Eiður Smári: Stefnan hjá Bolton á ekki bara að vera að halda sér uppi Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. júní 2015 12:19 Eiður Smári Guðjohnsen var eftirsóttur af fjölmiðlum í morgun. vísir/valli Eiður Smári Guðjohnsen var mættur á æfingu íslenska landsliðsins í morgun, en strákarnir okkar mæta Tékkum í undankeppni EM 2016 á föstudaginn. Eiður kom af krafti inn í íslenska liðið á ný þegar strákarnir unnu Kasakstan í lok mars, en þar skoraði Eiður sitt 25. landsliðsmark. Hann hætti við að leggja skóna á hilluna síðasta sumar og gekk í raðir Bolton í ensku B-deildinni, en síðasta ár hefur verið nokkuð gott hjá honum. Eiður byrjaði að spila aftur og sló í gegn hjá Bolton þar sem hann skoraði fimm mörk í 19 leikjum. Þá eignaðist hann sitt fjórða barn nýverið.Eigum að stefna hærra „Þetta hefur verið gott í fótboltanum miðað við hvernig staðan var fyrir ári síðan. Þá var ekki vitað hvert þetta myndi stefna,“ sagði Eiður Smári við íþróttadeild í morgun. „Miðað við að koma til Bolton í lok desember var þetta gott. Ég spilaði fullt af leikjum sem var mjög fínt,“ sagði Eiður sem verður að öllum líkindum áfram hjá liðinu. Bolton var í miklum vandræðum við botn deildarinnar þegar Eiður kom, en það sigldi upp töfluna eftir að Eiður gekk í raðir liðsins. „Það var fínt að halda okkur uppi en stefnan hjá Bolton ætti að vera meiri en að halda okkur bara uppi í B-deildinni,“ sagði Eiður.Aðeins of langt á milli leikja Eiður er í fínu formi og spenntur fyrir leiknum á föstudaginn, en hann viðurkennir þó að standið gæti verið betra. „Standið er fínt, en tímasetningin á leiknum er ekki alveg sú besta þar sem deildin kláraðist annan maí, fyrir rúmum mánuði síðan,“ sagði Eiður sem er þó klár í slaginn. „Ég tók smá hvíld fyrstu dagana eftir tímabilið til að hlaða batteríin og kom mér svo af stað aftur,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Alfreð: Sé þjónustu minnar ekki óskað skoða ég eitthvað annað Framherji íslenska landsliðsins naut fyrsta tímabilsins hjá Real Sociedad þrátt fyrir mikla bekkarsetu. 9. júní 2015 11:49 Rúrik: Alltaf einhverjar sögusagnir í gangi Rúrik Gíslason vildi lítið gefa upp um framtíð sína. 9. júní 2015 12:24 Ari Freyr með á æfingu: Átti ekki nógu gott tímabil Ari Freyr Skúlason var mættur á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. 9. júní 2015 11:50 Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen var mættur á æfingu íslenska landsliðsins í morgun, en strákarnir okkar mæta Tékkum í undankeppni EM 2016 á föstudaginn. Eiður kom af krafti inn í íslenska liðið á ný þegar strákarnir unnu Kasakstan í lok mars, en þar skoraði Eiður sitt 25. landsliðsmark. Hann hætti við að leggja skóna á hilluna síðasta sumar og gekk í raðir Bolton í ensku B-deildinni, en síðasta ár hefur verið nokkuð gott hjá honum. Eiður byrjaði að spila aftur og sló í gegn hjá Bolton þar sem hann skoraði fimm mörk í 19 leikjum. Þá eignaðist hann sitt fjórða barn nýverið.Eigum að stefna hærra „Þetta hefur verið gott í fótboltanum miðað við hvernig staðan var fyrir ári síðan. Þá var ekki vitað hvert þetta myndi stefna,“ sagði Eiður Smári við íþróttadeild í morgun. „Miðað við að koma til Bolton í lok desember var þetta gott. Ég spilaði fullt af leikjum sem var mjög fínt,“ sagði Eiður sem verður að öllum líkindum áfram hjá liðinu. Bolton var í miklum vandræðum við botn deildarinnar þegar Eiður kom, en það sigldi upp töfluna eftir að Eiður gekk í raðir liðsins. „Það var fínt að halda okkur uppi en stefnan hjá Bolton ætti að vera meiri en að halda okkur bara uppi í B-deildinni,“ sagði Eiður.Aðeins of langt á milli leikja Eiður er í fínu formi og spenntur fyrir leiknum á föstudaginn, en hann viðurkennir þó að standið gæti verið betra. „Standið er fínt, en tímasetningin á leiknum er ekki alveg sú besta þar sem deildin kláraðist annan maí, fyrir rúmum mánuði síðan,“ sagði Eiður sem er þó klár í slaginn. „Ég tók smá hvíld fyrstu dagana eftir tímabilið til að hlaða batteríin og kom mér svo af stað aftur,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Alfreð: Sé þjónustu minnar ekki óskað skoða ég eitthvað annað Framherji íslenska landsliðsins naut fyrsta tímabilsins hjá Real Sociedad þrátt fyrir mikla bekkarsetu. 9. júní 2015 11:49 Rúrik: Alltaf einhverjar sögusagnir í gangi Rúrik Gíslason vildi lítið gefa upp um framtíð sína. 9. júní 2015 12:24 Ari Freyr með á æfingu: Átti ekki nógu gott tímabil Ari Freyr Skúlason var mættur á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. 9. júní 2015 11:50 Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira
Alfreð: Sé þjónustu minnar ekki óskað skoða ég eitthvað annað Framherji íslenska landsliðsins naut fyrsta tímabilsins hjá Real Sociedad þrátt fyrir mikla bekkarsetu. 9. júní 2015 11:49
Rúrik: Alltaf einhverjar sögusagnir í gangi Rúrik Gíslason vildi lítið gefa upp um framtíð sína. 9. júní 2015 12:24
Ari Freyr með á æfingu: Átti ekki nógu gott tímabil Ari Freyr Skúlason var mættur á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. 9. júní 2015 11:50