Winston tekinn fyrstur þrátt fyrir vandræðin Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. maí 2015 12:45 Jameis Winston var með fjölskyldu sinni í gær þegar nýliðavalið fór fram. Vísir/Getty Jameis Winston, 21 árs leikstjórnandi úr Florida State-háskólanum, var í nótt valinn fyrstur í nýliðavali NFL-deildarinnar vestanhafs. Fyrsta umferð valsins fór fram í nótt en heldur áfram á næstu dögum. Alls eru sjö umferðir í nýliðavalinu ár hvert en liðin með versta árangur síðasta tímabils fá að velja fyrst. Tampa Bay Buccaneers átti fyrsta valrétt og kom fáum á óvart að liðið valdi Winston. Hann var valinn besti leikmaður háskólaboltans árið 2013 og vann þá hinn virtu Heisman-verðlaun. Winston hefur verið mikið í fréttum vegna ásakana um nauðgun en Winston var aldrei handtekinn né kærður. Winston hefur sjálfur haldið fram sakleysi sínu í málinu. „Við hefðum ekki notað fyrsta valrétt okkar til að velja hann ef hann væri ekki góður gaur,“ sagði Jason Licht, framkvæmdarstjóri Buccaneers. „Hann er meistari. Hann er leiðtogi. Hann er sigurvegari. Hann hefur gríðarlega sterka skapgerð, er einkar klókur og vinnusamur.“ Tampa Bay vann Super Bowl árið 2002 en hefur ekki unnið leik í úrslitakeppninni síðan. Liðið spilaði skelfilegan sóknarleik í fyrra en vonir eru bundnar við að Winston komi til með að hefja nýtt skeið velgengnar í Tampa. Marcus Mariota, sem fékk Heisman-verðlaunin í fyrra, var valinn næstur af Tennessee Titans. Í aðdraganda nýliðavalsins var talið að Titans myndi jafnvel skipta á valréttinum við önnur lið sem höfðu áhuga á Mariota en ekkert varð úr því. NFL Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Leik lokið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael | Mikil undiralda en Norðmenn í góðri stöðu Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Tindastóll - FHL | Besta deildin kvödd Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Vann Djokovic og tvöfaldaði verðlaunaféð á öllum ferli sínum Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ríkjandi heimsmeistara neitað um vegabréfsáritun inn í landið Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Rooney er ósammála Gerrard Sæmundur heimsmeistari aftur Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sjá meira
Jameis Winston, 21 árs leikstjórnandi úr Florida State-háskólanum, var í nótt valinn fyrstur í nýliðavali NFL-deildarinnar vestanhafs. Fyrsta umferð valsins fór fram í nótt en heldur áfram á næstu dögum. Alls eru sjö umferðir í nýliðavalinu ár hvert en liðin með versta árangur síðasta tímabils fá að velja fyrst. Tampa Bay Buccaneers átti fyrsta valrétt og kom fáum á óvart að liðið valdi Winston. Hann var valinn besti leikmaður háskólaboltans árið 2013 og vann þá hinn virtu Heisman-verðlaun. Winston hefur verið mikið í fréttum vegna ásakana um nauðgun en Winston var aldrei handtekinn né kærður. Winston hefur sjálfur haldið fram sakleysi sínu í málinu. „Við hefðum ekki notað fyrsta valrétt okkar til að velja hann ef hann væri ekki góður gaur,“ sagði Jason Licht, framkvæmdarstjóri Buccaneers. „Hann er meistari. Hann er leiðtogi. Hann er sigurvegari. Hann hefur gríðarlega sterka skapgerð, er einkar klókur og vinnusamur.“ Tampa Bay vann Super Bowl árið 2002 en hefur ekki unnið leik í úrslitakeppninni síðan. Liðið spilaði skelfilegan sóknarleik í fyrra en vonir eru bundnar við að Winston komi til með að hefja nýtt skeið velgengnar í Tampa. Marcus Mariota, sem fékk Heisman-verðlaunin í fyrra, var valinn næstur af Tennessee Titans. Í aðdraganda nýliðavalsins var talið að Titans myndi jafnvel skipta á valréttinum við önnur lið sem höfðu áhuga á Mariota en ekkert varð úr því.
NFL Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Leik lokið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael | Mikil undiralda en Norðmenn í góðri stöðu Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Tindastóll - FHL | Besta deildin kvödd Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Vann Djokovic og tvöfaldaði verðlaunaféð á öllum ferli sínum Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ríkjandi heimsmeistara neitað um vegabréfsáritun inn í landið Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Rooney er ósammála Gerrard Sæmundur heimsmeistari aftur Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sjá meira