Heyrði nafnið Desulo fyrst í yfirheyrslu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. maí 2015 13:41 Skýrslutöku yfir Sigurði lauk í dag. Vísir/Ernir Skýrslutöku yfir Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Kaupþings, lauk á hádegi í dag. Hann er einn af ákærðu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli og kom frá Kvíabryggju í morgun til að gefa skýrslu en hann var sem kunnugt er dæmdur í 4 ára fangelsi fyrir aðild sína að Al Thani-málinu. Sigurður er bæði ákærður fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik en hann neitar alfarið öllum þeim ávirðingum sem á hann eru bornar. Þvertók fyrir blekkingar Á meðal þess sem Sigurður er ákærður fyrir eru viðskipti eignarhaldsfélaganna Holt, Mata og Desulo með hlutabréf í Kaupþingi. Bankinn seldi eigin bréf til félaganna og lánaði fyrir kaupunum með veði í bréfunum sjálfum. Telur saksóknari að viðskiptin hafi byggt á blekkingum og sýndarmennsku auk þess sem fé bankans hafi verið stefnt í verulega hættu þar sem endurgreiðsla lánanna hafi ekki verið tryggð, að því er segir í ákæru. Fyrir dómi í dag þvertók Sigurður fyrir að hafa komið nokkuð nálægt viðskiptum eignarhaldsfélaganna eða lánveitingum til þeirra vegna kaupa á hlutabréfum í Kaupþingi. Hann var meðal annars spurður hvort hann hafi átt aðkomu að viðskiptunum, hvort hann hafi vitað hver hafi átt frumkvæðið að þeim og hver aðdragandi þeirra var. Sigurður sagðist ekkert vita og hafði þetta að segja um kaup Desulo á hlutabréfum í Kaupþingi: „Ég vísa bara í yfirheyrslur yfir mér hjá sérstökum saksóknara. Þá segi ég þeim sem voru að yfirheyra mig að þetta sé í fyrsta skipti sem ég heyri nafnið Desulo. Ég hafði bara aldrei heyrt minnst á þetta félag svo ef þið viljið spara tíma getið þið sleppt því að spyrja mig um Desulo.“ Andar köldu á milli aðila Það má segja að stemningin í dómsal í gær og í dag hafi verið nokkuð frábrugðin þeirri stemningu sem ríkt hefur þar seinustu tvær vikurnar. Augljóst er að það andar köldu á milli Björns Þorvaldssonar, saksóknara, og þeirra sakborninga sem sitja nú í fangelsi vegna Al Thani-málsins, en Björn var einmitt saksóknarinn í því máli. Sigurður vandaði honum því ekki alltaf kveðjurnar í dag í dómsal og gagnrýndi málatilbúnað hans til dæmis harðlega þegar saksóknari reyndi að sýna fram á, með tölvupóstsamskiptum, að lausafjárstaða Kaupþings hefði verið slæm í janúar og september 2008. „Það er aldeilis magnað að hlusta á þetta frá þér þegar horft er til hvað ákvarðar sekt og sýknu í sakamálum,“ sagði Sigurður aðspurður um lausafjárstöðu Kaupþings. „Það er til skjal frá 24. september 2008 sem lagt var fram á stjórnarfundi í London og sýnir nákvæmlega hver lausafjárstaða bankans var og hver hún yrði næstu 3-4 árin. Af hverju ertu ekki með það? [...] Að halda því fram með þessum gögnum að lausafjárstaða bankans hafi verið slæm eru ósannindi.“ Sigurði var mikið niðri fyrir og sagði Björn “gott og vel” og ætlaði að halda áfram í næstu spurningu. „Þetta er ekkert gott og vel, þetta er bara algjört hneyksli,“ sagði Sigurður þá. Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Fleiri fréttir Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sjá meira
Skýrslutöku yfir Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Kaupþings, lauk á hádegi í dag. Hann er einn af ákærðu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli og kom frá Kvíabryggju í morgun til að gefa skýrslu en hann var sem kunnugt er dæmdur í 4 ára fangelsi fyrir aðild sína að Al Thani-málinu. Sigurður er bæði ákærður fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik en hann neitar alfarið öllum þeim ávirðingum sem á hann eru bornar. Þvertók fyrir blekkingar Á meðal þess sem Sigurður er ákærður fyrir eru viðskipti eignarhaldsfélaganna Holt, Mata og Desulo með hlutabréf í Kaupþingi. Bankinn seldi eigin bréf til félaganna og lánaði fyrir kaupunum með veði í bréfunum sjálfum. Telur saksóknari að viðskiptin hafi byggt á blekkingum og sýndarmennsku auk þess sem fé bankans hafi verið stefnt í verulega hættu þar sem endurgreiðsla lánanna hafi ekki verið tryggð, að því er segir í ákæru. Fyrir dómi í dag þvertók Sigurður fyrir að hafa komið nokkuð nálægt viðskiptum eignarhaldsfélaganna eða lánveitingum til þeirra vegna kaupa á hlutabréfum í Kaupþingi. Hann var meðal annars spurður hvort hann hafi átt aðkomu að viðskiptunum, hvort hann hafi vitað hver hafi átt frumkvæðið að þeim og hver aðdragandi þeirra var. Sigurður sagðist ekkert vita og hafði þetta að segja um kaup Desulo á hlutabréfum í Kaupþingi: „Ég vísa bara í yfirheyrslur yfir mér hjá sérstökum saksóknara. Þá segi ég þeim sem voru að yfirheyra mig að þetta sé í fyrsta skipti sem ég heyri nafnið Desulo. Ég hafði bara aldrei heyrt minnst á þetta félag svo ef þið viljið spara tíma getið þið sleppt því að spyrja mig um Desulo.“ Andar köldu á milli aðila Það má segja að stemningin í dómsal í gær og í dag hafi verið nokkuð frábrugðin þeirri stemningu sem ríkt hefur þar seinustu tvær vikurnar. Augljóst er að það andar köldu á milli Björns Þorvaldssonar, saksóknara, og þeirra sakborninga sem sitja nú í fangelsi vegna Al Thani-málsins, en Björn var einmitt saksóknarinn í því máli. Sigurður vandaði honum því ekki alltaf kveðjurnar í dag í dómsal og gagnrýndi málatilbúnað hans til dæmis harðlega þegar saksóknari reyndi að sýna fram á, með tölvupóstsamskiptum, að lausafjárstaða Kaupþings hefði verið slæm í janúar og september 2008. „Það er aldeilis magnað að hlusta á þetta frá þér þegar horft er til hvað ákvarðar sekt og sýknu í sakamálum,“ sagði Sigurður aðspurður um lausafjárstöðu Kaupþings. „Það er til skjal frá 24. september 2008 sem lagt var fram á stjórnarfundi í London og sýnir nákvæmlega hver lausafjárstaða bankans var og hver hún yrði næstu 3-4 árin. Af hverju ertu ekki með það? [...] Að halda því fram með þessum gögnum að lausafjárstaða bankans hafi verið slæm eru ósannindi.“ Sigurði var mikið niðri fyrir og sagði Björn “gott og vel” og ætlaði að halda áfram í næstu spurningu. „Þetta er ekkert gott og vel, þetta er bara algjört hneyksli,“ sagði Sigurður þá.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Fleiri fréttir Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sjá meira