Viðskipti erlent

Þýskir fjárfestar sækja í gull

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gullverð er í 1.219 dölum á únsuna.
Gullverð er í 1.219 dölum á únsuna. Nordicphtos/Getty
Ásókn þýskra fjárfesta i gull jókst á fyrsta fjórðungi ársins. Þannig vilja þeir verja sig gegn ráðstöfunum Evrópska Seðlabankans og mögulegrar hættu á greiðslufalli gríska ríkisins. Venjan er sú að fjárfestar sæki í auknu mæli í gull þegar óvissan í efnahagslífinu eykst.

Breska blaðið Telegraph vísar í nýjustu tölur Alþjóðagullráðsins þar sem kemur fram að kaup Þjóðverja á gulli jókst um 20 prósent á fyrsta fjórungi og voru viðskipti með 32 tonn í heildina.

„Þetta er hressilegasta byrjun á ári í gullviðskiptum sem við höfum séð í Evróu frá árinu 2011,‟ sagði Alistair Hewitt, yfirmaður markaðsgreininga hjá Alþjóðagullráðinu. Þrátt fyrir mikla aukningu eftirspurnar í Evrópu er mest eftirspurn í Asíu, en 54 prósent eftirspurnarinnar er í Kína og Asíu.

Verð á gullúnsunni var aðeins lægra á fyrsta fjórðungi en á sama tíma í fyrra, eða 1.219 dalir á únsuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×