Nýr galli í samfélagsmiðlinum Facebook hefur komið í veg fyrir að notendur geti deilt tenglum með vinum sínum og vandamönnum. Þá hafa færslur horfið af Facebook og sumar þeirra hafa birst aftur. Meðal annars hefur Vísir verið í vandræðum með að deila fréttum á Facebook.
Einhverjir notendur hafa fengið viðvaranir um að tenglar gætu verið óöruggir. Samkvæmt Verge hefur gallinn einungis áhrif á linka sem vísa út af Facebook.
Vandræðin byrjuðu í gær, en viðgerð forritara Facebook virðist hafa gert vandan verri.

