„Nei, virðulegi forseti, málinu er ekki lokið“ Birgir Olgeirsson skrifar 5. maí 2015 15:36 Helgi Hrafn Gunnarsson á þingi. „Það vekur tortryggni, við megum ekki við mikið meira af henni,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, við umræður um meðferð trúnaðargagna í innanríkisráðuneytinu. Gagnrýndi hann harðlega að meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hafi ákveðið að afgreiða málið með þremur orðið: Málinu er lokið. „Nei, virðulegi forseti, málinu er ekki lokið,“ sagði Helgi Hrafn og sagði of marga lausa enda standa eftir sem hann óttast að muni vera lausir það sem eftir er af stjórnmálasögu Íslands.Brynjar NíelssonYrðu þá ummæli fjármálaráðherra rannsökuð? Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefndinni, sagði nefndina ekki geta sett sig í dómarasæti í málinu og metið hvort Hanna Birna Kristjánsdóttir hafi sagt þinginu ósatt þegar hún var spurð út í lekamálið. Sagði hann ekki hægt að meta hvort hún hafi sagt satt og rétt frá út frá þeim upplýsingum sem hún bjó yfir á sínum tíma. Hann sagði að ef fara ætti með málið lengra þyrfti að fá óháða aðila til að framkvæma rannsókn á því og það myndi setja fordæmi sem ekki sæi fyrir endann á. Hann nefndi til að mynda að fjölmargir hefðu komið að máli við hann og spurt hvort ekki ætti að rannsaka ummæli fjármálaráðherra frá síðasta kjörtímabili sem sagður er hafa greint þinginu rangt frá stöðunni í samningaviðræðum ríkisins við kröfuhafa. Hann sagði málinu hafa lokið með dómsmáli og áliti umboðsmanns Alþingis og þar við sitji.Alþingi má ekki við meiri tortryggni Helgi Hrafn sagði að ef það væri mat Brynjars að hefja þyrfti rannsókn vegna ósannsögli ráðherra þá yrði einfaldlega að gera það. Alþingi mætti ekki við meiri tortryggni en lekamálið hefur nú þegar skapað. Hann sagði að draga yrði lærdóm af málinu og ef því væri lokið eins og meirihluti stjórnskipunar og eftirlitsnefndar heldur fram þá sé lærdómurinn af lekamálinu að þjóðinni beri að tortryggja kerfið sem hún á að treysta. Sagði hann alvarleg mistök hafa verið gert við hvert fótmál, lekinn, innri athugun rekstrarfélags stjórnarráðsins, ósamræmi dómskjala við fullyrðingar ráðherra og samskipti ráðherra við lögreglustjóra. Alþingi Tengdar fréttir Ráðuneytið lét LEX skoða grundvöll málshöfðunar á hendur blaðamönnum Annar aðstoðarmaður ráðherra tók ákvörðun í kjölfarið um að höfða meiðyrðamál á hendur tveimur blaðamönnum DV. 20. apríl 2015 19:12 Ósáttir við endurkomu Hönnu Birnu: Hanna Birna segist sækja umboð sitt til kjósenda Formenn stjórnarandstöðuflokkanna eru ekki sáttir við að Hanna Birna Kristjánsdóttir snúi aftur á þing meðan spurningum er ósvarað um samskipti hennar við þingið meðan lekamálið stóð sem hæst. 27. apríl 2015 19:29 „Örugglega hefði ég átt að segja af mér þegar rannsókn hófst“ Fyrsta viðtal Hönnu Birnu frá því hún sagði af sér. 27. apríl 2015 12:02 Tony Omos og Gísli Freyr ná sáttum Sátt náðist í máli Tony Omos gegn Gísla Frey Valdórssyni, fyrrverandi aðstoðarmanni innanríkisráðherra, í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 9. apríl 2015 14:53 Umfjöllun um aðkomu Hönnu Birnu að Lekamálinu lokið Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hefur lokað málinu. 30. apríl 2015 11:09 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Sjá meira
„Það vekur tortryggni, við megum ekki við mikið meira af henni,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, við umræður um meðferð trúnaðargagna í innanríkisráðuneytinu. Gagnrýndi hann harðlega að meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hafi ákveðið að afgreiða málið með þremur orðið: Málinu er lokið. „Nei, virðulegi forseti, málinu er ekki lokið,“ sagði Helgi Hrafn og sagði of marga lausa enda standa eftir sem hann óttast að muni vera lausir það sem eftir er af stjórnmálasögu Íslands.Brynjar NíelssonYrðu þá ummæli fjármálaráðherra rannsökuð? Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefndinni, sagði nefndina ekki geta sett sig í dómarasæti í málinu og metið hvort Hanna Birna Kristjánsdóttir hafi sagt þinginu ósatt þegar hún var spurð út í lekamálið. Sagði hann ekki hægt að meta hvort hún hafi sagt satt og rétt frá út frá þeim upplýsingum sem hún bjó yfir á sínum tíma. Hann sagði að ef fara ætti með málið lengra þyrfti að fá óháða aðila til að framkvæma rannsókn á því og það myndi setja fordæmi sem ekki sæi fyrir endann á. Hann nefndi til að mynda að fjölmargir hefðu komið að máli við hann og spurt hvort ekki ætti að rannsaka ummæli fjármálaráðherra frá síðasta kjörtímabili sem sagður er hafa greint þinginu rangt frá stöðunni í samningaviðræðum ríkisins við kröfuhafa. Hann sagði málinu hafa lokið með dómsmáli og áliti umboðsmanns Alþingis og þar við sitji.Alþingi má ekki við meiri tortryggni Helgi Hrafn sagði að ef það væri mat Brynjars að hefja þyrfti rannsókn vegna ósannsögli ráðherra þá yrði einfaldlega að gera það. Alþingi mætti ekki við meiri tortryggni en lekamálið hefur nú þegar skapað. Hann sagði að draga yrði lærdóm af málinu og ef því væri lokið eins og meirihluti stjórnskipunar og eftirlitsnefndar heldur fram þá sé lærdómurinn af lekamálinu að þjóðinni beri að tortryggja kerfið sem hún á að treysta. Sagði hann alvarleg mistök hafa verið gert við hvert fótmál, lekinn, innri athugun rekstrarfélags stjórnarráðsins, ósamræmi dómskjala við fullyrðingar ráðherra og samskipti ráðherra við lögreglustjóra.
Alþingi Tengdar fréttir Ráðuneytið lét LEX skoða grundvöll málshöfðunar á hendur blaðamönnum Annar aðstoðarmaður ráðherra tók ákvörðun í kjölfarið um að höfða meiðyrðamál á hendur tveimur blaðamönnum DV. 20. apríl 2015 19:12 Ósáttir við endurkomu Hönnu Birnu: Hanna Birna segist sækja umboð sitt til kjósenda Formenn stjórnarandstöðuflokkanna eru ekki sáttir við að Hanna Birna Kristjánsdóttir snúi aftur á þing meðan spurningum er ósvarað um samskipti hennar við þingið meðan lekamálið stóð sem hæst. 27. apríl 2015 19:29 „Örugglega hefði ég átt að segja af mér þegar rannsókn hófst“ Fyrsta viðtal Hönnu Birnu frá því hún sagði af sér. 27. apríl 2015 12:02 Tony Omos og Gísli Freyr ná sáttum Sátt náðist í máli Tony Omos gegn Gísla Frey Valdórssyni, fyrrverandi aðstoðarmanni innanríkisráðherra, í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 9. apríl 2015 14:53 Umfjöllun um aðkomu Hönnu Birnu að Lekamálinu lokið Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hefur lokað málinu. 30. apríl 2015 11:09 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Sjá meira
Ráðuneytið lét LEX skoða grundvöll málshöfðunar á hendur blaðamönnum Annar aðstoðarmaður ráðherra tók ákvörðun í kjölfarið um að höfða meiðyrðamál á hendur tveimur blaðamönnum DV. 20. apríl 2015 19:12
Ósáttir við endurkomu Hönnu Birnu: Hanna Birna segist sækja umboð sitt til kjósenda Formenn stjórnarandstöðuflokkanna eru ekki sáttir við að Hanna Birna Kristjánsdóttir snúi aftur á þing meðan spurningum er ósvarað um samskipti hennar við þingið meðan lekamálið stóð sem hæst. 27. apríl 2015 19:29
„Örugglega hefði ég átt að segja af mér þegar rannsókn hófst“ Fyrsta viðtal Hönnu Birnu frá því hún sagði af sér. 27. apríl 2015 12:02
Tony Omos og Gísli Freyr ná sáttum Sátt náðist í máli Tony Omos gegn Gísla Frey Valdórssyni, fyrrverandi aðstoðarmanni innanríkisráðherra, í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 9. apríl 2015 14:53
Umfjöllun um aðkomu Hönnu Birnu að Lekamálinu lokið Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hefur lokað málinu. 30. apríl 2015 11:09