Fyrstir til að lögleiða hjónabönd samkynhneigðra eftir þjóðaratkvæðagreiðslu Atli Ísleifsson skrifar 23. maí 2015 15:46 Írska öldungadeildarþingkonan Katherine Zappone kyssir verðandi eiginkonu sína Ann Louise Gilligan fyrir utan Dyflinnarkastala fyrr í dag. Vísir/AFP Fyrstu niðurstöður benda til þess að meirihluti Íra hafi kosið með því að lögleiða hjónabönd samkynhneigðra. Þetta er í fyrsta sinn í heiminum sem slíkt mál er útkljáð í þjóðaratkvæðagreiðslu. Rúmlega 3,2 milljónir manna voru á kjörskrá þar sem kosið var um hvort breyta ætti stjórnarskrá landsins til að heimila mætti hjónabönd samkynhneigðra. Ráðherrar írsku ríkisstjórnarinnar segjast telja að málið verði samþykkt og margir frammámenn nei-hreyfingarinnar hafa þegar viðurkennt ósigur. Kosið var í gær og hófst talning atkvæða í morgun. Í frétt BBC segir að svo virðist sem kjörsókn hafi verið „óvenjulega há“. Búist er við að endanleg úrslit liggi fyrir síðdegis í dag. Verði úrslit á þá leið líkt og allt bendir til, verður Írland fyrsta ríkið til að lögleiða hjónaband samkynhneigðra í þjóðaratkvæðagreiðslu. Heilbrigðismálaráðherrann Leo Varadkar, sem kom út úr skápnum fyrr á árinu, fyrstur írskra ráðherra, sagði kosningabaráttuna einna helst hafa líkst félagslegri byltingu í landinu, en landið þykir íhaldssamt þar sem ítök kaþólsku kirkjunnar hafa verið mikil í gegnum árin. Fréttamaður írsku sjónvarpsstöðvarinnar RTE sagði að svo virtist sem um 75 prósent Dyflinnarbúa hafi kosið með lögleiðingu. David Quinn, talsmaður hinnar kaþólsku Iona-stofnunar sem barðist gegn lögleiðingu, sagðist í samtali við fjölmiðla að þetta virtist augljóslega vera mjög tilkomumikill sigur já-manna. Tengdar fréttir Írar samþykkja hjónaband samkynhneigðra í þjóðaratkvæðagreiðslu Jafnréttismálaráðherra landsins segir Já-ið hafa sigrað. 23. maí 2015 09:43 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Fyrstu niðurstöður benda til þess að meirihluti Íra hafi kosið með því að lögleiða hjónabönd samkynhneigðra. Þetta er í fyrsta sinn í heiminum sem slíkt mál er útkljáð í þjóðaratkvæðagreiðslu. Rúmlega 3,2 milljónir manna voru á kjörskrá þar sem kosið var um hvort breyta ætti stjórnarskrá landsins til að heimila mætti hjónabönd samkynhneigðra. Ráðherrar írsku ríkisstjórnarinnar segjast telja að málið verði samþykkt og margir frammámenn nei-hreyfingarinnar hafa þegar viðurkennt ósigur. Kosið var í gær og hófst talning atkvæða í morgun. Í frétt BBC segir að svo virðist sem kjörsókn hafi verið „óvenjulega há“. Búist er við að endanleg úrslit liggi fyrir síðdegis í dag. Verði úrslit á þá leið líkt og allt bendir til, verður Írland fyrsta ríkið til að lögleiða hjónaband samkynhneigðra í þjóðaratkvæðagreiðslu. Heilbrigðismálaráðherrann Leo Varadkar, sem kom út úr skápnum fyrr á árinu, fyrstur írskra ráðherra, sagði kosningabaráttuna einna helst hafa líkst félagslegri byltingu í landinu, en landið þykir íhaldssamt þar sem ítök kaþólsku kirkjunnar hafa verið mikil í gegnum árin. Fréttamaður írsku sjónvarpsstöðvarinnar RTE sagði að svo virtist sem um 75 prósent Dyflinnarbúa hafi kosið með lögleiðingu. David Quinn, talsmaður hinnar kaþólsku Iona-stofnunar sem barðist gegn lögleiðingu, sagðist í samtali við fjölmiðla að þetta virtist augljóslega vera mjög tilkomumikill sigur já-manna.
Tengdar fréttir Írar samþykkja hjónaband samkynhneigðra í þjóðaratkvæðagreiðslu Jafnréttismálaráðherra landsins segir Já-ið hafa sigrað. 23. maí 2015 09:43 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Írar samþykkja hjónaband samkynhneigðra í þjóðaratkvæðagreiðslu Jafnréttismálaráðherra landsins segir Já-ið hafa sigrað. 23. maí 2015 09:43