Hreiðari Má hleypt út í samfélagið með hleraðan síma í vasanum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. maí 2015 11:32 Hreiðar Már Sigurðsson er einn af níu fyrrverandi stjórnendum og starfsmönnum Kaupþings sem ákærðir eru í málinu. Vísir/GVA Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, gagnrýndi ákæruvaldið harðlega í byrjun málflutningsræðu sinnar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hreiðar Már er einn af níu fyrrverandi stjórnendum og starfsmönnum Kaupþings sem ákærðir eru í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn þeim. Er Hreiðar ákærður fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik vegna viðskipta með hlutabréf í Kaupþingi á ellefu mánaða tímabili fyrir fall bankans í október 2008. Hreiðar fer fram á sýknu en til vara að honum verði gerð lægsta mögulega refsing sem lög leyfa.Sjá einnig:Hverjir eru hvar í Kaupþingsréttarhöldunum Áður en Hörður Felix fjallaði um ákæruatriðin gerði hann að sérstöku umtalsefni aðgang Hreiðars Más að gögnum málsins og símhlustanir sérstaks saksóknara, sérstaklega eftir að ákærðu höfðu fengið réttarstöðu sakbornings.Fékk ekki aðgang að öllum gögnum Verjandi Hreiðars Más fór yfir það hvaða gögn skjólstæðingur hans fékk aðgang að. Fékk Hreiðar Már aðgang að þeim gögnum sem ákæruvaldið telur skipta máli auk aðgangs að tölvupósthólfi sínu. Hann fékk hins vegar ekki aðgang að öllum þeim gögnum sem haldlögð voru við rannsókn málsins. Vill verjandi Hreiðars meina að með þessu hafi stjórnarskrárvarin réttindi hans sem sakbornings verið virt að vettugi og vísaði Hörður Felix þar til réttlátrar málsmeðferðar og jafnræðisreglu málsaðila sem eru stjórnarskrárvarin réttindi. Að auki vísaði verjandinn í Mannréttindasáttmála Evrópu vegna þessa. Þá sagði Hörður Felix að sérstakur saksóknari hefði ekki farið eftir samskiptareglum ákæruvalds, verjenda og dómstólaráðs sem sett voru árið 2012. Í þeim er kveðið á um að yfirlit yfir öll gögn sem aflað hafi verið í máli og séu ekki lögð fram með ákæru skuli fylgja rannsóknargögnum en sagði Hörður Felix að ekkert slíkt yfirlit hefði verið lagt fram. Þá telur verjandinn jafnframt að hlutlægnisskylda ákæruvaldsins gildi einu:Telur skort á hlutlægni „Að mínu viti mun hver sá sem leggur það á sig að fara í gegnum þau gögn sem fyrir liggja í málinu að það er mjög djúpt á hlutlægninni við val á málsgögnum. Skortur á hlutlægni í garð ákærða [Hreiðars Más] birtist til að mynda með ýmsum hætti,” sagði Hörður Felix. Verjandinn vék næst að símtölum sem ákæruvaldið hefur lagt fram sem sönnunargögn og hlustuð voru eftir að ákærðu höfðu fengið réttarstöðu sakbornings. Hljóðupptökurnar hafa margar hverjar verið spilaðar oftar en einu sinni og oftar en tvisvar við aðalmeðferðina. Hörður Felix vill meina að hljóðritun og hlustun þeirra sé í andstöðu við grundvallarreglur Mannréttindasáttmála Evrópu og stjórnarskrá Íslands. Vísaði verjandinn í þagnarrétt sakbornings, rétt hans til að tjá sig ekki um sakargiftir, og sagði Hörður Felix að sá réttur verði virkur þegar maður er boðaður til yfirheyrslu.Símtölin eigi að koma höggi á trúverðugleika Hreiðar Már fékk fyrst réttarstöðu sakbornings í júní 2009 en réttarstöðu sakbornings í markaðsmisnotkunarmálinu í apríl 2010 og mætti í maí 2010 til skýrslutöku hjá lögreglu. Var sími hans hleraður eftir þann tíma. „Þagnarréttinum lýkur ekki þegar grunuðum manni er sleppt úr haldi lögreglu eða fer úr yfirheyrslu, hann er enn í fullu gildi,” sagði Hörður Felix og bætti við: „Reglan [um að tjá sig ekki um sakargiftir] nær ekki aðeins til beinna játninga heldur til allra ummæla ákærða sem draga úr trúverðugleika hans og styðja málstað ákæruvaldsins. [...] Símtölin eru spiluð í því skyni að koma höggi á trúverðugleika sakborninga.“Sjá einnig: Hreiðar Már í hleruðu símtali: „Er þetta markaðsmisnotkun? Ég veit það ekki, kannski” Varpi rýrð á trúverðugleika Hreiðars MásVerjandinn sagði rannsakendur hafa beitt blekkingum eða brögðum til að knýja fram óbeinar játningar og þannig grafið undan þagnarrétti sakbornings: „Lögreglan kvaddi [Hreiðar Má] til skýrslutöku þar sem hann var áminntur um þagnarrétt sinn. Síðan var honum hleypt út í samfélagið með hleraðan síma í vasanum og sömu menn [og höfðu áminnt hann um þagnarrétt sinn] hlustuðu á og tóku upp símtöl við fjölskyldu, vini, vinnufélaga og ráðgjafa.“ Hörður Felix sagði að hlustanirnar hafi ekki getað haft neinn annan tilgang en að fá fram óbeina játningu. Þarna væri ekki verið að afla upplýsinga um viðskipti sem löngu höfðu farið fram eða mál sem væru í undirbúningi rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara. „Sönnunargildi þessara símtala er ekkert en tilgangur ákæruvaldsins er sá að skapa hughrif á dóminn og almenning og varpa rýrð á trúverðugleika ákærða. Ég trúi ekki að dómurinn láti þetta hafa áhrif á sig,“ sagði Hörður Felix áður en hann sneri sér að efnisatriðum ákærunnar. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Saksóknari líkti Kaupþingi við sjúkling sem þurfti að passa upp á „Og þessi vörn sem kemur þarna fram, að allir bankarnir séu að gera þetta, varð til þess að að skellurinn í þjóðfélaginu varð enn stærri þegar spilaborgin hrundi í október 2008,“ sagði Björn Þorvaldsson saksóknari. 18. maí 2015 11:39 Telur að Sigurður Einarsson hafi játað markaðsmisnotkun fyrir dómi „Þetta er einfaldlega skólabókardæmi um markaðsmisnotkun,“ segir Björn Þorvaldsson saksóknari. 18. maí 2015 12:53 Ákærðu voru með hlutabréfaviðskiptin „í gjörgæslu“ Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, hóf að flytja málflutningsræðu sína klukkan 9 í morgun. 18. maí 2015 10:19 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Sjá meira
Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, gagnrýndi ákæruvaldið harðlega í byrjun málflutningsræðu sinnar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hreiðar Már er einn af níu fyrrverandi stjórnendum og starfsmönnum Kaupþings sem ákærðir eru í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn þeim. Er Hreiðar ákærður fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik vegna viðskipta með hlutabréf í Kaupþingi á ellefu mánaða tímabili fyrir fall bankans í október 2008. Hreiðar fer fram á sýknu en til vara að honum verði gerð lægsta mögulega refsing sem lög leyfa.Sjá einnig:Hverjir eru hvar í Kaupþingsréttarhöldunum Áður en Hörður Felix fjallaði um ákæruatriðin gerði hann að sérstöku umtalsefni aðgang Hreiðars Más að gögnum málsins og símhlustanir sérstaks saksóknara, sérstaklega eftir að ákærðu höfðu fengið réttarstöðu sakbornings.Fékk ekki aðgang að öllum gögnum Verjandi Hreiðars Más fór yfir það hvaða gögn skjólstæðingur hans fékk aðgang að. Fékk Hreiðar Már aðgang að þeim gögnum sem ákæruvaldið telur skipta máli auk aðgangs að tölvupósthólfi sínu. Hann fékk hins vegar ekki aðgang að öllum þeim gögnum sem haldlögð voru við rannsókn málsins. Vill verjandi Hreiðars meina að með þessu hafi stjórnarskrárvarin réttindi hans sem sakbornings verið virt að vettugi og vísaði Hörður Felix þar til réttlátrar málsmeðferðar og jafnræðisreglu málsaðila sem eru stjórnarskrárvarin réttindi. Að auki vísaði verjandinn í Mannréttindasáttmála Evrópu vegna þessa. Þá sagði Hörður Felix að sérstakur saksóknari hefði ekki farið eftir samskiptareglum ákæruvalds, verjenda og dómstólaráðs sem sett voru árið 2012. Í þeim er kveðið á um að yfirlit yfir öll gögn sem aflað hafi verið í máli og séu ekki lögð fram með ákæru skuli fylgja rannsóknargögnum en sagði Hörður Felix að ekkert slíkt yfirlit hefði verið lagt fram. Þá telur verjandinn jafnframt að hlutlægnisskylda ákæruvaldsins gildi einu:Telur skort á hlutlægni „Að mínu viti mun hver sá sem leggur það á sig að fara í gegnum þau gögn sem fyrir liggja í málinu að það er mjög djúpt á hlutlægninni við val á málsgögnum. Skortur á hlutlægni í garð ákærða [Hreiðars Más] birtist til að mynda með ýmsum hætti,” sagði Hörður Felix. Verjandinn vék næst að símtölum sem ákæruvaldið hefur lagt fram sem sönnunargögn og hlustuð voru eftir að ákærðu höfðu fengið réttarstöðu sakbornings. Hljóðupptökurnar hafa margar hverjar verið spilaðar oftar en einu sinni og oftar en tvisvar við aðalmeðferðina. Hörður Felix vill meina að hljóðritun og hlustun þeirra sé í andstöðu við grundvallarreglur Mannréttindasáttmála Evrópu og stjórnarskrá Íslands. Vísaði verjandinn í þagnarrétt sakbornings, rétt hans til að tjá sig ekki um sakargiftir, og sagði Hörður Felix að sá réttur verði virkur þegar maður er boðaður til yfirheyrslu.Símtölin eigi að koma höggi á trúverðugleika Hreiðar Már fékk fyrst réttarstöðu sakbornings í júní 2009 en réttarstöðu sakbornings í markaðsmisnotkunarmálinu í apríl 2010 og mætti í maí 2010 til skýrslutöku hjá lögreglu. Var sími hans hleraður eftir þann tíma. „Þagnarréttinum lýkur ekki þegar grunuðum manni er sleppt úr haldi lögreglu eða fer úr yfirheyrslu, hann er enn í fullu gildi,” sagði Hörður Felix og bætti við: „Reglan [um að tjá sig ekki um sakargiftir] nær ekki aðeins til beinna játninga heldur til allra ummæla ákærða sem draga úr trúverðugleika hans og styðja málstað ákæruvaldsins. [...] Símtölin eru spiluð í því skyni að koma höggi á trúverðugleika sakborninga.“Sjá einnig: Hreiðar Már í hleruðu símtali: „Er þetta markaðsmisnotkun? Ég veit það ekki, kannski” Varpi rýrð á trúverðugleika Hreiðars MásVerjandinn sagði rannsakendur hafa beitt blekkingum eða brögðum til að knýja fram óbeinar játningar og þannig grafið undan þagnarrétti sakbornings: „Lögreglan kvaddi [Hreiðar Má] til skýrslutöku þar sem hann var áminntur um þagnarrétt sinn. Síðan var honum hleypt út í samfélagið með hleraðan síma í vasanum og sömu menn [og höfðu áminnt hann um þagnarrétt sinn] hlustuðu á og tóku upp símtöl við fjölskyldu, vini, vinnufélaga og ráðgjafa.“ Hörður Felix sagði að hlustanirnar hafi ekki getað haft neinn annan tilgang en að fá fram óbeina játningu. Þarna væri ekki verið að afla upplýsinga um viðskipti sem löngu höfðu farið fram eða mál sem væru í undirbúningi rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara. „Sönnunargildi þessara símtala er ekkert en tilgangur ákæruvaldsins er sá að skapa hughrif á dóminn og almenning og varpa rýrð á trúverðugleika ákærða. Ég trúi ekki að dómurinn láti þetta hafa áhrif á sig,“ sagði Hörður Felix áður en hann sneri sér að efnisatriðum ákærunnar.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Saksóknari líkti Kaupþingi við sjúkling sem þurfti að passa upp á „Og þessi vörn sem kemur þarna fram, að allir bankarnir séu að gera þetta, varð til þess að að skellurinn í þjóðfélaginu varð enn stærri þegar spilaborgin hrundi í október 2008,“ sagði Björn Þorvaldsson saksóknari. 18. maí 2015 11:39 Telur að Sigurður Einarsson hafi játað markaðsmisnotkun fyrir dómi „Þetta er einfaldlega skólabókardæmi um markaðsmisnotkun,“ segir Björn Þorvaldsson saksóknari. 18. maí 2015 12:53 Ákærðu voru með hlutabréfaviðskiptin „í gjörgæslu“ Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, hóf að flytja málflutningsræðu sína klukkan 9 í morgun. 18. maí 2015 10:19 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Sjá meira
Saksóknari líkti Kaupþingi við sjúkling sem þurfti að passa upp á „Og þessi vörn sem kemur þarna fram, að allir bankarnir séu að gera þetta, varð til þess að að skellurinn í þjóðfélaginu varð enn stærri þegar spilaborgin hrundi í október 2008,“ sagði Björn Þorvaldsson saksóknari. 18. maí 2015 11:39
Telur að Sigurður Einarsson hafi játað markaðsmisnotkun fyrir dómi „Þetta er einfaldlega skólabókardæmi um markaðsmisnotkun,“ segir Björn Þorvaldsson saksóknari. 18. maí 2015 12:53
Ákærðu voru með hlutabréfaviðskiptin „í gjörgæslu“ Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, hóf að flytja málflutningsræðu sína klukkan 9 í morgun. 18. maí 2015 10:19