Angela Merkel: Samstarf ESB og fyrrum Sovétlýðvelda ekki beint gegn Rússum Atli Ísleifsson skrifar 21. maí 2015 12:57 Angela Merkel Þýskalandskanslari segir óhugsandi að Rússar snúi aftur í G8-hópinn að svo stöddu. Vísir/AFP Leiðtogar aðildarríkja ESB koma saman til fundar í lettnesku höfuðborginni Ríga með leiðtogum sex fyrrum Sovétlýðveldum í dag til að ræða samskipti sambandsins og ríkjanna. Líklegt þykir að þáttur ástandið í austurhluta Úkraínu, og þáttur Rússa, komi til tals. Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði samstarfsvettvang ESB og nágrannaríkja þess í austri (e. Eastern Partnership) væri ekki tæki til ná fram einhverri útþenslustefnu sambandsins. „Honum er ekki beint gegn neinum, ekki beint gegn Rússlandi“.Rússum ekki hleypt aftur í G7 Merkel sagði einnig að Rússlandi yrði ekki hleypt í G7-hópinn – samráðsvettvangi stærstu iðnríkja heims – að óbreyttu. „Svo lengi sem Rússar fara ekki að grundvallargildum, þá er óhugsandi fyrir okkur að þeir snúi aftur í G8-hópinn.“ Rússar áttu áður sæti í hópnum en var vísað úr honum vegna Úkraínu-deilunnar.Í frétt BBC segir að leiðtogar Armeníu, Aserbaídsjan, Hvíta-Rússlands, Georgíu, Moldóvu og Úkraínu hafi mætt til Ríga í morgun en fundurinn stendur í tvo daga.Vilja fá fyrrum Sovétlýðveldi í Evrasíusambandið Rússar þrýsta nú á fyrrum Sovétlýðveldin til að ganga til liðs við Evrasíusambandið sem stofnað var 2011. Rússland, Armenía, Hvíta-Rússland, Kasakstan og Kirgisistan eiga aðild að sambandinu.Ástandið í Úkraínu Núverandi ástand í Úkraínu hófst í kjölfar síðasta fundar leiðtoga ESB-ríkjanna og fulltrúa fyrrum Sovétlýðvelda í Litháen 2013. Viktor Janúkóvitsj, þáverandi Úkraínuforseti, neitaði þá að skrifa undir samstarfssamning við ESB líkt og til stóð. Hann flúði frá Kíev í febrúar 2014 í kjölfar mikilla mótmæla. Ný ríkisstjórn, hliðholl Vesturlöndum, tók þá völdum í landinu og skrifaði undir samstarfssamninginn við ESB. Gildistöku fríverslunarákvæða samningsins var hins vegar frestað til janúar 2016 í tilraun til að friða Rússa. Armenía Georgía Hvíta-Rússland Kirgistan Þýskaland Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
Leiðtogar aðildarríkja ESB koma saman til fundar í lettnesku höfuðborginni Ríga með leiðtogum sex fyrrum Sovétlýðveldum í dag til að ræða samskipti sambandsins og ríkjanna. Líklegt þykir að þáttur ástandið í austurhluta Úkraínu, og þáttur Rússa, komi til tals. Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði samstarfsvettvang ESB og nágrannaríkja þess í austri (e. Eastern Partnership) væri ekki tæki til ná fram einhverri útþenslustefnu sambandsins. „Honum er ekki beint gegn neinum, ekki beint gegn Rússlandi“.Rússum ekki hleypt aftur í G7 Merkel sagði einnig að Rússlandi yrði ekki hleypt í G7-hópinn – samráðsvettvangi stærstu iðnríkja heims – að óbreyttu. „Svo lengi sem Rússar fara ekki að grundvallargildum, þá er óhugsandi fyrir okkur að þeir snúi aftur í G8-hópinn.“ Rússar áttu áður sæti í hópnum en var vísað úr honum vegna Úkraínu-deilunnar.Í frétt BBC segir að leiðtogar Armeníu, Aserbaídsjan, Hvíta-Rússlands, Georgíu, Moldóvu og Úkraínu hafi mætt til Ríga í morgun en fundurinn stendur í tvo daga.Vilja fá fyrrum Sovétlýðveldi í Evrasíusambandið Rússar þrýsta nú á fyrrum Sovétlýðveldin til að ganga til liðs við Evrasíusambandið sem stofnað var 2011. Rússland, Armenía, Hvíta-Rússland, Kasakstan og Kirgisistan eiga aðild að sambandinu.Ástandið í Úkraínu Núverandi ástand í Úkraínu hófst í kjölfar síðasta fundar leiðtoga ESB-ríkjanna og fulltrúa fyrrum Sovétlýðvelda í Litháen 2013. Viktor Janúkóvitsj, þáverandi Úkraínuforseti, neitaði þá að skrifa undir samstarfssamning við ESB líkt og til stóð. Hann flúði frá Kíev í febrúar 2014 í kjölfar mikilla mótmæla. Ný ríkisstjórn, hliðholl Vesturlöndum, tók þá völdum í landinu og skrifaði undir samstarfssamninginn við ESB. Gildistöku fríverslunarákvæða samningsins var hins vegar frestað til janúar 2016 í tilraun til að friða Rússa.
Armenía Georgía Hvíta-Rússland Kirgistan Þýskaland Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira