Stóra leðurbuxnamálið: Borgarstjóra standa til boða buxur sem kepptu í Eurovision Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 24. maí 2015 21:00 Ross Geller úr sjónvarsþáttunum Friends tengist fréttinni ekki beint. Vísir Stefán Þór Steindórsson, byggingafræðingur og gítarleikari, hefur boðið Degi B. Eggertssyni borgarstjóra afnot af leðurbuxunum sínum. Sem kunnugt er, hét Dagur því að mæta í leðurbuxum til vinnu, færu Svíar með sigur af hólmi í úrslitakeppni Eurovision. Hinn sænski Måns Zelmerlöv, sem klæddist einmitt leðurbuxum á sviðinu og vakti mikla athygli fyrir, vann keppnina með laginu Heroes og hefur Dagur lýst því yfir að hann muni standa við heitið. Hann auglýsti eftir leðurbuxum í réttri stærð á Twitter eftir keppni.Auglýsi eftir leðurbuxum í stærð 33/33 eða 50. Til notkunar á þriðjudag. #12stig #deilihagkerfið #loforðeruloforð— Dagur B. Eggertsson (@Dagurb) May 23, 2015 Þónokkrir hafa boðið slíkan grip fram á Twitter, meðal þeirra Rúnar Freyr Gíslason leikari, sem klæddist slíkri flík þegar hann fór með aðalhlutverkið í söngleiknum Grease fyrir nokkrum árum. Leðurbuxurnar sem Stefán Þór býður fram hafa þó ákveðna sérstöðu, þær hafa nefnilega „keppt“ í Eurovision. „Þetta eru buxur sem ég var í í keppninni 2007,“ segir Stefán Þór. „Þær eru með reynslu.“ Stefán lék á gítar í laginu Valentine Lost, sem Eiríkur Hauksson flutti fyrir hönd Íslendinga í Finnlandi árið 2007. Það lag var einmitt síðasta framlag Íslendinga sem komst ekki áfram úr undankeppninni þar til nú í ár. „Það gekk jafn vel eða illa,“ segir Stefán. „Evrópa var ekki tilbúin í þetta.“Til hamingju Svíar. Og María og þið öll hin, þetta var mjög til sóma fannst mér. Notaði helgina í tiltekt. Geymslan ...Posted by Bjarni Benediktsson on 24. maí 2015Stefán segist vilja athuga hvort Dagur geti fært gleði í leðurbuxurnar, þrátt fyrir að þær hafi gengið í gegnum mikil vonbrigði á sínum tíma. Hann sendi Degi skilaboð á Twitter, sem borgarstjórinn hefur smellt á „favourite“ við. En eru buxurnar mikið notaðar? „Rosalega lítið,“ svarar Stefán. „Þetta eru sparibuxur. Þær eru notaðar við sérstök tækifæri.“ Eurovision Tengdar fréttir Måns tók lagið á flugvellinum í Stokkhólmi Nokkur fjöldi fólks var saman kominn til að taka á móti sænsku þjóðhetjunni Måns Zelmerlöw. 24. maí 2015 18:24 Dagur í leðurbuxur sigri Svíar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri heitir því að mæta í leðurbuxum í vinnuna, sigri Svíar í Eurovision. 23. maí 2015 20:44 Svíar eru sigurvegarar Eurovision 2015 Hinn sænski Måns Zelmerlöw stóð upp sem sigurvegari í Eurovision í kvöld. 23. maí 2015 22:44 Dagur ætlar að standa við stóru orðin: Leitar að leðurbuxum Hét því á Twitter að mæta í leðurbuxum í ráðhúsið ef Måns Zelmerlöw stæði uppi sem sigurvegari í Eurovision. 23. maí 2015 23:02 Mest lesið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Sjá meira
Stefán Þór Steindórsson, byggingafræðingur og gítarleikari, hefur boðið Degi B. Eggertssyni borgarstjóra afnot af leðurbuxunum sínum. Sem kunnugt er, hét Dagur því að mæta í leðurbuxum til vinnu, færu Svíar með sigur af hólmi í úrslitakeppni Eurovision. Hinn sænski Måns Zelmerlöv, sem klæddist einmitt leðurbuxum á sviðinu og vakti mikla athygli fyrir, vann keppnina með laginu Heroes og hefur Dagur lýst því yfir að hann muni standa við heitið. Hann auglýsti eftir leðurbuxum í réttri stærð á Twitter eftir keppni.Auglýsi eftir leðurbuxum í stærð 33/33 eða 50. Til notkunar á þriðjudag. #12stig #deilihagkerfið #loforðeruloforð— Dagur B. Eggertsson (@Dagurb) May 23, 2015 Þónokkrir hafa boðið slíkan grip fram á Twitter, meðal þeirra Rúnar Freyr Gíslason leikari, sem klæddist slíkri flík þegar hann fór með aðalhlutverkið í söngleiknum Grease fyrir nokkrum árum. Leðurbuxurnar sem Stefán Þór býður fram hafa þó ákveðna sérstöðu, þær hafa nefnilega „keppt“ í Eurovision. „Þetta eru buxur sem ég var í í keppninni 2007,“ segir Stefán Þór. „Þær eru með reynslu.“ Stefán lék á gítar í laginu Valentine Lost, sem Eiríkur Hauksson flutti fyrir hönd Íslendinga í Finnlandi árið 2007. Það lag var einmitt síðasta framlag Íslendinga sem komst ekki áfram úr undankeppninni þar til nú í ár. „Það gekk jafn vel eða illa,“ segir Stefán. „Evrópa var ekki tilbúin í þetta.“Til hamingju Svíar. Og María og þið öll hin, þetta var mjög til sóma fannst mér. Notaði helgina í tiltekt. Geymslan ...Posted by Bjarni Benediktsson on 24. maí 2015Stefán segist vilja athuga hvort Dagur geti fært gleði í leðurbuxurnar, þrátt fyrir að þær hafi gengið í gegnum mikil vonbrigði á sínum tíma. Hann sendi Degi skilaboð á Twitter, sem borgarstjórinn hefur smellt á „favourite“ við. En eru buxurnar mikið notaðar? „Rosalega lítið,“ svarar Stefán. „Þetta eru sparibuxur. Þær eru notaðar við sérstök tækifæri.“
Eurovision Tengdar fréttir Måns tók lagið á flugvellinum í Stokkhólmi Nokkur fjöldi fólks var saman kominn til að taka á móti sænsku þjóðhetjunni Måns Zelmerlöw. 24. maí 2015 18:24 Dagur í leðurbuxur sigri Svíar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri heitir því að mæta í leðurbuxum í vinnuna, sigri Svíar í Eurovision. 23. maí 2015 20:44 Svíar eru sigurvegarar Eurovision 2015 Hinn sænski Måns Zelmerlöw stóð upp sem sigurvegari í Eurovision í kvöld. 23. maí 2015 22:44 Dagur ætlar að standa við stóru orðin: Leitar að leðurbuxum Hét því á Twitter að mæta í leðurbuxum í ráðhúsið ef Måns Zelmerlöw stæði uppi sem sigurvegari í Eurovision. 23. maí 2015 23:02 Mest lesið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Sjá meira
Måns tók lagið á flugvellinum í Stokkhólmi Nokkur fjöldi fólks var saman kominn til að taka á móti sænsku þjóðhetjunni Måns Zelmerlöw. 24. maí 2015 18:24
Dagur í leðurbuxur sigri Svíar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri heitir því að mæta í leðurbuxum í vinnuna, sigri Svíar í Eurovision. 23. maí 2015 20:44
Svíar eru sigurvegarar Eurovision 2015 Hinn sænski Måns Zelmerlöw stóð upp sem sigurvegari í Eurovision í kvöld. 23. maí 2015 22:44
Dagur ætlar að standa við stóru orðin: Leitar að leðurbuxum Hét því á Twitter að mæta í leðurbuxum í ráðhúsið ef Måns Zelmerlöw stæði uppi sem sigurvegari í Eurovision. 23. maí 2015 23:02