Íslendingur í Nepal: „Jörðin skalf í fjörutíu og fimm sekúndur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 12. maí 2015 08:39 Gísli er staddur í Nepal. vísir/stefán/afp „Það varð gríðarlegur eftirskjálfi hér í Nepal,“ segir Gísli Rafn Ólafsson hjálparstarfsmaður en hann er staddur í Nepal. Stór jarðskjálfti skók Nepal í morgun, rúmum tveimur vikum eftir að fyrsti skjálftinn reið yfir. Skjálftinn í morgun var 7,4 að stærð.Sjá einnig: Annar stór skjálfti í Nepal í morgun„Jörðin skalf í fjörutíu og fimm sekúndur. Allir í mínum hjálparstarfshópi eru heilir á húfi en við erum enn að bíða eftir nánari skýrslum um aðra hjálparstarfsmenn. Jarðskjálftinn varð um sjötíu kílómetrum vestur af Katmandú, en hinn skjálftinn varð sjötíu kílómetrum austur af borginni.“ „Allt í einu byrjaði bara allt að skjálfa hér í Katmandú og það var alveg greinilegt að um rosalegan skjálfta var um að ræða, ekki einhvern eftirskjálfta sem við höfum fundið hingað til. Hann stóð yfir í tæpa mínútu og fólki var að sjálfsögðu mjög brugðið.“ Gísli segir að fólk hafi allstaðar hlaupið út á götu og í mikilli geðhræringu.Húsin hrynja og tjaldsjúkrahús að fyllast „Fólk er þar enn af hræðslu. Við höfum verið að frétta það af svæðum nær upptökum skjálftans að þar hafi verið að hrynja þó nokkuð mikið af húsum og það sé verið að koma með fjölda slasaðra inn á tjaldsjúkrahús á svæðinu,“ segir Gísli og bætir við að tjón í höfuðborginni sé ekki mikið eftir skjálftann í morgun. „Flugvellinum hefur verið lokaður og þar að leiðandi koma engar vélar hingað, né taka á loft. Fólk hefur miklar áhyggjur af því hversu sterkir skjálftar eru að koma hér og langt frá upptökum fyrsta skjálftans. Það eru t.d. yfir 100 kílómetrar á milli þessara stóru skjálfta.“ Hann segir að skjálftinn í morgun auki vissulega á óöryggi íbúa í Nepal. „Fólk er rétt að byrja jafna sig á því sem gerðist fyrir tveimur viku síðan. Ég reikna með því að það verði ansi margir sem sofi undir beru lofti í kvöld.“ Gísli flaug út til Nepal í lok aprílmánaðar og hefur verið við hjálparstörf síðan. Talsmaður Rauða krossins segir fjölda hafa látist og slasast í skjálftanum í morgun. Eftirskjálfti reið yfir skömmu eftir stóra skjálftann og mældist hann 5,6 að stærð.Sjá einnig: Gísli Rafn um björgunarstarf í Nepal: „Hver mínúta skiptir máli“ Skjálftinn laugardaginn þann 25. apríl var 7,8 að stærð. Í hönum létust að minnsta kosti átta þúsund manns og olli gífurlegri eyðileggingu á svæðinu. Hér að neðan má sjá færslu sem Gísli setti inn á Facebook í morgun. We just had a major aftershock (7.1M) here in Nepal. The ground was shaking for about 45 seconds. All NetHope staff is...Posted by Gisli Rafn Olafsson on 12. maí 2015 Jarðskjálfti í Nepal Nepal Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
„Það varð gríðarlegur eftirskjálfi hér í Nepal,“ segir Gísli Rafn Ólafsson hjálparstarfsmaður en hann er staddur í Nepal. Stór jarðskjálfti skók Nepal í morgun, rúmum tveimur vikum eftir að fyrsti skjálftinn reið yfir. Skjálftinn í morgun var 7,4 að stærð.Sjá einnig: Annar stór skjálfti í Nepal í morgun„Jörðin skalf í fjörutíu og fimm sekúndur. Allir í mínum hjálparstarfshópi eru heilir á húfi en við erum enn að bíða eftir nánari skýrslum um aðra hjálparstarfsmenn. Jarðskjálftinn varð um sjötíu kílómetrum vestur af Katmandú, en hinn skjálftinn varð sjötíu kílómetrum austur af borginni.“ „Allt í einu byrjaði bara allt að skjálfa hér í Katmandú og það var alveg greinilegt að um rosalegan skjálfta var um að ræða, ekki einhvern eftirskjálfta sem við höfum fundið hingað til. Hann stóð yfir í tæpa mínútu og fólki var að sjálfsögðu mjög brugðið.“ Gísli segir að fólk hafi allstaðar hlaupið út á götu og í mikilli geðhræringu.Húsin hrynja og tjaldsjúkrahús að fyllast „Fólk er þar enn af hræðslu. Við höfum verið að frétta það af svæðum nær upptökum skjálftans að þar hafi verið að hrynja þó nokkuð mikið af húsum og það sé verið að koma með fjölda slasaðra inn á tjaldsjúkrahús á svæðinu,“ segir Gísli og bætir við að tjón í höfuðborginni sé ekki mikið eftir skjálftann í morgun. „Flugvellinum hefur verið lokaður og þar að leiðandi koma engar vélar hingað, né taka á loft. Fólk hefur miklar áhyggjur af því hversu sterkir skjálftar eru að koma hér og langt frá upptökum fyrsta skjálftans. Það eru t.d. yfir 100 kílómetrar á milli þessara stóru skjálfta.“ Hann segir að skjálftinn í morgun auki vissulega á óöryggi íbúa í Nepal. „Fólk er rétt að byrja jafna sig á því sem gerðist fyrir tveimur viku síðan. Ég reikna með því að það verði ansi margir sem sofi undir beru lofti í kvöld.“ Gísli flaug út til Nepal í lok aprílmánaðar og hefur verið við hjálparstörf síðan. Talsmaður Rauða krossins segir fjölda hafa látist og slasast í skjálftanum í morgun. Eftirskjálfti reið yfir skömmu eftir stóra skjálftann og mældist hann 5,6 að stærð.Sjá einnig: Gísli Rafn um björgunarstarf í Nepal: „Hver mínúta skiptir máli“ Skjálftinn laugardaginn þann 25. apríl var 7,8 að stærð. Í hönum létust að minnsta kosti átta þúsund manns og olli gífurlegri eyðileggingu á svæðinu. Hér að neðan má sjá færslu sem Gísli setti inn á Facebook í morgun. We just had a major aftershock (7.1M) here in Nepal. The ground was shaking for about 45 seconds. All NetHope staff is...Posted by Gisli Rafn Olafsson on 12. maí 2015
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira