Fjölmargir íbúar Nepal sitja nú fastir eftir jarðskjálftann í gær. Vegir skemmdust víða og fleiri hús skemmdust og eyðilögðust. Minnst 79 létu lífið í skjálftanum, sem var 7,3 stig og meira en 2.300 slösuðust. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna segir að víða sé jafnvel erfitt að koma hjálpargögnum til bágstaddra með þyrlum.
Embættismenn gengu í dag um bæinn Chautara með gjallarhorn og báðu fólk um að koma út úr húsum sínum, sem mörg hver eru að hruni komin. Flestir höfðu þó yfirgefið hús sín í gær og höfðu reist tjöld eða skýlu úr hverju sem fannst.
Sameinuðu þjóðirnar báðu alþjóðasamfélagið um 415 milljón dali, um 55 milljarðar króna, í neyðarhjálp eftir stóra skjálftann 25. apríl. Sú upphæð hefur nú verið endurmetin og er 423 milljónir. Einungis 15 prósent höfðu þó af 415 milljónunum í dag, samkvæmt AP fréttaveitunni.
Skjálftinn 25. apríl var 7,8 stig og létust minnst 8.150 manns. Heilu þorpin þurrkuðust út og hundruð þúsunda halda nú til í skýlum og á götum Nepal.
Fjölmörg þorp einangruð

Tengdar fréttir

Annar stór skjálfti í Nepal í morgun
Skjálftinn var 7,4 að stærð en sá fyrri var 7,8 að stærð.

Aðeins átján dagar á milli skjálftanna í Nepal
Tugir manna létust í Nepal, Indlandi og Tíbet. Óttast að tala látinna eigi enn eftir að hækka. Skjálftinn fyrir rúmlega hálfum mánuði var fimm sinnum stærri.

Nepalar óttast nýja skjálfta nær höfuðborginni
Tveir öflugir skjálftar hafa orðið norðaustur af Katmandu og norðvestur af borginni. Menn óttast nýja skjálfta nær höfuðborginni.

Íslendingur í Nepal: „Jörðin skalf í fjörutíu og fimm sekúndur“
„Það varð gríðarlegur eftirskjálfi hér í Nepal,“ segir Gísli Rafn Ólafsson hjálparstarfsmaður en hann er staddur í Nepal.

Neyðarsöfnun vegna jarðskjálftanna í Nepal
UNICEF vinnur að því að koma börnum á svæðinu til aðstoðar.