Fyrstir til að lögleiða hjónabönd samkynhneigðra eftir þjóðaratkvæðagreiðslu Atli Ísleifsson skrifar 23. maí 2015 15:46 Írska öldungadeildarþingkonan Katherine Zappone kyssir verðandi eiginkonu sína Ann Louise Gilligan fyrir utan Dyflinnarkastala fyrr í dag. Vísir/AFP Fyrstu niðurstöður benda til þess að meirihluti Íra hafi kosið með því að lögleiða hjónabönd samkynhneigðra. Þetta er í fyrsta sinn í heiminum sem slíkt mál er útkljáð í þjóðaratkvæðagreiðslu. Rúmlega 3,2 milljónir manna voru á kjörskrá þar sem kosið var um hvort breyta ætti stjórnarskrá landsins til að heimila mætti hjónabönd samkynhneigðra. Ráðherrar írsku ríkisstjórnarinnar segjast telja að málið verði samþykkt og margir frammámenn nei-hreyfingarinnar hafa þegar viðurkennt ósigur. Kosið var í gær og hófst talning atkvæða í morgun. Í frétt BBC segir að svo virðist sem kjörsókn hafi verið „óvenjulega há“. Búist er við að endanleg úrslit liggi fyrir síðdegis í dag. Verði úrslit á þá leið líkt og allt bendir til, verður Írland fyrsta ríkið til að lögleiða hjónaband samkynhneigðra í þjóðaratkvæðagreiðslu. Heilbrigðismálaráðherrann Leo Varadkar, sem kom út úr skápnum fyrr á árinu, fyrstur írskra ráðherra, sagði kosningabaráttuna einna helst hafa líkst félagslegri byltingu í landinu, en landið þykir íhaldssamt þar sem ítök kaþólsku kirkjunnar hafa verið mikil í gegnum árin. Fréttamaður írsku sjónvarpsstöðvarinnar RTE sagði að svo virtist sem um 75 prósent Dyflinnarbúa hafi kosið með lögleiðingu. David Quinn, talsmaður hinnar kaþólsku Iona-stofnunar sem barðist gegn lögleiðingu, sagðist í samtali við fjölmiðla að þetta virtist augljóslega vera mjög tilkomumikill sigur já-manna. Tengdar fréttir Írar samþykkja hjónaband samkynhneigðra í þjóðaratkvæðagreiðslu Jafnréttismálaráðherra landsins segir Já-ið hafa sigrað. 23. maí 2015 09:43 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Fyrstu niðurstöður benda til þess að meirihluti Íra hafi kosið með því að lögleiða hjónabönd samkynhneigðra. Þetta er í fyrsta sinn í heiminum sem slíkt mál er útkljáð í þjóðaratkvæðagreiðslu. Rúmlega 3,2 milljónir manna voru á kjörskrá þar sem kosið var um hvort breyta ætti stjórnarskrá landsins til að heimila mætti hjónabönd samkynhneigðra. Ráðherrar írsku ríkisstjórnarinnar segjast telja að málið verði samþykkt og margir frammámenn nei-hreyfingarinnar hafa þegar viðurkennt ósigur. Kosið var í gær og hófst talning atkvæða í morgun. Í frétt BBC segir að svo virðist sem kjörsókn hafi verið „óvenjulega há“. Búist er við að endanleg úrslit liggi fyrir síðdegis í dag. Verði úrslit á þá leið líkt og allt bendir til, verður Írland fyrsta ríkið til að lögleiða hjónaband samkynhneigðra í þjóðaratkvæðagreiðslu. Heilbrigðismálaráðherrann Leo Varadkar, sem kom út úr skápnum fyrr á árinu, fyrstur írskra ráðherra, sagði kosningabaráttuna einna helst hafa líkst félagslegri byltingu í landinu, en landið þykir íhaldssamt þar sem ítök kaþólsku kirkjunnar hafa verið mikil í gegnum árin. Fréttamaður írsku sjónvarpsstöðvarinnar RTE sagði að svo virtist sem um 75 prósent Dyflinnarbúa hafi kosið með lögleiðingu. David Quinn, talsmaður hinnar kaþólsku Iona-stofnunar sem barðist gegn lögleiðingu, sagðist í samtali við fjölmiðla að þetta virtist augljóslega vera mjög tilkomumikill sigur já-manna.
Tengdar fréttir Írar samþykkja hjónaband samkynhneigðra í þjóðaratkvæðagreiðslu Jafnréttismálaráðherra landsins segir Já-ið hafa sigrað. 23. maí 2015 09:43 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Írar samþykkja hjónaband samkynhneigðra í þjóðaratkvæðagreiðslu Jafnréttismálaráðherra landsins segir Já-ið hafa sigrað. 23. maí 2015 09:43