Hlaupaáætlun fyrir byrjendur – 8 vikur Rikka skrifar 8. júní 2015 11:00 Hvort sem þú ætlar að taka þátt í hlaupakeppnum í sumar eða bæta árangurinn þinn í hlaupaíþróttinni er alltaf gott að vera með markmið. Nú er veðrið loksins orðið skaplega fyrir þá sem láta það hafa áhrif á sig og upplagt að fara út að leika. Við á Heilsuvísi erum búin að taka saman átta vikna raunhæfa æfingaáætlun fyrir byrjendur sem hafa lítið hlaupið áður. Eruð þið ekki spennt? Mikilvægt er að vera í góðum fatnaði sem andar vel og skóm sem henta hverjum og einum, þeir verða fyrst og fremst að halda vel við og vernda fótinn. Svo er bara að skella skemmtilegri tónlist í eyrun, prenta út æfingaáætlunina, skella henni á ísskápinn og byrja. Svona til skemmtunar er gaman að vera með forrit í símanum sem mælir hraða, brennslu og lengd. Við erum hrifin af Strava og Endomondo. En rétt áður en þú byrjar þá skaltu lesa yfir áætlunina svo að þú sért nú með allt á hreinu. Við erum búin að stytta orðin í áætluninni, svo að þetta komist nú allt fyrir, en það gerðum við á eftirfarandi hátt;LS (Létt skokk)Hægur hraði en þó aðeins hraðari en venjulegur gönguhraði.UB (upp brekku)Hérna þarftu að finna svæði með smá brekku sem þú ert um 10-20 sekúndur að spretta upp. Hvíldin felst í því að ganga niður.S (sprettir)Stuttir sprettir auka þolið til muna. Finndu beina braut og sprettu í 15 sekúndur, hvíldu eins og þú þarft á milli spretta.SK (skokk)Hérna erum við komin á nokkuð léttan og góðan skokk hraða. Ef við miðum hraðann við kílómetra þá erum við að tala um 5-6,5 kílómetra hraða.G (göngutúr)Rösklegur göngutúr, endilega finndu þér reglulega nýtt svæði til að upplifa. Heilsa Tengdar fréttir Góð hlaup fyrir byrjendur Elísabet Margeirsdóttir ræðir hlaupasumarið sitt. 6. maí 2015 14:15 Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið
Hvort sem þú ætlar að taka þátt í hlaupakeppnum í sumar eða bæta árangurinn þinn í hlaupaíþróttinni er alltaf gott að vera með markmið. Nú er veðrið loksins orðið skaplega fyrir þá sem láta það hafa áhrif á sig og upplagt að fara út að leika. Við á Heilsuvísi erum búin að taka saman átta vikna raunhæfa æfingaáætlun fyrir byrjendur sem hafa lítið hlaupið áður. Eruð þið ekki spennt? Mikilvægt er að vera í góðum fatnaði sem andar vel og skóm sem henta hverjum og einum, þeir verða fyrst og fremst að halda vel við og vernda fótinn. Svo er bara að skella skemmtilegri tónlist í eyrun, prenta út æfingaáætlunina, skella henni á ísskápinn og byrja. Svona til skemmtunar er gaman að vera með forrit í símanum sem mælir hraða, brennslu og lengd. Við erum hrifin af Strava og Endomondo. En rétt áður en þú byrjar þá skaltu lesa yfir áætlunina svo að þú sért nú með allt á hreinu. Við erum búin að stytta orðin í áætluninni, svo að þetta komist nú allt fyrir, en það gerðum við á eftirfarandi hátt;LS (Létt skokk)Hægur hraði en þó aðeins hraðari en venjulegur gönguhraði.UB (upp brekku)Hérna þarftu að finna svæði með smá brekku sem þú ert um 10-20 sekúndur að spretta upp. Hvíldin felst í því að ganga niður.S (sprettir)Stuttir sprettir auka þolið til muna. Finndu beina braut og sprettu í 15 sekúndur, hvíldu eins og þú þarft á milli spretta.SK (skokk)Hérna erum við komin á nokkuð léttan og góðan skokk hraða. Ef við miðum hraðann við kílómetra þá erum við að tala um 5-6,5 kílómetra hraða.G (göngutúr)Rösklegur göngutúr, endilega finndu þér reglulega nýtt svæði til að upplifa.
Heilsa Tengdar fréttir Góð hlaup fyrir byrjendur Elísabet Margeirsdóttir ræðir hlaupasumarið sitt. 6. maí 2015 14:15 Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið