Meira malbikað frá Mývatni á Kópasker Kristján Már Unnarsson skrifar 26. maí 2015 20:30 Framkvæmdir við Dettifossveg, Kjósarskarðsveg og Uxahryggjaveg verða boðnar út á næstu vikum vegna 1.800 milljóna króna innspýtingar sem ríkisstjórnin samþykkti í dag til brýnna úrbóta á vegakerfinu. Þetta kom fram í viðtali við Ólöfu Nordal innanríkisráðherra í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Ég fer á Land Rover frá Mývatni á Kópasker,“ syngur Helgi Björnsson í vinsælu dægurlagi þessa dagana. Til að komast þá leið þarf að skrölta um holótta og niðurgrafna malarvegi. En það horfir nú til bóta, með þessari ákvörðun ríkisstjórnarinnar. „Við erum að bæta 1.800 milljónum í samgöngumál fyrir árið 2015 sem við erum að setja til brýnna vegaframkvæmda. Þar erum við að horfa til vega sem eru tilbúnir í útboð núna strax svo hægt sé að hefja framkvæmdir. Þar horfum við á samspil mikilvægra samgönguframkvæmda og ferðamála,“ segir Ólöf Nordal.Frá lagningu nýja Dettifossvegarins vestan Jökulsár á Fjöllum árið 2009.Mynd/Stöð 2.Mest af aukaframlaginu, eða 800 milljónir, fer í að byggja upp Dettifossveg, reyndar ekki hjá Grímsstöðum, heldur að vestanverðu við Jökulsá á Fjöllum og verður drifið í að klára næstu áfanga, milli Ásbyrgis og Hljóðakletta. Áður var búið að leggja fyrsta áfanga vegarins, frá hringveginum á Mývatnsöræfum að Dettifossi. Þá verða Kjósarskarðsvegur og Uxahryggjavegur byggðir upp sem þýðir að nýjar tengingar fást milli Borgarfjarðar og Suðurlands sem ráðherra segir mjög mikilvægar til að flytja ferðamenn á milli svæða. Þá fara 500 milljónir króna aukalega í viðhald vega. Ráðherrann kynnir einnig samgönguáætlun til næstu fjögurra ára. Þar ber hæst að hefjast á handa við Dýrafjarðargöng árið 2017. En getur ráðherrann þar með sagt Vestfirðingum að það verði farið í Dýrafjarðargöng á þarnæsta ári? „Ég get að minnsta kosti sagt að það stendur í tillögu að samgönguáætlun, sem núna er að birtast þinginu. Síðan er það auðvitað þingsins að taka ákvarðanir. En forgangsröðunin er í þessa átt; að Dýrafjarðargöngin eru næst.“Séð að Dýrafjarðarbrú. Jarðgöngin verða grafin í gegnum fjallið handan brúar og yfir í Arnarfjörð.Mynd/Stöð 2. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Vegalengdin fjórfaldast þegar heiðarnar lokast Milljarðafjárfestingar í fiskeldi á Vestfjörðum nýtast ekki sem skyldi vegna erfiðra samgangna. 7. október 2014 20:30 Niðurskurðarhnífur skar Dettifossveg Bundið slitlag sem bætist við þjóðvegakerfið á þessu ári verður að öllum líkindum það minnsta í nærri fjörutíu ár. 2. apríl 2015 09:00 Lífsspursmál að eyða óvissunni um Dýrafjarðargöng Þetta segir í bókun bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. 31. janúar 2014 08:07 Hálfur Dettifossvegur verri en enginn Ferðaþjónustuaðilar á norðausturhorni landsins óttast hrun, þegar bara hálfur Dettifossvegur verður opnaður meðfram Jökulsárgljúfrum næsta sumar, og segja að ferðamennirnir muni sleppa Ásbyrgi og byggðunum við norðurströndina. 25. október 2009 11:24 Dynjandisheiði opnast eftir 5 mánaða ófærð Hópur snjóruðningsmanna á fjórum vinnuvélum keppist nú við að ryðja snjó af þjóðveginum um Dynjandisheiði. 8. maí 2015 15:13 Flýgur til Reykjavíkur til að komast milli byggða á Vestfjörðum Hvernig ætli Reykvíkingum þætti það ef þeir kæmust ekki til Suðurlands nema aka fyrst norður til Blönduóss og þaðan suður yfir Kjöl? Þetta er sú staða sem uppi er á Vestfjörðum 17. mars 2014 22:31 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Framkvæmdir við Dettifossveg, Kjósarskarðsveg og Uxahryggjaveg verða boðnar út á næstu vikum vegna 1.800 milljóna króna innspýtingar sem ríkisstjórnin samþykkti í dag til brýnna úrbóta á vegakerfinu. Þetta kom fram í viðtali við Ólöfu Nordal innanríkisráðherra í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Ég fer á Land Rover frá Mývatni á Kópasker,“ syngur Helgi Björnsson í vinsælu dægurlagi þessa dagana. Til að komast þá leið þarf að skrölta um holótta og niðurgrafna malarvegi. En það horfir nú til bóta, með þessari ákvörðun ríkisstjórnarinnar. „Við erum að bæta 1.800 milljónum í samgöngumál fyrir árið 2015 sem við erum að setja til brýnna vegaframkvæmda. Þar erum við að horfa til vega sem eru tilbúnir í útboð núna strax svo hægt sé að hefja framkvæmdir. Þar horfum við á samspil mikilvægra samgönguframkvæmda og ferðamála,“ segir Ólöf Nordal.Frá lagningu nýja Dettifossvegarins vestan Jökulsár á Fjöllum árið 2009.Mynd/Stöð 2.Mest af aukaframlaginu, eða 800 milljónir, fer í að byggja upp Dettifossveg, reyndar ekki hjá Grímsstöðum, heldur að vestanverðu við Jökulsá á Fjöllum og verður drifið í að klára næstu áfanga, milli Ásbyrgis og Hljóðakletta. Áður var búið að leggja fyrsta áfanga vegarins, frá hringveginum á Mývatnsöræfum að Dettifossi. Þá verða Kjósarskarðsvegur og Uxahryggjavegur byggðir upp sem þýðir að nýjar tengingar fást milli Borgarfjarðar og Suðurlands sem ráðherra segir mjög mikilvægar til að flytja ferðamenn á milli svæða. Þá fara 500 milljónir króna aukalega í viðhald vega. Ráðherrann kynnir einnig samgönguáætlun til næstu fjögurra ára. Þar ber hæst að hefjast á handa við Dýrafjarðargöng árið 2017. En getur ráðherrann þar með sagt Vestfirðingum að það verði farið í Dýrafjarðargöng á þarnæsta ári? „Ég get að minnsta kosti sagt að það stendur í tillögu að samgönguáætlun, sem núna er að birtast þinginu. Síðan er það auðvitað þingsins að taka ákvarðanir. En forgangsröðunin er í þessa átt; að Dýrafjarðargöngin eru næst.“Séð að Dýrafjarðarbrú. Jarðgöngin verða grafin í gegnum fjallið handan brúar og yfir í Arnarfjörð.Mynd/Stöð 2.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Vegalengdin fjórfaldast þegar heiðarnar lokast Milljarðafjárfestingar í fiskeldi á Vestfjörðum nýtast ekki sem skyldi vegna erfiðra samgangna. 7. október 2014 20:30 Niðurskurðarhnífur skar Dettifossveg Bundið slitlag sem bætist við þjóðvegakerfið á þessu ári verður að öllum líkindum það minnsta í nærri fjörutíu ár. 2. apríl 2015 09:00 Lífsspursmál að eyða óvissunni um Dýrafjarðargöng Þetta segir í bókun bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. 31. janúar 2014 08:07 Hálfur Dettifossvegur verri en enginn Ferðaþjónustuaðilar á norðausturhorni landsins óttast hrun, þegar bara hálfur Dettifossvegur verður opnaður meðfram Jökulsárgljúfrum næsta sumar, og segja að ferðamennirnir muni sleppa Ásbyrgi og byggðunum við norðurströndina. 25. október 2009 11:24 Dynjandisheiði opnast eftir 5 mánaða ófærð Hópur snjóruðningsmanna á fjórum vinnuvélum keppist nú við að ryðja snjó af þjóðveginum um Dynjandisheiði. 8. maí 2015 15:13 Flýgur til Reykjavíkur til að komast milli byggða á Vestfjörðum Hvernig ætli Reykvíkingum þætti það ef þeir kæmust ekki til Suðurlands nema aka fyrst norður til Blönduóss og þaðan suður yfir Kjöl? Þetta er sú staða sem uppi er á Vestfjörðum 17. mars 2014 22:31 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Vegalengdin fjórfaldast þegar heiðarnar lokast Milljarðafjárfestingar í fiskeldi á Vestfjörðum nýtast ekki sem skyldi vegna erfiðra samgangna. 7. október 2014 20:30
Niðurskurðarhnífur skar Dettifossveg Bundið slitlag sem bætist við þjóðvegakerfið á þessu ári verður að öllum líkindum það minnsta í nærri fjörutíu ár. 2. apríl 2015 09:00
Lífsspursmál að eyða óvissunni um Dýrafjarðargöng Þetta segir í bókun bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. 31. janúar 2014 08:07
Hálfur Dettifossvegur verri en enginn Ferðaþjónustuaðilar á norðausturhorni landsins óttast hrun, þegar bara hálfur Dettifossvegur verður opnaður meðfram Jökulsárgljúfrum næsta sumar, og segja að ferðamennirnir muni sleppa Ásbyrgi og byggðunum við norðurströndina. 25. október 2009 11:24
Dynjandisheiði opnast eftir 5 mánaða ófærð Hópur snjóruðningsmanna á fjórum vinnuvélum keppist nú við að ryðja snjó af þjóðveginum um Dynjandisheiði. 8. maí 2015 15:13
Flýgur til Reykjavíkur til að komast milli byggða á Vestfjörðum Hvernig ætli Reykvíkingum þætti það ef þeir kæmust ekki til Suðurlands nema aka fyrst norður til Blönduóss og þaðan suður yfir Kjöl? Þetta er sú staða sem uppi er á Vestfjörðum 17. mars 2014 22:31