„Gott að geta fylgt ráspól eftir með því að vinna keppnina. Loksins náði ég góðri ræsingu, þær hafa verið erfiðar en það kom loksins í dag,“ sagði Rosberg á pallinum.
„Ég er bara að njóta dagsins og kvöldsins og svo mun ég snúa athyglinni að næstu keppni en fyrst ætla ég að njóta,“ bætti Rosberg við.
„Ég átt slaka ræsingu sem skóp erfiða keppni, mikið spól. Gott að komast aftur í annað sæti fyrir liðið, Nico átti frábæran dag og ég vil óska honum til hamingju,“ sagði Lewis Hamilton á verðlaunapallinum.
„Við reyndum allt sem við gátum, hugsanlega hefðum við getað náð öðru sæti en það er samt erfitt að segja. Hugsanlega með annarri keppnisáætlun hefðum við verið nær en sennilega ekki. Sem ökumaður verður maður alltaf að vera að kvarta yfir einhverju, við verðum að halda okkur á tánum,“ sagði Sebastian Vettel sem varð í þriðja sæti á Ferrari.
„Þetta er eins og við höfum báðum bílum í fyrsta sæti í endamark, af því að Nico ók óaðfinnanlega en Lewis ók einstaklega vel líka, hann kom til baka eftir erfiða ræsingu og slakt þjónusutuhlé,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes.

„Við þurfum ekki að hugsa um eigin óheppni, við verðum að horfa fram á við. Tíminn var góður framan af og svo óheppilegt atvik með liðsfélaga mínum. Hann braut afturvænginn minn, það eru keppnir fram undan til að hlakka til,“ sagði Pastor Maldonado.
„Þetta var svolítið eins og endurtekið efni fyrir mig, ég var að berjast við að halda einum af þeim rauðu fyrir aftan mig. Við náðum framförum þessa helgi, við vorum ekki með stórar uppfærslur en svo virðist sem enginn hafi komið með neinar töfralausnir. Ég hlakka mikið til keppnanna framundan. Mónakó er reyndar ekki okkar sterkasta braut,“ sagði Valtteri Bottas eftir keppnina.