Íslenski boltinn

Skikkaðar til að spila í búningi mótherjana en unnu samt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Úr leik Þróttar og Þór/KA í gær.
Úr leik Þróttar og Þór/KA í gær. Vísir/Vilhelm
Þór/KA vann fyrsta sigur sinn í Pepsi-deild kvenna í sumar í búningum Þróttar en það var þó ekki útaf því að norðanstúlkur hafi gleymt búningunum eins og var ekki rétt farið með í Fréttablaðinu í dag.

Þór/KA mætti liði Þróttar á Valbjarnarvellinum í gær og það þótti mörgum skrítið að sjá Þróttaramerkið á búningum beggja liða.

„Stelpurnar voru skikkaðar til að spila í varabúningi Þróttar vegna þess að okkar varabúningur þótti of líkur búningi Þróttar," sagði Nói Björnsson, formaður leikmannaráðs kvenna hjá Þór/KA.

„Þróttur var ekki tilbúið að fara í sína varabúninga og spila í þeim. Það var því niðurstaðan að við vorum pínd til að spila í þeirra varabúningum," segir Nói.

Varabúningur Þór/KA er alrauður en Þróttur spilar eins og þekk er í hvítum búningi með rauðum röndum.

Þór/KA vann leikinn 3-0 með mörkum frá Lára Einarsdóttur, Söndru Maríu Jessen og Klöra Lindberg. Þetta var fyrsti sigurleikur sumarsins en liðið gerði 1-1 jafntefli við ÍBV í fyrstu umferðinni.

Vísir/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×