Íslenski boltinn

Þjálfari ÍBV vissi ekki að liðið hans var manni fleiri í hálftíma

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ian Jeffs.
Ian Jeffs. Vísir/Vilhelm
Ian Jeffs, þjálfari kvennaliðs ÍBV, var í viðtali hjá vefsíðunni fótbolti.net eftir 1-1 jafntefli á móti Þór/KA í fyrstu umferð Pepsi-deildar kvenna á Akureyri í gær.

Shaneka Jodian Gordon tryggði Eyjaliðinu jafnteflið með marki á 66. mínútu eða fimm mínútum eftir að Þór/KA missti Ágústu Kristinsdóttur af velli með rautt spjald.

Ágústa hafði brotið á Gordon og fengið þá sitt annað gula spjald. Ágúst spilaði sem miðvörður og fyrirliðinn Karen Nóadóttir datt niður af miðjunni og niður í miðvörðinn eftir að hún fékk sitt annað gula spjald á níu mínútum.

Þetta voru einu spjöldin sem dómarinn Hjalti Þór Halldórsson lyfti í leiknum. Þegar blaðamaður hjá fótbolti.net spurði Ian Jeffs út í rauða spjaldið eftir leik varð þjálfari ÍBV-liðsins hinsvegar hissa.

„Rauða spjaldið? Hvenær kom það. Ég tók ekki einu sinni eftir því að það hafði gerst, ég þarf að horfa á það aftur. Ég var ekki að einbeita mér að því þegar það gerðist," sagði Ian Jeffs en það má sjá allt viðtalið við hann með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×