Flúði Boko Haram en er neitað um hæli á Íslandi Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 4. maí 2015 20:45 Nígerískur flóttamaður, sem flúði heimaland sitt vegna árása hryðjuverkasamtakanna Boko Haram og hefur beðið eftir hæli hér á landi í rúmlega þrjú ár, segir ástandiðí heimalandi sínu hræðilegt. Yfirvöldum í Nígeríu hefur gengið illa að stöðva uppgang Boko Haram, en talið er að liðsmenn hryðjuverkasamtakanna hafi banað um tíu þúsund manns í landinu frá árinu 2009. Amnesty International ávítti nígeríska herinn á síðasta ári fyrir grimmdarverk í norð-austur hlua landsins í baráttu sinni gegn Boko Haram, en almennir borgarar verða oftar en ekki fyrir barðinu á átökunum. Eze Okafor fæddist í þorpi nálægt Maidunguri-borg í norðaustur Nígeríu. Hann flúði land eftir að meðlimir Boko Haram réðust inn í þorpið árið 2011, fór fyrst til Svíþjóðar og þaðan til Íslands ári síðar. „Ástæðan fyrir því að ég yfirhgaf heimaland mitt var sú að Boko Haram vildu mig feigan, en þeir reyndu að fá mig til að ganga til liðs við sig,“ segir hann. Eze segir að samtökin hafi einn daginn ráðist inn á heimili hans vegna þess að fjölskylda hans er kristin. Hann bendir á ör á enninu á sér og segir það vera eftir af völdum liðsmanna hryðjuverkasamtakanna. „Einkabróðir minn var myrtur þegar þeir réðust inn í húsið okkar, og þeir réðust á mig og stungu mig með hnífi. Þess vegna varð ég að flýja,“ segir hann. Eze var nýlega neitað um hæli hér á landi á Grundvelli Dyflinnargreglugerðarinnar og gert að fara aftur til Svíþjóðar, þar sem hann óttast að verða sendur aftur til Nígeríu. Hann hefur nú áfrýjað þeim úrskurði til innanríkisráðuneytisins og bíður örlaga sinna. Toshiki Toma, prestur innflytjenda á Íslandi, harmar stöðuna. „Mér finnst þetta ómannúðleg staða,“ segir hann. Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Sjá meira
Nígerískur flóttamaður, sem flúði heimaland sitt vegna árása hryðjuverkasamtakanna Boko Haram og hefur beðið eftir hæli hér á landi í rúmlega þrjú ár, segir ástandiðí heimalandi sínu hræðilegt. Yfirvöldum í Nígeríu hefur gengið illa að stöðva uppgang Boko Haram, en talið er að liðsmenn hryðjuverkasamtakanna hafi banað um tíu þúsund manns í landinu frá árinu 2009. Amnesty International ávítti nígeríska herinn á síðasta ári fyrir grimmdarverk í norð-austur hlua landsins í baráttu sinni gegn Boko Haram, en almennir borgarar verða oftar en ekki fyrir barðinu á átökunum. Eze Okafor fæddist í þorpi nálægt Maidunguri-borg í norðaustur Nígeríu. Hann flúði land eftir að meðlimir Boko Haram réðust inn í þorpið árið 2011, fór fyrst til Svíþjóðar og þaðan til Íslands ári síðar. „Ástæðan fyrir því að ég yfirhgaf heimaland mitt var sú að Boko Haram vildu mig feigan, en þeir reyndu að fá mig til að ganga til liðs við sig,“ segir hann. Eze segir að samtökin hafi einn daginn ráðist inn á heimili hans vegna þess að fjölskylda hans er kristin. Hann bendir á ör á enninu á sér og segir það vera eftir af völdum liðsmanna hryðjuverkasamtakanna. „Einkabróðir minn var myrtur þegar þeir réðust inn í húsið okkar, og þeir réðust á mig og stungu mig með hnífi. Þess vegna varð ég að flýja,“ segir hann. Eze var nýlega neitað um hæli hér á landi á Grundvelli Dyflinnargreglugerðarinnar og gert að fara aftur til Svíþjóðar, þar sem hann óttast að verða sendur aftur til Nígeríu. Hann hefur nú áfrýjað þeim úrskurði til innanríkisráðuneytisins og bíður örlaga sinna. Toshiki Toma, prestur innflytjenda á Íslandi, harmar stöðuna. „Mér finnst þetta ómannúðleg staða,“ segir hann.
Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Sjá meira