Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KR 0-5 | Yfirburðir KR-inga algjörir Árni Jóhannsson á Nettó-vellinum skrifar 3. júní 2015 18:30 Óskar Örn Hauksson skoraði tvö mörk í stórsigri KR á Keflavík á sunnudaginn. vísir/pjetur Það verða KR-ingar sem verða í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit Borgunarbikarsins. Þeir lögðu Keflvíkinga að velli í Keflavík 0-5, þar sem þeir höfðu öll völd á vellinum og áttu heimamenn aldrei séns á móti sterkum KR-ingum. Heimamenn voru einum færri tæpar 50 mínútur af leiknum en það hefði líklega ekki breytt neinu þótt þeir hefðu verið fullmannaðir allan leikinn. KR byrjaði leikinn mun betur og héldu góðri pressu á vörn Keflvíkinga sem komust hvorki lönd né strönd með boltann og örlaði á miklu óöryggi í varnarleik þeirra sem kom í ljós sem vandræði í því að hreinsa boltann í burtu. Pressa gestanna skilaði sér á 15. mínútu leiksins þegar Grétar Sigfinnur Sigurðarson náði að böðla boltanum yfir línuna eftir hasar í teig heimamanna eftir hornspyrnu. Keflvíkingar virtust hafa náð að bjarga á línu en línuvörðurinn flaggaði og gaf til kynna að boltinn hafi farið yfir línuna. Verðskulduð forysta gestanna staðreynd. Keflvíkingar hresstust aðeins eftir markið sem þeir fengu á sig en þá kom í ljós bitleysi sóknarleiks þeirra og náðu gestirnir fljótt aftur völdum á leiknum. Almarr Ormarsson tvöfaldaði síðan forskot gestanna þegar Keflvíkingar náðu ekki að hreinsa fyrir gjöf Arons Bjarka Jósepssonar frá og renndi hann boltanum í netið framhjá markverði Keflvíkinga. Þetta gerðist á 42. mínútu og útlitið orðið ansi dökkt hjá heimamönnum. Staða Keflvíkinga versnaði síðan tveimur mínútum síðar þegar dæmd var vítaspyrna en Unnar Már Unnarsson fékk boltann í hendina. Hann fékk rautt spjald sem ekki verður fullyrt að sé rétt. Óskar Örn Hauksson, sem líkar það mjög að skora á móti Keflvíkingum, steig á punktinn en sendi boltann nánast á sporbaug og staðan því 2-0 sem hélst þangað til í hálfleik. Sökum yfirburða KR-inga og þeirrar staðreyndar að heimamenn voru einum manni færri var aldrei spurning um sigurvegara í síðari hálfleik. KR stýrði leiknum frá A til Ö og voru í raun og veru með kennslustund í því hvernig á að spila einum manni fleiri í 45 mínútur. Það tók samt sem áður gestina 14 mínútur að skora þriðja markið en þar var á ferðinni Þorsteinn Már Ragnarsson sem var fyrstur að átta sig í teig heimamanna eftir skalla í stöng og renndi hann boltanum óáreittur í netið. Sören Fredriksen bætti við fjórða markinu og fékk hann tvær tilraunir til. Fyrra skot hans var vel varið en frákastið datt fyrir fætur hans og var eftir leikurinn auðveldur. Á 72. mínútu fengu heimamenn síðan víti og þar með tækifæri til að klóra í bakkann en lánleysi heimamanna var algjört í leiknum. Hólmar Örn Rúnarsson sendi boltann sömu leið og Óskar í fyrri hálfleik, lengst yfir markið. Guðmundur Andri Tryggvason rak síðan smiðshöggið á glæsilegan sigur gestanna þegar hann flugskallaði fyrirgjöf Pálma Rafns Pálmasonar glæsilega í netið á 82. mínútu. Leikurinn rann síðan sitt skeið og KR í pottinn fyrir dráttin í 16-liða úrslit Borgunarbikarsins. Það er ekki hægt að taka neinn út hjá KR því allir leikmenn stóðu sig feykilega vel og mátti bersýnilega sjá að KR liðið er á fínum stað þetta sumarið. Heimamenn þurfa hinsvegar að líta fast í eigin barm því nú er bikarinn farinn frá þeim og deildin lítur ekki vel út, þeir gáfu gestum sínum aldrei leik í kvöld og virtist enginn vera með hausinn rétt skrúfaðan á hjá Keflvíkingum.Bjarni Guðjónsson: Ætlum okkur að fara alla leið og verja titilin Þjálfari KR var spurður hvort leikurinn hafði verið jafnauðveldur og hann hafi litið út úr stúkunni fyrir hans menn. „Nei alls ekki. Við byrjum leikinn af krafti og einnig seinni hálfleikinn og þá verður þetta örlítið, ég ætla ekki að segja léttara, en þægilegra. Við vorum góðir fram á við og vorum fljótir að skila okkur til baka ef pressan klikkaði hjá okkur og vörðumst vel. Þetta var ekki létt en ég verð að hrósa mínum mönnum fyrir góða frammistöðu.“ Bjarni var þá spurður hvort allt sem hafði verið lagt upp með fyrir leik hafi gengið upp hjá KR. „Nokkurn veginn, þetta gekk nokkuð vel hjá okkur. Við verðum stundum kærulausir þegar líður á leikinn, það gerðist líka í seinasta leik, við þurfum að reyna að bæta það.“ „Bikarinn er skemmtileg keppni og okkur hefur gengið vel í henni undanfarin ár og ætlum okkur að fara alla leið og verja titilinn okkar í ár. Það eru engir sérstakir mótherjar, það eru fjórir leikir eftir og næsta skref verður stórt. Það er alveg sama hverjum við mætum“, sagði Bjarni um bikarvörn sinna manna og hvort einhverjir óskamótherjar væru í næstu umferð. Að lokum var Bjarni spurður að því hvort svona stórsigrar smituðust ekki yfir í deildina, þar sem KR lítur vel út. „Þetta skemmir ekki fyrir allavega. Við þurfum samt að halda báðum fótum á jörðinni og afgreiða þennan leik eins og við höfum afgreitt alla aðra. Á morgun hefst síðan undirbúningurinn fyrir sunnudaginn á móti Val.“Kristján Guðmundsson: Það er allt í „Honky dory“ Þjálfari Keflvíkinga var skilanlega ekki ánægður með sína menn og hvað þá úrslitin í kvöld. „Leikurinn var mjög lélegur hjá okkur, við gáfum þeim aldrei leik alveg frá því að leikurinn var flautaður á.“ Kristján var spurður hvort hann hefði útskýringu á frammistöðunni og þá hvar hausinn á hans mönnum væri. „Já hvar er hausinn á mönnum. Það er enginn sem tekur af skarið og tekur ábyrgð finnst mér, mér finnst það vanta að leikmenn setji það upp hjá sér að þeir ætli virkilega að vera maðurinn í leiknum. Það er alltaf verið að leita að næsta manni og það sést þegar við komumst upp að markinu, þá er leitast við að gefa boltann á næsta. Við erum kannski komnir í skelina með það og það þarf að vinna sig út úr því.“ Kristján var spurður hvort það væri komin einhver pressa á hann frá stjórninni eða áhorfendum og sagði hann „Nei, ég finn enga pressu það er búið að ræða málin og við erum allir í sama bát og róum í sömu átt. Það er allt í „Honky dory“. Við þurfum að gleyma þessari viku alfarið fyrir næsta leik, hún er farin og vera mjög einbeittir á að vera tilbúnir og vilja vera maðurinn í næsta leik.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Það verða KR-ingar sem verða í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit Borgunarbikarsins. Þeir lögðu Keflvíkinga að velli í Keflavík 0-5, þar sem þeir höfðu öll völd á vellinum og áttu heimamenn aldrei séns á móti sterkum KR-ingum. Heimamenn voru einum færri tæpar 50 mínútur af leiknum en það hefði líklega ekki breytt neinu þótt þeir hefðu verið fullmannaðir allan leikinn. KR byrjaði leikinn mun betur og héldu góðri pressu á vörn Keflvíkinga sem komust hvorki lönd né strönd með boltann og örlaði á miklu óöryggi í varnarleik þeirra sem kom í ljós sem vandræði í því að hreinsa boltann í burtu. Pressa gestanna skilaði sér á 15. mínútu leiksins þegar Grétar Sigfinnur Sigurðarson náði að böðla boltanum yfir línuna eftir hasar í teig heimamanna eftir hornspyrnu. Keflvíkingar virtust hafa náð að bjarga á línu en línuvörðurinn flaggaði og gaf til kynna að boltinn hafi farið yfir línuna. Verðskulduð forysta gestanna staðreynd. Keflvíkingar hresstust aðeins eftir markið sem þeir fengu á sig en þá kom í ljós bitleysi sóknarleiks þeirra og náðu gestirnir fljótt aftur völdum á leiknum. Almarr Ormarsson tvöfaldaði síðan forskot gestanna þegar Keflvíkingar náðu ekki að hreinsa fyrir gjöf Arons Bjarka Jósepssonar frá og renndi hann boltanum í netið framhjá markverði Keflvíkinga. Þetta gerðist á 42. mínútu og útlitið orðið ansi dökkt hjá heimamönnum. Staða Keflvíkinga versnaði síðan tveimur mínútum síðar þegar dæmd var vítaspyrna en Unnar Már Unnarsson fékk boltann í hendina. Hann fékk rautt spjald sem ekki verður fullyrt að sé rétt. Óskar Örn Hauksson, sem líkar það mjög að skora á móti Keflvíkingum, steig á punktinn en sendi boltann nánast á sporbaug og staðan því 2-0 sem hélst þangað til í hálfleik. Sökum yfirburða KR-inga og þeirrar staðreyndar að heimamenn voru einum manni færri var aldrei spurning um sigurvegara í síðari hálfleik. KR stýrði leiknum frá A til Ö og voru í raun og veru með kennslustund í því hvernig á að spila einum manni fleiri í 45 mínútur. Það tók samt sem áður gestina 14 mínútur að skora þriðja markið en þar var á ferðinni Þorsteinn Már Ragnarsson sem var fyrstur að átta sig í teig heimamanna eftir skalla í stöng og renndi hann boltanum óáreittur í netið. Sören Fredriksen bætti við fjórða markinu og fékk hann tvær tilraunir til. Fyrra skot hans var vel varið en frákastið datt fyrir fætur hans og var eftir leikurinn auðveldur. Á 72. mínútu fengu heimamenn síðan víti og þar með tækifæri til að klóra í bakkann en lánleysi heimamanna var algjört í leiknum. Hólmar Örn Rúnarsson sendi boltann sömu leið og Óskar í fyrri hálfleik, lengst yfir markið. Guðmundur Andri Tryggvason rak síðan smiðshöggið á glæsilegan sigur gestanna þegar hann flugskallaði fyrirgjöf Pálma Rafns Pálmasonar glæsilega í netið á 82. mínútu. Leikurinn rann síðan sitt skeið og KR í pottinn fyrir dráttin í 16-liða úrslit Borgunarbikarsins. Það er ekki hægt að taka neinn út hjá KR því allir leikmenn stóðu sig feykilega vel og mátti bersýnilega sjá að KR liðið er á fínum stað þetta sumarið. Heimamenn þurfa hinsvegar að líta fast í eigin barm því nú er bikarinn farinn frá þeim og deildin lítur ekki vel út, þeir gáfu gestum sínum aldrei leik í kvöld og virtist enginn vera með hausinn rétt skrúfaðan á hjá Keflvíkingum.Bjarni Guðjónsson: Ætlum okkur að fara alla leið og verja titilin Þjálfari KR var spurður hvort leikurinn hafði verið jafnauðveldur og hann hafi litið út úr stúkunni fyrir hans menn. „Nei alls ekki. Við byrjum leikinn af krafti og einnig seinni hálfleikinn og þá verður þetta örlítið, ég ætla ekki að segja léttara, en þægilegra. Við vorum góðir fram á við og vorum fljótir að skila okkur til baka ef pressan klikkaði hjá okkur og vörðumst vel. Þetta var ekki létt en ég verð að hrósa mínum mönnum fyrir góða frammistöðu.“ Bjarni var þá spurður hvort allt sem hafði verið lagt upp með fyrir leik hafi gengið upp hjá KR. „Nokkurn veginn, þetta gekk nokkuð vel hjá okkur. Við verðum stundum kærulausir þegar líður á leikinn, það gerðist líka í seinasta leik, við þurfum að reyna að bæta það.“ „Bikarinn er skemmtileg keppni og okkur hefur gengið vel í henni undanfarin ár og ætlum okkur að fara alla leið og verja titilinn okkar í ár. Það eru engir sérstakir mótherjar, það eru fjórir leikir eftir og næsta skref verður stórt. Það er alveg sama hverjum við mætum“, sagði Bjarni um bikarvörn sinna manna og hvort einhverjir óskamótherjar væru í næstu umferð. Að lokum var Bjarni spurður að því hvort svona stórsigrar smituðust ekki yfir í deildina, þar sem KR lítur vel út. „Þetta skemmir ekki fyrir allavega. Við þurfum samt að halda báðum fótum á jörðinni og afgreiða þennan leik eins og við höfum afgreitt alla aðra. Á morgun hefst síðan undirbúningurinn fyrir sunnudaginn á móti Val.“Kristján Guðmundsson: Það er allt í „Honky dory“ Þjálfari Keflvíkinga var skilanlega ekki ánægður með sína menn og hvað þá úrslitin í kvöld. „Leikurinn var mjög lélegur hjá okkur, við gáfum þeim aldrei leik alveg frá því að leikurinn var flautaður á.“ Kristján var spurður hvort hann hefði útskýringu á frammistöðunni og þá hvar hausinn á hans mönnum væri. „Já hvar er hausinn á mönnum. Það er enginn sem tekur af skarið og tekur ábyrgð finnst mér, mér finnst það vanta að leikmenn setji það upp hjá sér að þeir ætli virkilega að vera maðurinn í leiknum. Það er alltaf verið að leita að næsta manni og það sést þegar við komumst upp að markinu, þá er leitast við að gefa boltann á næsta. Við erum kannski komnir í skelina með það og það þarf að vinna sig út úr því.“ Kristján var spurður hvort það væri komin einhver pressa á hann frá stjórninni eða áhorfendum og sagði hann „Nei, ég finn enga pressu það er búið að ræða málin og við erum allir í sama bát og róum í sömu átt. Það er allt í „Honky dory“. Við þurfum að gleyma þessari viku alfarið fyrir næsta leik, hún er farin og vera mjög einbeittir á að vera tilbúnir og vilja vera maðurinn í næsta leik.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira