Erlent

Nýfundnar beinagrindur í Taílandi taldar vísbending um mansal

Bjarki Ármannsson skrifar
Yfirvöld í Taílandi hafa fundið tvær beinagrindur sem mögulega gætu tengst mansali. Þær fundust báðar í yfirgefnum tjaldbúðum í Phang Nga héraði.
Yfirvöld í Taílandi hafa fundið tvær beinagrindur sem mögulega gætu tengst mansali. Þær fundust báðar í yfirgefnum tjaldbúðum í Phang Nga héraði. Vísir/EPA
Yfirvöld í Taílandi hafa fundið tvær beinagrindur sem mögulega gætu tengst mansali. Þær fundust báðar í yfirgefnum tjaldbúðum í Phang Nga héraði, önnur þeirra bundin við tré.

Í síðustu viku fundust 26 lík í fjöldagröf í Songkhla héraði, nálægt landamærunum við Malasíu, nokkur hundruð kílómetrum frá svæðinu þar sem beinagrindurnar fundust. Mansal er mikið stundað á þeim landamærum. Þrír Taílendingar og mjanmarskur ríkisborgari voru í kjölfarið handteknir, grunaðir um aðild að mansali.

Múslimar sem flýja ofsóknir í nágrannaríkinu Mjanmar fara oft um Songkhla, að því er BBC greinir frá. Talið er að glæpamenn handsami þar flóttamenninna og krefji fjölskyldur þeirra um lausnargjald. Þúsundir flóttamanna frá Mjanmar og Bangladess lenda í haldi þeirra ár hvert og taílensk stjórnvöld hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir að aðhafast lítið í málinu.

Að sögn lögreglu voru Taílendingarnir þrír sem handteknir voru allir í stjórnunarstöðum í Songkhla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×