Google kynnti nýja útgáfu af Android Samúel Karl Ólason skrifar 28. maí 2015 21:30 Sundar Pichai, varaforseti Android, talaði við gesti ráðstefnunnar í San Francisco. Vísir/AP Tæknirisinn Google kynnti nýjustu útgáfu Android stýrikerfisins á ráðstefnu í San Francisco í dag. Android M mun taka við af Android 5.0 Lollipopp seinna á þessu ári. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja að nýju útgáfunni fylgi fjölmargar nýjungar og endurbætur. David Burke, varaforseti verkfræðideildar Google, sagði á ráðstefnunni að fyrirtækið hafi fylgst með hvað símaframleiðendurnir hafi verið að bæta við stýrikerfið. Google hefur fært margar af þeim viðbótum inn í kjarna Android. Samkvæmt The Verge hefur Google gert miklar breytingar á vafra sínum Chrome. Meðal annars verður notendum og forriturum boðið upp á notkunarmöguleikann Chrome Custom Tabs gerir forriturum kleift að setja heimasíður beint inn í smáforrit sín, svo notendur þurfi ekki að flakka á milli forrita til að skoða efnið. Auk þessi er nýja stýrikerfið sagt bæta rafmagnsnýtingu snjalltækja. Nýtt forrit sem heitir Doze, notar hreyfiskynjara til þess að sjá hvort tækið er í notkun og ef ekki, þá slekkur forritið á öðrum forritum sem keyra í bakgrunninum. Burke sagði að Doze hefði tvöfaldað endingu rafhlöðu í Nexus 9 spjaldtölvu.Með fjölda tilkynninga sem komu fram á ráðstefnunni er að Google hefur gert samning við HBO um aðgang að streymiþjónustunni HBO Now. Ekki liggur fyrir hvenær sá notkunarmöguleiki verður í boði fyrir notendur, en hingað til hefur Apple verið eina fyrirtækið sem hefur aðgang að HBO now. Google kynnti einnig forritið Android@Home, sem er nokkurskonar samskiptamiðstöð allra snjalltækja á heimilum notenda. Þannig væri mögulega hægt að stýra öllum snjalltækjum heimilisins úr símum eða spjaldtölvum. Google Photos er ný þjónusta fyrirtækisins sem ætlað er að halda utan um allar ljósmyndir notenda. Þar verður notendum boðið að hafa óendanlegt pláss til að geyma og skipuleggja myndasöfn sín á netinu. Upprunalega var Photos hluti af Google+ en sá samfélagsmiðill er talinn misheppnaður þar sem mun færri skráðu sig en Google vonaðist til. Tækni Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Tæknirisinn Google kynnti nýjustu útgáfu Android stýrikerfisins á ráðstefnu í San Francisco í dag. Android M mun taka við af Android 5.0 Lollipopp seinna á þessu ári. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja að nýju útgáfunni fylgi fjölmargar nýjungar og endurbætur. David Burke, varaforseti verkfræðideildar Google, sagði á ráðstefnunni að fyrirtækið hafi fylgst með hvað símaframleiðendurnir hafi verið að bæta við stýrikerfið. Google hefur fært margar af þeim viðbótum inn í kjarna Android. Samkvæmt The Verge hefur Google gert miklar breytingar á vafra sínum Chrome. Meðal annars verður notendum og forriturum boðið upp á notkunarmöguleikann Chrome Custom Tabs gerir forriturum kleift að setja heimasíður beint inn í smáforrit sín, svo notendur þurfi ekki að flakka á milli forrita til að skoða efnið. Auk þessi er nýja stýrikerfið sagt bæta rafmagnsnýtingu snjalltækja. Nýtt forrit sem heitir Doze, notar hreyfiskynjara til þess að sjá hvort tækið er í notkun og ef ekki, þá slekkur forritið á öðrum forritum sem keyra í bakgrunninum. Burke sagði að Doze hefði tvöfaldað endingu rafhlöðu í Nexus 9 spjaldtölvu.Með fjölda tilkynninga sem komu fram á ráðstefnunni er að Google hefur gert samning við HBO um aðgang að streymiþjónustunni HBO Now. Ekki liggur fyrir hvenær sá notkunarmöguleiki verður í boði fyrir notendur, en hingað til hefur Apple verið eina fyrirtækið sem hefur aðgang að HBO now. Google kynnti einnig forritið Android@Home, sem er nokkurskonar samskiptamiðstöð allra snjalltækja á heimilum notenda. Þannig væri mögulega hægt að stýra öllum snjalltækjum heimilisins úr símum eða spjaldtölvum. Google Photos er ný þjónusta fyrirtækisins sem ætlað er að halda utan um allar ljósmyndir notenda. Þar verður notendum boðið að hafa óendanlegt pláss til að geyma og skipuleggja myndasöfn sín á netinu. Upprunalega var Photos hluti af Google+ en sá samfélagsmiðill er talinn misheppnaður þar sem mun færri skráðu sig en Google vonaðist til.
Tækni Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira