Íslenski boltinn

Fanndís með Messi-tilþrif í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fanndís Friðriksdóttir.
Fanndís Friðriksdóttir. Vísir/Ernir
Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Breiðabliks í Pepsi-deild kvenna, var í stuði í leik liðsins í fyrstu umferðinni í gær en Íslandsmeistaraefnin úr Kópavogi hófu mótið á 5-0 stórsigri á nýliðum Þróttar.

Fanndís skoraði þriðja og fimmta mark Blika í leiknum og átti einnig stoðsendingu á Telmu Hjaltalín Þrastardóttur í öðru mark Breiðabliksliðsins.

Sporttv hefur tekið saman myndband með fjórum af fimm mörkum Blika og þar má sjá Fanndísi leggja upp markið fyrir Telmu og skora síðan tvisvar framhjá markverði Þróttar.

Fyrra mark Fanndísar er einkar laglegt en þar sýnir hún sannkölluð Messi-tilþrif þegar hún skilur varnarmenn Þróttar eftir eins og Argentínumaðurinn er þekktur fyrir að gera.  

Fanndís fékk þá boltann frá Rakel Hönnudóttur út á kanti en skipti síðan í túrbó-gírinn þar sem hún stakk sér framhjá tveimur varnarmönnum Þróttar áður en hún lagði boltann í markið af endalínunni.

Það er hægt að sjá þetta frábæra mark Fanndísar frá 33 sekúndu í myndbandinu á Sporttv en myndbandið er aðgengilegt hér. Seinna markið hennar, þrumuskot fyrir utan teig, kemur eftir eina mínútur og tuttugu sekúndur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×