Karlalandsliðið í blaki fékk silfur | Vann sinn fyrsta mótsleik í þrjú ár Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. júní 2015 23:42 Íslensku strákarnir fögnuðu vel og innilega eftir að sigurinn var í höfn. mynd/ólöf sigurðar Það var allt annað að sjá til íslenska karlalandsliðsins í blaki í kvöld þegar það mætti San Marínó í hörkuleik sem endaði 3-1 fyrir Ísland og tryggði liðinu silfur um hálsinn. Ísland byrjaði fyrstu hrinu af krafti og náði góðu forskoti. Strákarnir misstu það niður undir lokinn og San Marínó náði að jafna í 23-23. Íslensku strákarnir héldu þó haus og kláruðu hrinuna 26-24. Þeir byrjuðu aðra hrinu gríðarlega vel og voru yfir alla hrinuna sem endaði 25-16. Þriðja hrinan var jöfn og spennandi til að byrja með en um miðbik hrinunnar rúllaði San Marínó fram úr íslensku strákunum með sterkum uppgjöfum fyrirliðans Francesco Tabarini og unnu hrinuna 25-19. Í fjórðu hrinu var aldrei spurning um hver hefði betur. Íslenska liðið sýndi frábæran leik og vann hrinuna sannfærandi 25-16 og þar með leikinn 3-1. Það gekk allt upp hjá liðinu í kvöld. Blokkin var vel staðsett, lágvörnin var góð, sóknarmennirnir komust í gang og minna var af óþarfa mistökum en í síðustu leikjum. Íslanenska karlalandsliðið í blaki hefur tvisvar áður unnið til verðlauna á Smáþjóðaleikunum og í bæði skiptin fengið brons, síðast árið 2009. Liðinu hefur ekki gengið vel síðustu ár og hefur til dæmis ekki unnið leik á móti síðan 2012. Sigurinn í kvöld var því langþráður. Stigahæstu leikmenn íslenska liðsins voru Hafsteinn Valdimarsson og Theódór Óskar Þorvaldsson með 14 og 11 stig. Fyrirliði San Marínó, Tabarini var með 19 stig og stigahæstur sinna manna. Aðrar íþróttir Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Ótrúlegt hetjukast varð að engu Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Sjá meira
Það var allt annað að sjá til íslenska karlalandsliðsins í blaki í kvöld þegar það mætti San Marínó í hörkuleik sem endaði 3-1 fyrir Ísland og tryggði liðinu silfur um hálsinn. Ísland byrjaði fyrstu hrinu af krafti og náði góðu forskoti. Strákarnir misstu það niður undir lokinn og San Marínó náði að jafna í 23-23. Íslensku strákarnir héldu þó haus og kláruðu hrinuna 26-24. Þeir byrjuðu aðra hrinu gríðarlega vel og voru yfir alla hrinuna sem endaði 25-16. Þriðja hrinan var jöfn og spennandi til að byrja með en um miðbik hrinunnar rúllaði San Marínó fram úr íslensku strákunum með sterkum uppgjöfum fyrirliðans Francesco Tabarini og unnu hrinuna 25-19. Í fjórðu hrinu var aldrei spurning um hver hefði betur. Íslenska liðið sýndi frábæran leik og vann hrinuna sannfærandi 25-16 og þar með leikinn 3-1. Það gekk allt upp hjá liðinu í kvöld. Blokkin var vel staðsett, lágvörnin var góð, sóknarmennirnir komust í gang og minna var af óþarfa mistökum en í síðustu leikjum. Íslanenska karlalandsliðið í blaki hefur tvisvar áður unnið til verðlauna á Smáþjóðaleikunum og í bæði skiptin fengið brons, síðast árið 2009. Liðinu hefur ekki gengið vel síðustu ár og hefur til dæmis ekki unnið leik á móti síðan 2012. Sigurinn í kvöld var því langþráður. Stigahæstu leikmenn íslenska liðsins voru Hafsteinn Valdimarsson og Theódór Óskar Þorvaldsson með 14 og 11 stig. Fyrirliði San Marínó, Tabarini var með 19 stig og stigahæstur sinna manna.
Aðrar íþróttir Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Ótrúlegt hetjukast varð að engu Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Sjá meira