Fyrstu krónurnar fara í „Leiðréttinguna“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 9. júní 2015 14:19 Tekjur ríkisins af mögulegum stöðugleikaframlögum og stöðugleikaskatti fara fyrst í fjármögnun skuldaniðurfærslu ríkisstjórnarinnar. Vísir/Valli Gangi nauðasamningar slitabúanna eftir líkt og útlit er fyrir að muni gerast fyrir lok ársins verður sá skattstofn sem nýttur hefur verið til að fjármagna skuldaniðurfærslu stjórnvalda, sem kölluð er Leiðréttingin, ekki lengur til staðar. Þess í stað verða fjármunir sem fást með svokölluðum stöðugleikagreiðslum eða stöðugleikaskatti notaðar til að fjármagna aðgerðirnar. Umfang þeirra nemur í heild 80 milljörðum króna og skiptist niður á fjögur ár. Þegar hafa á annan tug milljarða verið greiddir inn á ætlun niðurgreiðslunnar. Hundruð milljarða í ríkiskassann Slitabúin hafa val um hvort þeir gangi til nauðasamninga fyrir næstu áramót sem fela í sér sérstakar greiðslur til ríkisins eða hvort þau undirgangist 39 prósenta stöðugleikaskatt sem lagður er í eitt skipti á heildareignir slitabúanna. Hvor leiðin sem farin verður felur í sér hundruð milljarða greiðslur til ríkisins. Samkvæmt frumvarpi sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur lagt fram á Alþingi um stöðugleikaskatt er áformað að skatttekjunum verði í fyrsta lagi varið til að mæta lækkun tekna af bankaskattinum sem leiðir af frumvarpinu og uppgjöri slitabúanna. Restin fer í skuldir ríkisins Þeir fjármunir sem eftir verða fara í uppgreiðslu skuldabréfs sem ríkissjóður gaf út til endurfjármögnunar Seðlabanka Íslands og það sem út af stendur eftir þá aðgerð fer inn á sérstakan innlánsreikning ríkissjóðs í Seðlabankanum sem síðan verður notaður til að greiða niður skuldir ríkisins. Áætlað er að hægt verði að greiða niður nokkuð stóran hluta af skuldum ríkisins, sem í apríl námu 1.450 milljörðum króna, samkvæmt Lánamálum ríkisins. Samkvæmt frumvarpinu getur uppgreiðsla skulda ríkissjóðs numið samtals um 30 prósentum af vergri landsframleiðslu sem leiða mun til rúmlega 40 milljarða króna árlegrar lækkunar vaxtagjalda þegar allt verður um garð gengið. Gjaldeyrishöft Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Sjá meira
Gangi nauðasamningar slitabúanna eftir líkt og útlit er fyrir að muni gerast fyrir lok ársins verður sá skattstofn sem nýttur hefur verið til að fjármagna skuldaniðurfærslu stjórnvalda, sem kölluð er Leiðréttingin, ekki lengur til staðar. Þess í stað verða fjármunir sem fást með svokölluðum stöðugleikagreiðslum eða stöðugleikaskatti notaðar til að fjármagna aðgerðirnar. Umfang þeirra nemur í heild 80 milljörðum króna og skiptist niður á fjögur ár. Þegar hafa á annan tug milljarða verið greiddir inn á ætlun niðurgreiðslunnar. Hundruð milljarða í ríkiskassann Slitabúin hafa val um hvort þeir gangi til nauðasamninga fyrir næstu áramót sem fela í sér sérstakar greiðslur til ríkisins eða hvort þau undirgangist 39 prósenta stöðugleikaskatt sem lagður er í eitt skipti á heildareignir slitabúanna. Hvor leiðin sem farin verður felur í sér hundruð milljarða greiðslur til ríkisins. Samkvæmt frumvarpi sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur lagt fram á Alþingi um stöðugleikaskatt er áformað að skatttekjunum verði í fyrsta lagi varið til að mæta lækkun tekna af bankaskattinum sem leiðir af frumvarpinu og uppgjöri slitabúanna. Restin fer í skuldir ríkisins Þeir fjármunir sem eftir verða fara í uppgreiðslu skuldabréfs sem ríkissjóður gaf út til endurfjármögnunar Seðlabanka Íslands og það sem út af stendur eftir þá aðgerð fer inn á sérstakan innlánsreikning ríkissjóðs í Seðlabankanum sem síðan verður notaður til að greiða niður skuldir ríkisins. Áætlað er að hægt verði að greiða niður nokkuð stóran hluta af skuldum ríkisins, sem í apríl námu 1.450 milljörðum króna, samkvæmt Lánamálum ríkisins. Samkvæmt frumvarpinu getur uppgreiðsla skulda ríkissjóðs numið samtals um 30 prósentum af vergri landsframleiðslu sem leiða mun til rúmlega 40 milljarða króna árlegrar lækkunar vaxtagjalda þegar allt verður um garð gengið.
Gjaldeyrishöft Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Sjá meira