Karlalandsliðið í blaki fékk silfur | Vann sinn fyrsta mótsleik í þrjú ár Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. júní 2015 23:42 Íslensku strákarnir fögnuðu vel og innilega eftir að sigurinn var í höfn. mynd/ólöf sigurðar Það var allt annað að sjá til íslenska karlalandsliðsins í blaki í kvöld þegar það mætti San Marínó í hörkuleik sem endaði 3-1 fyrir Ísland og tryggði liðinu silfur um hálsinn. Ísland byrjaði fyrstu hrinu af krafti og náði góðu forskoti. Strákarnir misstu það niður undir lokinn og San Marínó náði að jafna í 23-23. Íslensku strákarnir héldu þó haus og kláruðu hrinuna 26-24. Þeir byrjuðu aðra hrinu gríðarlega vel og voru yfir alla hrinuna sem endaði 25-16. Þriðja hrinan var jöfn og spennandi til að byrja með en um miðbik hrinunnar rúllaði San Marínó fram úr íslensku strákunum með sterkum uppgjöfum fyrirliðans Francesco Tabarini og unnu hrinuna 25-19. Í fjórðu hrinu var aldrei spurning um hver hefði betur. Íslenska liðið sýndi frábæran leik og vann hrinuna sannfærandi 25-16 og þar með leikinn 3-1. Það gekk allt upp hjá liðinu í kvöld. Blokkin var vel staðsett, lágvörnin var góð, sóknarmennirnir komust í gang og minna var af óþarfa mistökum en í síðustu leikjum. Íslanenska karlalandsliðið í blaki hefur tvisvar áður unnið til verðlauna á Smáþjóðaleikunum og í bæði skiptin fengið brons, síðast árið 2009. Liðinu hefur ekki gengið vel síðustu ár og hefur til dæmis ekki unnið leik á móti síðan 2012. Sigurinn í kvöld var því langþráður. Stigahæstu leikmenn íslenska liðsins voru Hafsteinn Valdimarsson og Theódór Óskar Þorvaldsson með 14 og 11 stig. Fyrirliði San Marínó, Tabarini var með 19 stig og stigahæstur sinna manna. Aðrar íþróttir Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Fleiri fréttir Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Sjá meira
Það var allt annað að sjá til íslenska karlalandsliðsins í blaki í kvöld þegar það mætti San Marínó í hörkuleik sem endaði 3-1 fyrir Ísland og tryggði liðinu silfur um hálsinn. Ísland byrjaði fyrstu hrinu af krafti og náði góðu forskoti. Strákarnir misstu það niður undir lokinn og San Marínó náði að jafna í 23-23. Íslensku strákarnir héldu þó haus og kláruðu hrinuna 26-24. Þeir byrjuðu aðra hrinu gríðarlega vel og voru yfir alla hrinuna sem endaði 25-16. Þriðja hrinan var jöfn og spennandi til að byrja með en um miðbik hrinunnar rúllaði San Marínó fram úr íslensku strákunum með sterkum uppgjöfum fyrirliðans Francesco Tabarini og unnu hrinuna 25-19. Í fjórðu hrinu var aldrei spurning um hver hefði betur. Íslenska liðið sýndi frábæran leik og vann hrinuna sannfærandi 25-16 og þar með leikinn 3-1. Það gekk allt upp hjá liðinu í kvöld. Blokkin var vel staðsett, lágvörnin var góð, sóknarmennirnir komust í gang og minna var af óþarfa mistökum en í síðustu leikjum. Íslanenska karlalandsliðið í blaki hefur tvisvar áður unnið til verðlauna á Smáþjóðaleikunum og í bæði skiptin fengið brons, síðast árið 2009. Liðinu hefur ekki gengið vel síðustu ár og hefur til dæmis ekki unnið leik á móti síðan 2012. Sigurinn í kvöld var því langþráður. Stigahæstu leikmenn íslenska liðsins voru Hafsteinn Valdimarsson og Theódór Óskar Þorvaldsson með 14 og 11 stig. Fyrirliði San Marínó, Tabarini var með 19 stig og stigahæstur sinna manna.
Aðrar íþróttir Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Fleiri fréttir Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Sjá meira