Fótbolti

Íþróttastjörnur um allan heim töpuðu sér yfir frammistöðu Messi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Koby Bryant og Dirk Nowitzki horfðu báðir á leikinn.
Koby Bryant og Dirk Nowitzki horfðu báðir á leikinn. vísir/getty
Lionel Messi átti enn eina frammistöðuna í gærkvöldi þar sem hann fékk heimsbyggðina til að efast um hvort hann sé frá plánetunni jörð.

Argentínska undrið skoraði tvö mörk með þriggja mínútna kafla og gaf stoðsendingu á Neymar í 3-0 sigri Barcelona á Bayern München í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

Frammistaðan fékk heimsbyggðina til að öskra í sófanum og láta tilfinningar sínar í ljós á Twitter.



Íþróttastjörnur um allan heim úr öllum geirum fylgdust með leiknum í gær og hrifust með litla Argentínumanninum sem pakkaði Bæjurum saman.

Koby Bryant, leikmaður Los Angels Lakers í NBA-körfuboltanum, sagði Messi valdmannslegan á velli með kassmerki en kollega hans Dirk Nowitzky var ekki jafnskemmt þar sem hann er stuðningsmaður Bæjara.

NFL-leikmennirnir Jeremy Maclin og Zach Ertz, sem báðir spila með Philadelphia Eagles, horfðu á leikinn. Maclin sagði Messi vera skrímsli en Ertz lét sér nægja að skrifa Messi í hástöfum með nokkrum upphrópunarmerkjum.

Al Horford, miðherji Atlanta Hawks í NBA, blandaði sér í umræðuna og svo voru kollegar Messi einnig ánægðir með frammistöðu Argentínumannsins.

Meira að segja Franco Baresi, gamli miðvörður AC Milan og ítalska landsliðsins, skellti í eitt tíst um Messi í tilefni dagsins.

Körfubolti:
Fótbolti:
Amerískur fótbolti:
Hafnabolti:

Tengdar fréttir

Markatalan er 23-0 í síðustu sex leikjum Börsunga

Barcelona-liðið hefur verið óstöðvandi í síðustu leikjum sínum og í kvöld vann liðið 3-0 sigur á Bayern München í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeild Evrópu í fótbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×