkja stelpurnar í gegn með smá öskri og látum. 8. mín (14-20) Malta er að skora svolítið af línunni núna enda íslenska liðið komið með sex villur líka og það maltneska í bónus. Hildur setur niður annað þriggja stiga skotið í röð.7. mín (11-16) Þriggja stiga karfa frá Hildi Björg kemur sér vel. Munurinn fimm stig. Malta er með sex villur nú þegar í leikhlutanum.7. mín (8-14) Ívar Ásgrímsson tekur leikhlé eftir tapaðan bolta. Þjálfari ítalska liðsins lætur heldur betur heyra í sér á hliðarlínunni. Kannski aðeins of því hún er orðin vel rám eftir rétt rúmar sex mínútur. Það heyrist varla hvað hún segir í leikhléinu og hún er hérna beint fyrir framan mig. Gefur sig alla í þetta, Angela.6. mín (8-14) Sara, ó Sara. Kemur inn, spilar frábæran varnarleik og setur nú niður þriggja stiga skot. Munurinn sex stig. Þetta er mun betra. Helena líka að spila flotta vörn á súperstjörnuna Brincat.5. mín (4-12) Maltneska liðið safnar villum á fyrstu mínútunum og það íslenska er komið í bónus eftir fjórar og 15. Helena fær tvö víti, nýtir bæði og minnkar muninn.4. mín (2-10) Sara Rún Hinriksdóttir kemur inn á fyrir Bryndísi, fær tvö víti og skorar úr þeim báðum.4. mín (0-10) Enn einn tapaður bolti og Malta fer upp og skorar. Þetta lítur alveg hræðilega út til að byrja með.3. mín (0-8) Ashley Vella bætir við þriggja stiga körfu fyrir Möltu sem byrja þennan leik frábærlega.3. mín(0-5) Ekkert gengur í sóknarleiknum hjá okkar stelpum. Aðeins komið einu skoti á körfuna sem geigaði.2. mín (0-5) Brincat bætir við góðri körfu eftir laglega sókn Möltu. Vel spilað.1. mín (0-3) Leikurinn er hafinn. Byrjunarlið Íslands: Gunnhildur, Helena, Sigrún Sjöfn, Bryndís, Hildur Björg. Gestirnir byrja á þriggja stiga körfu. Hana gerir Stephanie De Martino.Fyrir leik: Leikmannakynning er hafin. Næst þjóðsöngvar og svo byrjar þetta.Fyrir leik: Einum leik er lokið í körfuboltakeppni kvenna á Smáþjóðaleikunum. Lúxemborg valtaði yfir Mónakó, 88-55, fyrr í dag. Lúxemborg með gott lið sem vann fyrir tveimur árum á heimavelli.Fyrir leik: Þjálfari Möltu er Angela Adamoli, fyrrverandi landsliðsmaður Ítalíu sem fædd er 1972. Hún stýrir upphitun sinna kvenna af miklum krafti.Fyrir leik: Í liði Möltu eru tveir Ástralir; Nicola Handreck og Rebecca Thoresen Brincat. Brincat er mikil hetja, fædd 1978, sem er nýkomin úr barneignarleyfi. Maltneska liðið er allt annað með hana innanborðs og jafnvel líklegt til sigurs. Brincat hefur margsinnis orðið meistari í Þýskalandi og er alveg frábær körfuboltakona. Við vonum bara að skærasta stjarnan okkar, Helena Sverris, skjóti Brincat í kaf.Fyrir leik: Baldur Ragnarsson, leikstjórnandi Þórs Þorlákshafnar í Dominos-deild karla, stýrir upphitun stelpnanna. Baldur er færasti einkaþjálfarinn í vatnsbænum Þorlákshöfn og var t.a.m. með Ragnar hinn stór Nathanaelsson í miklu prógrammi. Fagmaður, Ragnar.Fyrir leik: Stelpurnar eru mættar til leiks og byrjaðar að hita upp. Hér í Laugardalshöllinni rúllar þetta fínt. Leikur karlaliða Lúxemborgar og Svartfjallalands lauk með öruggum sigri Svartfellinga og næstur á dagskrá er leikurinn hjá stelpunum okkar.Fyrir leik: Þjálfari íslenska liðsins er Ívar Ásgrímsson, þjálfari karlaliðs Hauka. Hann er fyrsti þjálfarinn í 22 ár sem nær því að fara með kvennaliðið á tvenna Smáþjóðaleika. Sex íslenskir þjálfarar hafa farið einu sinni með konurnar á Smáþjóðaleika en Sverrir Þór Sverisson var þjálfari liðsins á síðustu Smáþjóðaleikum sem fóru fram í Lúxemborg 2013.Fyrir leik: Stelpurnar okkar höfnuðu í öðru sæti fyrir tveimur árum, en þær töpuðu þá úrslitaleik mótsins gegn Lúxemborg með þremur stigum. Þær ætla svo sannarlega að svara fyrir það á heimavelli, en leikurinn gegn Lúxurum á laugardaginn gæti orðið úrslitaleikurinn.Fyrir leik: Þrír leikmenn í íslenska hópnum hafa ekki misst úr landsleik frá því að kvennalandsliðið var endurvakið fyrir þremur árum. Þetta eru þær Helena Sverrisdóttir, Pálína Gunnlaugsdóttir og Gunnhildur Gunnarsdóttir sem hafa spilað alla þrettán leiki liðsins frá 2012 til 2014. Tvær aðrar voru líka búnar að spila þessa þrettán leiki en það eru þær Hildur Sigurðardóttir og María Ben Erlingsdóttir sem eru ekki með að þessu sinni.Fyrir leik: Ein breyting var gerð á íslenska liðinu eftir að hópurinn var tilkynntur. Ingunn Embla Kristínardóttir, leikmaður Keflavíkur, er meidd og getur ekki tekið þátt. Í staðinn var kölluð inn Auður Írís Ólafsdóttir, dóttir Ólafs Rafnssonar heitins. Hún er leikmaður Hauka.Fyrir leik: Stelpurnar spila aftur á fimmtudaginn gegn Mónakó og svo þriðja leikinn á laugardaginn gegn Lúxemborg sem gæti orðið úrslitaleikur mótsins. Fjögur lið eru mætt til leiks og spila allir við alla.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð og velkomin með Vísi í Laugardalshöll. Hér verður fylgst með fyrsta leik íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta á Smáþjóðaleikunum. Fyrsti mótherjinn er Malta.Lið Íslands: Auður Írís Ólafsdóttir, Bryndís Guðmundsdóttir, Guðbjörg Sverrisdóttir, Gunnhildur Gunnarsdóttir, Helena Sverrisdóttir, HIldur Björg Kjartansdóttir, Margrét Rósa Hákonardóttir, Pálína Gunnlaugsdóttir, Ragna Margrét Brynjarsdóttir, Petrúnella Skúladóttir, Sara Rún Hinriksdóttir, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Sjá meira