Íslenski boltinn

Stjörnubanarnir frá Selfossi í stuði eftir leik

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Hressir og kátir Selfyssingar eftir leik.
Hressir og kátir Selfyssingar eftir leik. mynd/torfi ragnar sigurðsson
Selfoss varð í kvöld fyrsta liðið til að vinna Íslands- og bikarmeistara Stjörnunnar í Pepsi-deild kvenna í rúmt ár.

Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfyssinga, tryggði gestunum sigurinn á Samsung-vellinum í kvöld með marki á 68. mínútu, en Selfoss komst tvisvar sinnum yfir í leiknum.

Stjarnan tapaði síðast í Pepsi-deildinni 13. maí í fyrra þegar Breiðablik vann Garðbæinga, 1-0, í fyrstu umferðinni. Síðan þá hefur Stjarnan hvorki tapað í deild né bikar.

Sjá einnig:Dagný og Guðmunda segja Selfoss komið af alvöru í toppbaráttuna

Það var eðlilega glatt á hjalla hjá stelpunum frá Selfossi og starfsliði þeirra eftir leik.

Þær brugðu á leik inn í klefa og stilltu sér upp í skemmtilega myndatöku. Því miður vantar hetjuna Guðmundu á myndina en hún var úti á velli að sinna fjölmiðlum.

Myndina, sem sjá má hér að ofan, tók Torfi Ragnar Sigurðsson úr meistaraflokksráði Selfoss og er hún birt með góðfúslegu leyfi hans.

Hér má lesa umfjöllun um leikinn, viðtöl og sjá myndir Pjeturs Sigurðssonar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×