Mannréttindasamtök og verkalýðshreyfingar hafa fordæmt aðstöðu verkamannanna í Katar, sem flestir koma frá Nepal, Indlandi og Bangladess.

Er samanburðurinn vægast sagt sláandi.
Alþjóðasamök verkalýðsfélaga áætlar að allt að fjögur þúsund verkamenn muni að óbreyttu láta lífið vegna framkvæmdanna þar til að mótið verður sett að vetri til 2022.
Yfirvöld í Katar hafa heitið því að bæta aðstöðu þeirra. Þó hafa fréttir til að mynda borist af því að nepölskum farandverkamönnum hafi verið meinað að fara til heimalands síns í kjölfar jarðskjálftanna sem þar riðu yfir landið í lok apríl og maí.
Hér fyrir neðan má sjá grafíska framsetningu Channel 4 News á dauðsföllunum. Þar kemur meðal annars fram að nú þegar hafa 62 látið lífið fyrir hvern einasta leik sem haldinn verður á mótinu árið 2022.
The shocking death toll (so far) from Qatar's World Cup construction.It's way in excess of any other major recent sporting event...Watch more from Alex Thomson: https://www.youtube.com/watch?v=nCc_raw8cgI
Posted by Channel 4 News on Thursday, 28 May 2015