Karlalandsliðið í blaki fékk silfur | Vann sinn fyrsta mótsleik í þrjú ár Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. júní 2015 23:42 Íslensku strákarnir fögnuðu vel og innilega eftir að sigurinn var í höfn. mynd/ólöf sigurðar Það var allt annað að sjá til íslenska karlalandsliðsins í blaki í kvöld þegar það mætti San Marínó í hörkuleik sem endaði 3-1 fyrir Ísland og tryggði liðinu silfur um hálsinn. Ísland byrjaði fyrstu hrinu af krafti og náði góðu forskoti. Strákarnir misstu það niður undir lokinn og San Marínó náði að jafna í 23-23. Íslensku strákarnir héldu þó haus og kláruðu hrinuna 26-24. Þeir byrjuðu aðra hrinu gríðarlega vel og voru yfir alla hrinuna sem endaði 25-16. Þriðja hrinan var jöfn og spennandi til að byrja með en um miðbik hrinunnar rúllaði San Marínó fram úr íslensku strákunum með sterkum uppgjöfum fyrirliðans Francesco Tabarini og unnu hrinuna 25-19. Í fjórðu hrinu var aldrei spurning um hver hefði betur. Íslenska liðið sýndi frábæran leik og vann hrinuna sannfærandi 25-16 og þar með leikinn 3-1. Það gekk allt upp hjá liðinu í kvöld. Blokkin var vel staðsett, lágvörnin var góð, sóknarmennirnir komust í gang og minna var af óþarfa mistökum en í síðustu leikjum. Íslanenska karlalandsliðið í blaki hefur tvisvar áður unnið til verðlauna á Smáþjóðaleikunum og í bæði skiptin fengið brons, síðast árið 2009. Liðinu hefur ekki gengið vel síðustu ár og hefur til dæmis ekki unnið leik á móti síðan 2012. Sigurinn í kvöld var því langþráður. Stigahæstu leikmenn íslenska liðsins voru Hafsteinn Valdimarsson og Theódór Óskar Þorvaldsson með 14 og 11 stig. Fyrirliði San Marínó, Tabarini var með 19 stig og stigahæstur sinna manna. Aðrar íþróttir Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Sjá meira
Það var allt annað að sjá til íslenska karlalandsliðsins í blaki í kvöld þegar það mætti San Marínó í hörkuleik sem endaði 3-1 fyrir Ísland og tryggði liðinu silfur um hálsinn. Ísland byrjaði fyrstu hrinu af krafti og náði góðu forskoti. Strákarnir misstu það niður undir lokinn og San Marínó náði að jafna í 23-23. Íslensku strákarnir héldu þó haus og kláruðu hrinuna 26-24. Þeir byrjuðu aðra hrinu gríðarlega vel og voru yfir alla hrinuna sem endaði 25-16. Þriðja hrinan var jöfn og spennandi til að byrja með en um miðbik hrinunnar rúllaði San Marínó fram úr íslensku strákunum með sterkum uppgjöfum fyrirliðans Francesco Tabarini og unnu hrinuna 25-19. Í fjórðu hrinu var aldrei spurning um hver hefði betur. Íslenska liðið sýndi frábæran leik og vann hrinuna sannfærandi 25-16 og þar með leikinn 3-1. Það gekk allt upp hjá liðinu í kvöld. Blokkin var vel staðsett, lágvörnin var góð, sóknarmennirnir komust í gang og minna var af óþarfa mistökum en í síðustu leikjum. Íslanenska karlalandsliðið í blaki hefur tvisvar áður unnið til verðlauna á Smáþjóðaleikunum og í bæði skiptin fengið brons, síðast árið 2009. Liðinu hefur ekki gengið vel síðustu ár og hefur til dæmis ekki unnið leik á móti síðan 2012. Sigurinn í kvöld var því langþráður. Stigahæstu leikmenn íslenska liðsins voru Hafsteinn Valdimarsson og Theódór Óskar Þorvaldsson með 14 og 11 stig. Fyrirliði San Marínó, Tabarini var með 19 stig og stigahæstur sinna manna.
Aðrar íþróttir Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Sjá meira