Með kaldari maímánuðum Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2015 14:15 Landsmeðalhiti í byggð var 0,36 stig í gær, sem er 4,4 hitastigum undir meðaltali síðustu tíu ára. Vísir/Getty/Aðalsteinn Hvert kuldametið virðist falla á fætur öðru og maímánuður fer ekki vel af stað með tilliti til hita. Veður hefur hins vegar að mestu verið milt og sólríkt, hér sunnan til hið minnsta og er spáð að veður muni haldast eins út vikuna. Landsmeðalhiti í byggð var 0,36 stig í gær, sem er 4,4 hitastigum undir meðaltali síðustu tíu ára. Þar að auki féll landsdægurlágmarksmet í gær þegar hitinn á Brúarjökli fór niður í -18,1 stig. „Þetta var óvenju vel að verki staðið því þetta er miklu kaldara en gamla metið, -13,8 stig, sem sett var á Hveravöllum 1992. Þetta er þriðja landsdægurlágmarksmetið sem fellur í mánuðinum,“ segir veðurfræðingurinn Trausti Jónsson á bloggsíðunni Hungurdiskar. Trausti segir að staðan sé nú þannig að á 67 ára listum hafi maí aðeins tvisvar sinnum verið kaldari í Reykjavík, á Akureyri og á Dalatanga. „Í Reykjavík eru það 1982 og 1979 sem eru kaldari. Lengra í fortíðinni má finna meiri kulda en nú 1943 og á nokkrum árum á 19. öld í Reykjavík - kaldast var þó 1979. Á langa Stykkishólmslistanum er staðan þannig að 18 maímánuðir hafa byrjað kaldari síðustu 170 árin, kaldasta maíbyrjunin var þar 1979.“ Það sem af er mánuðinum hefur verið hlýjast í Surtsey, en meðalhitinn þar er 3,0 stig. Kaldast hefur verið í Sandbúðum á Sprengisandsleið. Þar hefur frostið verið -8,0 að meðaltali. „Sólskinsstundirnar í Reykjavík mældust 7,1 í dag, nægir ekki alveg til að ná 1. sæti á sólskinslistanum, 0,4 stundum munar á núverandi mánuði og maí 1958. Sáralítið sólskin hefur mælst við Mývatn í mánuðinum, aðeins 17,7 stundir.“ Veður Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Sjá meira
Hvert kuldametið virðist falla á fætur öðru og maímánuður fer ekki vel af stað með tilliti til hita. Veður hefur hins vegar að mestu verið milt og sólríkt, hér sunnan til hið minnsta og er spáð að veður muni haldast eins út vikuna. Landsmeðalhiti í byggð var 0,36 stig í gær, sem er 4,4 hitastigum undir meðaltali síðustu tíu ára. Þar að auki féll landsdægurlágmarksmet í gær þegar hitinn á Brúarjökli fór niður í -18,1 stig. „Þetta var óvenju vel að verki staðið því þetta er miklu kaldara en gamla metið, -13,8 stig, sem sett var á Hveravöllum 1992. Þetta er þriðja landsdægurlágmarksmetið sem fellur í mánuðinum,“ segir veðurfræðingurinn Trausti Jónsson á bloggsíðunni Hungurdiskar. Trausti segir að staðan sé nú þannig að á 67 ára listum hafi maí aðeins tvisvar sinnum verið kaldari í Reykjavík, á Akureyri og á Dalatanga. „Í Reykjavík eru það 1982 og 1979 sem eru kaldari. Lengra í fortíðinni má finna meiri kulda en nú 1943 og á nokkrum árum á 19. öld í Reykjavík - kaldast var þó 1979. Á langa Stykkishólmslistanum er staðan þannig að 18 maímánuðir hafa byrjað kaldari síðustu 170 árin, kaldasta maíbyrjunin var þar 1979.“ Það sem af er mánuðinum hefur verið hlýjast í Surtsey, en meðalhitinn þar er 3,0 stig. Kaldast hefur verið í Sandbúðum á Sprengisandsleið. Þar hefur frostið verið -8,0 að meðaltali. „Sólskinsstundirnar í Reykjavík mældust 7,1 í dag, nægir ekki alveg til að ná 1. sæti á sólskinslistanum, 0,4 stundum munar á núverandi mánuði og maí 1958. Sáralítið sólskin hefur mælst við Mývatn í mánuðinum, aðeins 17,7 stundir.“
Veður Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Sjá meira