Kjúklingurinn að klárast á KFC: Lokunin á Selfossi í raun jákvæð fyrir fyrirtækið Stefán Árni Pálsson skrifar 6. maí 2015 17:10 Kristín segir að ástandið sé óviðunandi. vísir/vilhelm/facebook „Núna er þetta bara komið upp í topp, það er allt að verða búið,“ segir Kristín Helgadóttir, framkvæmdarstjóri KFC, en það stefnir í skort á ferskum kjúklingi á landinu vegna verkfalls félagsmann BHM í Dýralækningafélagi Íslands sem veit ekki á gott fyrir kjúklingastaði landsins. Kristín segir að eins og staðan sé í dag eigi fyrirtækið kjöt fram á sunnudag. „Þannig er staðan í dag, en þetta getur vissulega breyst frá degi til dags. Ég veit bara stöðuna eins og hún er nákvæmlega núna. Núna er ekkert ferskt kjöt til, það hefur ekki verið til í tvær vikur. Þetta er allt frosið og bara birgðir frá kjúklingaframleiðendum.“ Hún segir að lokað sé á KFC á Selfossi í dag og á morgun vegna verkfalls.Sjá einnig: Tilfinninga-Tómas tekur kjúklingaskort á KFC afar nærri sér„Það er í raun bara jákvætt fyrir okkur, eins einkennilegt og það hljómar. Við reynum ekki einu sinni að semja, við græðum ekkert á því. Þannig að það er lokað þar í tvo daga í þessari viku, einn dag í síðustu viku og væntanlega tvo daga í næstu viku.“ Framkvæmdarstjórinn segir að ekki sé hægt að auglýsa veitingarstaðinn.Óviðunandi ástand „Þetta er mikið högg fyrir okkur. Við erum ekkert að gera það sem við erum vön að gera, að auglýsa staðina okkar. Við bara getum það ekki, við viljum ekki auka álagið,“ segir Kristín og ítrekar að maímánuðir sé vanalega virkilega góður mánuður hjá KFC.En getur fólk treyst því að fá sinn þynnkumat á laugardag og sunnudag?„Já, það er hægt að treysta því. Auðvitað er þetta óviðunandi ástand, á þessum tímum, að þetta sé leiðin sem sé beitt,“ segir Kristín sem getur ekki svarað hvort þurfi að loka öllum stöðum KFC á mánudaginn. „Ég veit bara frá degi til dags. Það er bara verið að fara yfir birgðastöðuna. Ég veit það fyrir víst að ég mun ekki eiga neina bita á mánudaginn, bara borgara og lundir.“ Verkfall 2016 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira
„Núna er þetta bara komið upp í topp, það er allt að verða búið,“ segir Kristín Helgadóttir, framkvæmdarstjóri KFC, en það stefnir í skort á ferskum kjúklingi á landinu vegna verkfalls félagsmann BHM í Dýralækningafélagi Íslands sem veit ekki á gott fyrir kjúklingastaði landsins. Kristín segir að eins og staðan sé í dag eigi fyrirtækið kjöt fram á sunnudag. „Þannig er staðan í dag, en þetta getur vissulega breyst frá degi til dags. Ég veit bara stöðuna eins og hún er nákvæmlega núna. Núna er ekkert ferskt kjöt til, það hefur ekki verið til í tvær vikur. Þetta er allt frosið og bara birgðir frá kjúklingaframleiðendum.“ Hún segir að lokað sé á KFC á Selfossi í dag og á morgun vegna verkfalls.Sjá einnig: Tilfinninga-Tómas tekur kjúklingaskort á KFC afar nærri sér„Það er í raun bara jákvætt fyrir okkur, eins einkennilegt og það hljómar. Við reynum ekki einu sinni að semja, við græðum ekkert á því. Þannig að það er lokað þar í tvo daga í þessari viku, einn dag í síðustu viku og væntanlega tvo daga í næstu viku.“ Framkvæmdarstjórinn segir að ekki sé hægt að auglýsa veitingarstaðinn.Óviðunandi ástand „Þetta er mikið högg fyrir okkur. Við erum ekkert að gera það sem við erum vön að gera, að auglýsa staðina okkar. Við bara getum það ekki, við viljum ekki auka álagið,“ segir Kristín og ítrekar að maímánuðir sé vanalega virkilega góður mánuður hjá KFC.En getur fólk treyst því að fá sinn þynnkumat á laugardag og sunnudag?„Já, það er hægt að treysta því. Auðvitað er þetta óviðunandi ástand, á þessum tímum, að þetta sé leiðin sem sé beitt,“ segir Kristín sem getur ekki svarað hvort þurfi að loka öllum stöðum KFC á mánudaginn. „Ég veit bara frá degi til dags. Það er bara verið að fara yfir birgðastöðuna. Ég veit það fyrir víst að ég mun ekki eiga neina bita á mánudaginn, bara borgara og lundir.“
Verkfall 2016 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira