Kjóllinn sem María mun klæðast í Eurovision-keppninni var einnig frumsýndur. Einnig þeir skartgripir sem hún verður með á sviðinu í Vín en þeir fara í sölu og eru hluti af sérstöku skartgripasetti Maríu.
Fjölmargir gestir voru mættir í Kringluna og gaf stjarnan sér tíma eftir tónleikana til að gefa aðdáendum eiginhandaáritanir.
Fyrra undanúrslitakvöld keppninnar fer fram 19. maí næstkomandi en úrslitakvöldið sjálft er 23. maí. María Ólafs stígur á svið seinna undanúrslitakvöldið, þann 21. maí þar sem hún flytur framlag Íslands í keppninni, lagið Unbroken.
Hér að neðan má sjá myndband frá tónleikunum í dag.

