Deila reynslu af nauðgunum og misnotkun: „Ég var bara sex ára“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. maí 2015 13:49 Umræðan hefur átt sér stað inn á Facebook hópnum Beauty Tips. vísir/getty Notendur Facebook hópsins Beauty Tips hafa undanfarinn sólarhring deilt reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og nauðgunum fyrir öðrum meðlimum hópsins. Inn á hópnum eru ríflega 24.000 stelpur og konur á öllum aldri. Sögunum hefur verið deilt undir #þöggun og #konurtala. Ein segir frá því þegar hún átján ára varð fyrir því að fertugur rútubílstjóri nauðgaði henni þar sem hún lá rænulaus. Önnur skilar skömminni heim til barnsföður síns sem hélt hníf að hálsi hennar og nauðgaði henni á meðan barn þeirra grét í fangi móður sinnar. Sögurnar eru orðnar mýmargar og jafn mismunandi og þær eru margar. Ein stúlkan segir frá því að henni hafi verið nauðgað þegar hún var tíu ára, aftur þegar hún var þrettán og í þrígang er hún var fjórtán ára. Í öll skiptin hafi henni verið sagt að hún væri hóra, að hún hafi tælt þá og að hún væri að eyðileggja líf gerendanna með því að segja frá. Hún endar frásögn sína á því að ef að fleiri væru ekki að segja frá myndi hún aldrei þora að gera það sjálf. Enn ein segir frá því að þegar hún var um sex ára aldur hafi faðir hennar misnotað hana. Hún hafi verið að gista hjá honum, hann kom inn um nóttina til hennar og snerti hana. Hún hafi sagt frá við fyrsta tækifæri og móðir hennar kært hann. Móðirin tapaði málinu og það sem henni þótti verra var að faðirnn fékk umgengnisrétt við sig. Þetta er aðeins toppurinn á ísjakanum en notendur hópsins geta lesið sögunar inn á honum en einnig hefur skapast umræða um málið inn á Twitter undir #þöggun.#þöggun Tweets Tengdar fréttir Fórnarlömb nauðgana: „Núna vissi ég áhættuna sem fylgir því að drekka svona mikið“ Fengu báðar sömu skilaboð um að áfengisneysla auki líkurnar á að þeim yrði nauðgað. 17. apríl 2015 19:30 Þolandi hrellikláms tók þátt í FreeTheNipple: „Fannst ég eignast líkamann á ný“ Sólveig Helga Hjarðar varð fyrir barðinu á hrelliklámi á unglingsárum sínum. 1. apríl 2015 16:45 „Það er á ábyrgð okkar allra að #freethenipple-átakið snúist ekki upp í andhverfu sína“ Þórdís Elva Þorvaldsdóttir er afar ánægð með dag geirvörtunnar og segist stolt og hrærð yfir hversu margir tóku þátt í að dásama líkamann. 27. mars 2015 13:24 Kvenréttindafélag Íslands: #Freethenipple skref í átt að auknu kynfrelsi Kvenréttindafélag Íslands hefur sent frá sér ályktun vegna #freethenipple byltingarinnar. 27. mars 2015 22:28 Afleiðing nauðgunar oft sektarkennd: „Óviðunandi að stúlkur mæti þessum viðhorfum“ „Þetta viðhorf er ekki aðeins óheppilegt, heldur beinlínis skaðlegt,“ segir Guðrún Jónsdóttir framkvæmdastýra Stígamóta. 20. apríl 2015 20:30 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Notendur Facebook hópsins Beauty Tips hafa undanfarinn sólarhring deilt reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og nauðgunum fyrir öðrum meðlimum hópsins. Inn á hópnum eru ríflega 24.000 stelpur og konur á öllum aldri. Sögunum hefur verið deilt undir #þöggun og #konurtala. Ein segir frá því þegar hún átján ára varð fyrir því að fertugur rútubílstjóri nauðgaði henni þar sem hún lá rænulaus. Önnur skilar skömminni heim til barnsföður síns sem hélt hníf að hálsi hennar og nauðgaði henni á meðan barn þeirra grét í fangi móður sinnar. Sögurnar eru orðnar mýmargar og jafn mismunandi og þær eru margar. Ein stúlkan segir frá því að henni hafi verið nauðgað þegar hún var tíu ára, aftur þegar hún var þrettán og í þrígang er hún var fjórtán ára. Í öll skiptin hafi henni verið sagt að hún væri hóra, að hún hafi tælt þá og að hún væri að eyðileggja líf gerendanna með því að segja frá. Hún endar frásögn sína á því að ef að fleiri væru ekki að segja frá myndi hún aldrei þora að gera það sjálf. Enn ein segir frá því að þegar hún var um sex ára aldur hafi faðir hennar misnotað hana. Hún hafi verið að gista hjá honum, hann kom inn um nóttina til hennar og snerti hana. Hún hafi sagt frá við fyrsta tækifæri og móðir hennar kært hann. Móðirin tapaði málinu og það sem henni þótti verra var að faðirnn fékk umgengnisrétt við sig. Þetta er aðeins toppurinn á ísjakanum en notendur hópsins geta lesið sögunar inn á honum en einnig hefur skapast umræða um málið inn á Twitter undir #þöggun.#þöggun Tweets
Tengdar fréttir Fórnarlömb nauðgana: „Núna vissi ég áhættuna sem fylgir því að drekka svona mikið“ Fengu báðar sömu skilaboð um að áfengisneysla auki líkurnar á að þeim yrði nauðgað. 17. apríl 2015 19:30 Þolandi hrellikláms tók þátt í FreeTheNipple: „Fannst ég eignast líkamann á ný“ Sólveig Helga Hjarðar varð fyrir barðinu á hrelliklámi á unglingsárum sínum. 1. apríl 2015 16:45 „Það er á ábyrgð okkar allra að #freethenipple-átakið snúist ekki upp í andhverfu sína“ Þórdís Elva Þorvaldsdóttir er afar ánægð með dag geirvörtunnar og segist stolt og hrærð yfir hversu margir tóku þátt í að dásama líkamann. 27. mars 2015 13:24 Kvenréttindafélag Íslands: #Freethenipple skref í átt að auknu kynfrelsi Kvenréttindafélag Íslands hefur sent frá sér ályktun vegna #freethenipple byltingarinnar. 27. mars 2015 22:28 Afleiðing nauðgunar oft sektarkennd: „Óviðunandi að stúlkur mæti þessum viðhorfum“ „Þetta viðhorf er ekki aðeins óheppilegt, heldur beinlínis skaðlegt,“ segir Guðrún Jónsdóttir framkvæmdastýra Stígamóta. 20. apríl 2015 20:30 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Fórnarlömb nauðgana: „Núna vissi ég áhættuna sem fylgir því að drekka svona mikið“ Fengu báðar sömu skilaboð um að áfengisneysla auki líkurnar á að þeim yrði nauðgað. 17. apríl 2015 19:30
Þolandi hrellikláms tók þátt í FreeTheNipple: „Fannst ég eignast líkamann á ný“ Sólveig Helga Hjarðar varð fyrir barðinu á hrelliklámi á unglingsárum sínum. 1. apríl 2015 16:45
„Það er á ábyrgð okkar allra að #freethenipple-átakið snúist ekki upp í andhverfu sína“ Þórdís Elva Þorvaldsdóttir er afar ánægð með dag geirvörtunnar og segist stolt og hrærð yfir hversu margir tóku þátt í að dásama líkamann. 27. mars 2015 13:24
Kvenréttindafélag Íslands: #Freethenipple skref í átt að auknu kynfrelsi Kvenréttindafélag Íslands hefur sent frá sér ályktun vegna #freethenipple byltingarinnar. 27. mars 2015 22:28
Afleiðing nauðgunar oft sektarkennd: „Óviðunandi að stúlkur mæti þessum viðhorfum“ „Þetta viðhorf er ekki aðeins óheppilegt, heldur beinlínis skaðlegt,“ segir Guðrún Jónsdóttir framkvæmdastýra Stígamóta. 20. apríl 2015 20:30