"Örsamfélög stjórnað af konum í hormónarússi“ Ólöf Skaftadóttir skrifar 12. maí 2015 16:00 Hanna Ólafsdóttir vísir/hanna/getty Bumbuhópar hafa sprottið upp í auknu mæli undanfarið á Facebook og á þartilgerðum síðum, svosem www.draumaborn.is, þar sem konur sem eiga von á sér um svipað leyti geta leitað hver til annarrar og notið stuðnings á meðgöngunni. Fjallað er um málið í nýjasta tölublaði Glamour en hluti umfjölluninnar birtist hér. „Ég fór hikandi í bumbuhóp þegar ég varð ólétt af mínu fyrsta barni fyrir sjö árum síðan. Mér þótti bumbuhópar alveg yfirmáta hallærislegir en spenningurinn og forvitnin um allt meðgöngutengt hafði betur,“ segir Hanna Ólafsdóttir, 36 ára tveggja barna móðir. „Í þá daga voru bumbuhóparnir á spjallborðum þar sem fólk naut verndar nafnleyndar þar til að þess var krafist að allir opinberuðu sig og tækju virkan þátt í spjallinu."Gekkst við því að vera orðin barnalandstýpan „Þá var að hrökkva eða stökkva. Gangast við því að vera orðin “barnalandstýpa” eða halda kúlinu og missa af umræðum um gyllinæðar og faðernispróf. Ég ákvað að koma út úr skápnum og sé ekki eftir því. Bumbuhópar eru nefnilega merkileg fyrirbæri. Þeir eru örsamfélög stjórnað af konum í hormónarússi. Konum sem eiga ekkert sameiginlegt nema mánuðinn sem væntanlegt barn á að koma í heiminn.“ Eins og í öllum samfélögum komu þó stundum upp deilur. Þær þróuðust út í passive aggressívan pirring að hætti hormónafullra kvenna og litlar grúbbur mynduðust innan stóra hópsins. „Ég gekk í seinni bumbuhópinn minn sex árum síðar. Hann var á Facebook og allir undir nafni. Það var áhugavert að fylgjast með sama mynstrinu í seinni hópnum. Grúbbur mynduðust, konur ráðlögðu og sumar hættu og fóru í fýlu þegar kröfur um virkni og hittinga urðu meiri. Það virðist nefnilega vera að að krafa um ákveðna virkni í spjalli sé eitt af því sem að sjálfskipaðir leiðtogar hópanna leggja mesta áherslu á. Þú þarft að pósta og svara hvort sem þú hefur áhuga á því eða ekki. Annars getur þú verið úti,“ segir Hanna.„Þegar leið á meðgönguna fannst mé stundum eins og hópurinn misst marks sem stuðningur og fór að snúast í andhverfu sína.“Þolinmæði ekki helsta dyggð óléttra kvenna Í síðari hópnum segir Hanna að hún hafi verið hálfgerður öldungur miðað við hinar stúlkurnar. Margar kvennanna hafi verið um tvítugt að ganga með sitt fyrsta barn en um þúsund konur voru í hópnum. Furðulega hátt hlutfall þeirra hafi verið á leiðinni í faðernispróf. „Þegar leið á meðgönguna fannst mér stundum eins og hópurinn missti marks sem stuðningur og færi að snúast í andhverfu sína. Þegar ein byrjaði að fá verki, var eins og verkjavírus færi eins og eldur í sinu í gegnum tölvuskjáinn og meira en helmingur meðlima varð undirlagður af verkjum. Þolinmæði er líklega ekki helsta dyggð óléttra kvenna og grátkór kvenna sem var komnar voru á ystu nöf andlega og líkamlega orðinn mjög hávær. Ein kvennanna fór í belglosun og um leið urðu tíu aðrar öfundssjúkar og suðuðu í sinni ljósmóður að fá að fara líka." Ljósmóðirin sem fylgdi Hönnu í gegnum mæðravernd vildi meina að bumbuhópar væru verkfæri djöfulsins og ranghvolfdi augunum á sama tíma þegar hún fékk að heyra samræðurnar sem áttu sér stað í hópnum. „Hún vildi meina að rangar upplýsingar og hystería fengu að grassera í slíkum hópum. Þrátt fyrir það má ekki gleyma að þar fær hjálpsemi og stuðningur líka að blómstra og slíkt getur verið ómetanlegt fyrir konur sem eru að ganga í gegnum rússibana meðgöngunnar. Maður þarf bara að grisja frá ruglið og njóta þess góða sem þeir hafa upp á að bjóða.“ Verðandi mæður hafa sjúkdómsgreint sig fyrir skoðun Björk Tryggvadóttir, ljósmóðir, kannast ágætlega við bumbuhópana og það sem þeim fylgir. „Já, ég hef merkt þetta í mínu starfi. Þetta er orðið svolítið hættulegt, held ég. Ég á raunar ekki til orð hvað er bullað inn í sumum þessum hópum.“ Björk segist hafa rætt þetta tiltekna vandamál við kollega sína. „Netheimurinn er orðinn vandamál í heilbrigðisgeiranum. Það er bara þannig. Þetta faglega er að víkja fyrir bullinu.“ „Ég hef til dæmis tekið á móti mörgum konum sem eru búnar að sjúkdómsgreina sig þegar þær koma og halda að þær viti hvað ami að sér. Þetta er frekar sterkt hjá þeim, finn ég.“ Líkt og áður segir er hægt að lesa meira um málið í nýjasta blaði Glamour. Hægt er að gerast áskrifandi að Glamour með því að smella hér og að auki er Glamour á Facebook og Instagram. Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Fleiri fréttir Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Sjá meira
Bumbuhópar hafa sprottið upp í auknu mæli undanfarið á Facebook og á þartilgerðum síðum, svosem www.draumaborn.is, þar sem konur sem eiga von á sér um svipað leyti geta leitað hver til annarrar og notið stuðnings á meðgöngunni. Fjallað er um málið í nýjasta tölublaði Glamour en hluti umfjölluninnar birtist hér. „Ég fór hikandi í bumbuhóp þegar ég varð ólétt af mínu fyrsta barni fyrir sjö árum síðan. Mér þótti bumbuhópar alveg yfirmáta hallærislegir en spenningurinn og forvitnin um allt meðgöngutengt hafði betur,“ segir Hanna Ólafsdóttir, 36 ára tveggja barna móðir. „Í þá daga voru bumbuhóparnir á spjallborðum þar sem fólk naut verndar nafnleyndar þar til að þess var krafist að allir opinberuðu sig og tækju virkan þátt í spjallinu."Gekkst við því að vera orðin barnalandstýpan „Þá var að hrökkva eða stökkva. Gangast við því að vera orðin “barnalandstýpa” eða halda kúlinu og missa af umræðum um gyllinæðar og faðernispróf. Ég ákvað að koma út úr skápnum og sé ekki eftir því. Bumbuhópar eru nefnilega merkileg fyrirbæri. Þeir eru örsamfélög stjórnað af konum í hormónarússi. Konum sem eiga ekkert sameiginlegt nema mánuðinn sem væntanlegt barn á að koma í heiminn.“ Eins og í öllum samfélögum komu þó stundum upp deilur. Þær þróuðust út í passive aggressívan pirring að hætti hormónafullra kvenna og litlar grúbbur mynduðust innan stóra hópsins. „Ég gekk í seinni bumbuhópinn minn sex árum síðar. Hann var á Facebook og allir undir nafni. Það var áhugavert að fylgjast með sama mynstrinu í seinni hópnum. Grúbbur mynduðust, konur ráðlögðu og sumar hættu og fóru í fýlu þegar kröfur um virkni og hittinga urðu meiri. Það virðist nefnilega vera að að krafa um ákveðna virkni í spjalli sé eitt af því sem að sjálfskipaðir leiðtogar hópanna leggja mesta áherslu á. Þú þarft að pósta og svara hvort sem þú hefur áhuga á því eða ekki. Annars getur þú verið úti,“ segir Hanna.„Þegar leið á meðgönguna fannst mé stundum eins og hópurinn misst marks sem stuðningur og fór að snúast í andhverfu sína.“Þolinmæði ekki helsta dyggð óléttra kvenna Í síðari hópnum segir Hanna að hún hafi verið hálfgerður öldungur miðað við hinar stúlkurnar. Margar kvennanna hafi verið um tvítugt að ganga með sitt fyrsta barn en um þúsund konur voru í hópnum. Furðulega hátt hlutfall þeirra hafi verið á leiðinni í faðernispróf. „Þegar leið á meðgönguna fannst mér stundum eins og hópurinn missti marks sem stuðningur og færi að snúast í andhverfu sína. Þegar ein byrjaði að fá verki, var eins og verkjavírus færi eins og eldur í sinu í gegnum tölvuskjáinn og meira en helmingur meðlima varð undirlagður af verkjum. Þolinmæði er líklega ekki helsta dyggð óléttra kvenna og grátkór kvenna sem var komnar voru á ystu nöf andlega og líkamlega orðinn mjög hávær. Ein kvennanna fór í belglosun og um leið urðu tíu aðrar öfundssjúkar og suðuðu í sinni ljósmóður að fá að fara líka." Ljósmóðirin sem fylgdi Hönnu í gegnum mæðravernd vildi meina að bumbuhópar væru verkfæri djöfulsins og ranghvolfdi augunum á sama tíma þegar hún fékk að heyra samræðurnar sem áttu sér stað í hópnum. „Hún vildi meina að rangar upplýsingar og hystería fengu að grassera í slíkum hópum. Þrátt fyrir það má ekki gleyma að þar fær hjálpsemi og stuðningur líka að blómstra og slíkt getur verið ómetanlegt fyrir konur sem eru að ganga í gegnum rússibana meðgöngunnar. Maður þarf bara að grisja frá ruglið og njóta þess góða sem þeir hafa upp á að bjóða.“ Verðandi mæður hafa sjúkdómsgreint sig fyrir skoðun Björk Tryggvadóttir, ljósmóðir, kannast ágætlega við bumbuhópana og það sem þeim fylgir. „Já, ég hef merkt þetta í mínu starfi. Þetta er orðið svolítið hættulegt, held ég. Ég á raunar ekki til orð hvað er bullað inn í sumum þessum hópum.“ Björk segist hafa rætt þetta tiltekna vandamál við kollega sína. „Netheimurinn er orðinn vandamál í heilbrigðisgeiranum. Það er bara þannig. Þetta faglega er að víkja fyrir bullinu.“ „Ég hef til dæmis tekið á móti mörgum konum sem eru búnar að sjúkdómsgreina sig þegar þær koma og halda að þær viti hvað ami að sér. Þetta er frekar sterkt hjá þeim, finn ég.“ Líkt og áður segir er hægt að lesa meira um málið í nýjasta blaði Glamour. Hægt er að gerast áskrifandi að Glamour með því að smella hér og að auki er Glamour á Facebook og Instagram.
Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Fleiri fréttir Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Sjá meira