María Ólafsdóttir Eurovision-fari frumflutti tvö ný lög á tónleikum í Kringlunni um helgina. Jafnframt var kjólinn sem María mun klæðast á sviðinu í Vín í næstu viku frumsýndur áhorfendum.
Framlag okkar Íslendinga í keppninni í ár, Unbroken, var svo tekið undir lokin. Fjölmargir mættu á tónleikana og gaf María sér tíma eftir þá til að gefa aðdáendum eiginhandaáritanir.
Davíð Lúther Sigurðarson hjá Silent mætti að sjálfsögðu í Kringluna til að taka upp viðtöl við Maríu og fleiri úr hópnum. Vísir mun áfram birta myndbönd frá Eurovisionþátttöku Maríu Ólafs næstu daga og vikur.
Maríu fylgt eftir: Kjóllinn frumsýndur í Kringlunni
Tengdar fréttir

Ísland þarf ekki að draga sig úr Eurovision
Búið er að finna lausn á þeim vanda sem skapaðist í kringum verkfallið.

Dagur í lífi Maríu Ólafs
Eurovision-stjörnu Íslands fylgt eftir í heilan dag.

Atli Þór bjargar Eurovision í ár: Brjálaður aðdáandi í þrjá tíma á ári
„Þetta leggst mjög vel í mig og ég er bara spenntur,“ segir Atli Þór Jóhannsson.

María var farin að standa uppi á borði sem smábarn og skemmta áhorfendum
Ardís Ólöf Víkingsdóttir, snyrtifræðingur og söngkona, ætlar að fylgja systur sinni, Maríu Ólafsdóttur, til Vínarborgar og veifa íslenska fánanum í salnum. Hún hlakkar mikið til að fylgjast með Maríu.