Íslenski boltinn

Stelpurnar byrja innanhúss

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þór/KA stelpur spila fyrsta heimaleikinn sinn í Boganum.
Þór/KA stelpur spila fyrsta heimaleikinn sinn í Boganum. Vísir/Valli
Pepsi-deild kvenna í fótbolta hefst með heilli umferð á fimmtudaginn en ekki allir leikirnir fara fram utanhúss.

Mótanefnd KSÍ hefur samþykkt breytingu á leikstað hjá Þór/KA og ÍBV. Leikurinn átti að fara fram á Þórsvelli en fer nú fram í Boganum og hefst klukkan 15.30.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Þórsstelpurnar hafa byrjað tímabilið í Boganum en það gerðu þær bæði 2012 og 2013.

Þetta verður lokaleikur umferðarinnar en klukkan 14.00 sama dag mætast Valur og Afturelding á Vodafonevellinum á Hlíðarenda, Breiðablik og Þróttur R. á Kópavogsvelli, Stjarnan og KR á Samsung-vellinum í Garðabæ og loks Fylkir og Selfoss á Fylkisvelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×