Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Tindastóll 94-74 | Meistararnir komust í 1-0 með 20 stiga sigri Tómas Þór Þórðarson í DHL-höllinni skrifar 20. apríl 2015 20:45 Michael Craion fer upp á móti Darrel Flake í leiknum í kvöld. vísir/valli Íslandsmeistarar KR eru komnir í 1-0 í einvígi sínu gegn Tindastóli í lokaúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta. KR vann 20 stiga sigur á heimavelli sínum í kvöld, 94-74. Fyrir leik urðu Stólarnir fyrir áfalli þegar í ljós kom að Myron Dempsey, miðherji liðsins, treysti sér ekki til að spila. Hann fékk högg á augað á æfingu og sér ekki nógu vel. Með þessu varð ljóst að einhver annar þurfti að dekka Michael Craion og þar varð fyrir valinu Darrel Flake. Flake hefur verið í aukahlutverki hjá Stólunum í vetur og var ekki tilbúinn í þessa baráttu. Craion skoraði fimm stig og tók sjö fráköst bara í fyrsta leikhluta á meðan Flake, sem spilaði ríflega sex mínútur í fyrsta fjórðungi, skoraði hvorki stig né tók frákast. Craion réð ríkjum undir körfunni í kvöld og skoraði í heildina 21 stig og tók 16 fráköst, þar af fimm sóknarfráköst sem flest öll skiluðu stigum fyrir KR. Bara í fyrri hálfleik var KR-liðið búið að taka 14 sóknarfráköst og Craion kominn í tvennu með 12 stigum og 11 fráköstum. Þegar uppi var staðið tók KR 61 frákast á móti 29 fráköstum gestanna. Sóknarfráköst KR (23) voru fleiri en varnarfráköst Tindastóls (21). Til að bæta gráu ofan á svart meiddist Flake undir lok fyrri hálfleiks og spilaði ekkert í þeim síðari. Stólarnir mega ekki við meiðslum hans og Dempseys ef þeir ætla að ráða við hávaxið lið KR. Tindastóll hélt í við KR til að byrja með en leiðir skildu í öðrum leikhluta sem meistararnir unnu, 29-12. Staðan í hálfleik var 51-31 fyrir heimamenn, 20 stiga munur. Brynjar Þór Björnsson fór hamförum í fyrri hálfleik og skoraði 19 stig. Hann hitti úr fjórum þriggja stiga skotum af fimm í fyrri hálfleik auk þess sem hann tók átta fráköst. Hann kólnaði í síðari hálfleik.Svavar Atli Birgisson og Brynjar Þór Björnsson brosmildir í kvöld.vísir/valliVarnarleikur KR var alveg frábær. Stólarnir áttu mjög erfitt með að finna sér skotfæri. Helgi Freyr Margeirsson reyndi einn dans-þrist sem var til vitnisburðar um hveru sterk vörn heimamanna var. Eini sem eitthvað náði að skora var Helgi Rafn Viggósson sem endaði í 18 stigum, en Darrel Lewis skoraði ekki nema sex stig í kvöld. Hann var í strangri gæslu Darra Freys Hilmarssonar sem sannaði gæði sín í vörninni enn og aftur. Mestur varð munurinn 31 stig um miðjan þriðja leikhluta, 85-54. Stólarnir létu þó ekki alveg valta yfir sig og sýndu karkater með að minnka muninn. Tindastólsliðið verður aldrei sakað um að spila ekki með hjartanu en það var langt frá því að vera nóg í kvöld. KR-ingar virkuðu mjög hungraðir í kvöld og virðist sem svo að tvíframlengdi oddaleikurinn gegn Njarðvík á föstudagskvöldið hafi kveikt í liðinu. Það keyrði upp völlinn allan leikinn, sama hversu forystan var mikil, og leikmenn heimamanna börðu sér á brjóst og mótmæltu dómum allt þar til yfir lauk. Minni spámenn fóru að tínast inn á völlinn eftir því sem á leið fjórða leikhluta enda var þetta aldrei leikur í seinni hálfleik. Pavel, Craion og Helgi fengu fína hvíld sem og Darrel Lewis hjá Tindastóli sem Israel Martin tók frekar snemma af velli. Brynjar Þór var stigahæstur KR-inga með 22 stig og tók 12 fráköst, en Craion skoraði 21 stig og tók 16 frákast. Eins og alltaf var gott framlag frá Helga Má (14 stig, 4 fráköst) og Darra (13 stig, 6 fráköst). Næsti leikur fer fram í Síkinu á Sauðárkróki á fimmtudaginn, en þar þurfa Stólarnir að svara fyrir sig.KR-Tindastóll 94-74 (22-19, 29-12, 21-21, 22-22)KR: Brynjar Þór Björnsson 22/12 fráköst, Michael Craion 21/16 fráköst/7 varin skot, Helgi Már Magnússon 14/4 fráköst, Darri Hilmarsson 13/6 fráköst, Björn Kristjánsson 6/5 fráköst, Finnur Atli Magnússon 5/5 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 4, Pavel Ermolinskij 3/6 fráköst/7 stoðsendingar, Þorgeir Kristinn Blöndal 2, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 2, Darri Freyr Atlason 2, Vilhjálmur Kári Jensson 0.Tindastóll: Helgi Rafn Viggósson 18/10 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 11/9 stoðsendingar, Svavar Atli Birgisson 8, Ingvi Rafn Ingvarsson 8, Sigurður Páll Stefánsson 6, Helgi Freyr Margeirsson 6, Darrel Keith Lewis 6/7 fráköst, Viðar Ágústsson 5, Darrell Flake 4, Finnbogi Bjarnason 2, Hannes Ingi Másson 0.Michael Craion hefur góðar gætur á Darrel Flake.vísir/valliCraion: Viljum klára þetta í þremur leikjum Michael Craion var fljótur af velli í kvöld og sat einmanna ofan á boltageymslu þegar blaðamaður Vísis hitti á hann eftir leikinn. "Ég er ánægður með að við komum sterkir í þennan leik og kláruðum þetta með sigri," sagði Craion yfirvegaður að vanda. Craion þurfti ekki að glíma við Myron Dempsey undir körfunni í kvöld og virtist ekki hafa mikið fyrir hlutunum. "Þetta var ekki auðvelt. Þeir börðust og létu mig finna fyrir því en ég var undirbúinn fyrir allt," sagði Craion. "Við reyndum að koma með ákefðina frá síðustu leikjum og það tókst," bætti hann við. Craion sagði Stólanna ekki hafa boðið upp á neitt nýtt í kvöld. Þeir voru bara Tindastóll. "Þeir komu ekkert á óvart. Þeir létu bara finna fyrir sér eins og við bjuggumst við," sagði Craion sem hefur verið að glíma við meiðsli í úrslitakeppninni. "Ég er ekkert meiddur. Mér líður vel og er klár í slaginn í næstu tvo leiki. Okkur langar að klára þetta í þremur leikjum," sagði Michael Craion.Helgi Már Magnússon ræðir við Jón Guðmundsson dómara.vísir/valliFinnur Freyr: Vorum búnir að gleyma leiknum sama kvöld "Varnarleikurinn í fyrri hálfleik," sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, við Vísi eftir leik aðspurður hvað skóp sigurinn í kvöld. "Við náðum að halda þeim út úr sínum aðgerðum en þeir voru að halda sér inn í þessu með þriggja stiga körfum framan af." "Helgi Rafn skoraði eins og andsetinn í þriðja leikhluta en varnarleikurinn hjá okkur var til fyrirmyndar, fráköstin mjög góð og við náðum að keyra upp og auðveldar körfur," sagði Finnur. Tindastóll var án Myrons Dempseys í kvöld og Finnur segir það auðvitað skipta máli. "Hann bindur þá saman varnarlega, frákastar vel og skorar mikið af auðveldum körfum. En það er bara eins og þetta er. Menn eru meiddir. Við höfum spilað án Pavels. Þetta er bara svona. En ég reikna með allt öðru Tindastólssliði á fimmtudaginn," sagði Finnur Freyr. KR spilaði einn magnaðasta körfuboltaleik síðari ára síðastliðið föstudagskvöld þegar það tryggði sér sæti í lokaúrslitunum gegn Njarðvík. Þjálfarinn sagði það ekkert mál fyrir KR að gleyma þeim leik. "Við vorum komnir út úr Njarðvíkurleiknum á föstudagskvöldið. Það var aðallega fólk í kringum okkur að spyrja um leikinn og tala um hann. Sjálfir einbeittum við okkur að þessum leik við Tindastól. Við vildum setja tóninn strax í fyrsat leik," sagði Finnur Freyr. "Við erum samt ekki búnir að vinna neitt. Við nálgumst þetta en við þurfum að berjast af öllum lífs og sálar kröftum í síðustu leikjunum ef við ætlum að vinna titilinn," sagði Finnur Freyr Stefánsson.Israel Martin, þjálfari Tindastóls, gefur skilaboð í kvöld.vísir/valliPétur Rúnar: Dempsey eða ekki, hann skiptir ekki svona miklu máli Tindastóll var 20 stigum undir eftir fyrri hálfleik í kvöld og var í vondum málum fyrir þann síðari. "Þetta var brekka sem þurfti að klífa og við náðum því ekki," sagði Pétur Rúnar Birgisson, leikstjórnandi Tindastóls, við Vísi eftir leikinn. "Ég er samt ánægður með að við náðum að rífa okkur aftur í gang eftir að lenda 30 stigum undir. Við komum þessu aftur niður í 20 stig. Við héldum jöfnu í seinni hálfleik sem sýnir karakter," sagði hann. En hvað var málið í fyrri hálfleik? "Við mættum ekki til leiks og látum þá frákasta betur allan fyrri hálfleikinn," sagði Pétur. "Við erum með jafnmörg varnarfráköst og þeir sóknarfráköst sem mér finnst ótrúlegt. Það skilar þessum 20 stigum og því er erfitt að ná aftur, sértaklega á móti svona liði." Michael Craion átti stórleik í kvöld og lék lausum hala þar sem Myron Dempsey var ekki með Stólunum. "Hann fór mjög illa með okkur. Við þurfum bara að laga þetta. Dempsey eða enginn Dempsey, hann á ekki að skipta okkur svona miklu máli. Ég hélt hann ætti að spila í dag, en hann verður með á fimmtudaginn," sagði Pétur Rúnar Birgisson.[Bein lýsing] 40:00 (94-74) Leik lokið með öruggum sigri KR. "Krakkarnir" spiluðu síðustu mínúturnar enda úrslitin löngu ráðin. Nú verða Stólarnir að svara fyrir sig í Síkinu á sumardaginn fyrsta. 38:09 (92-67) Aftur stela KR-ingar boltanum af Tindastóli á þeirra eigin vallarhelming. Þórir Guðmundur fær stoðsendingu frá Birni, skorar og fær vítaskot sem hann setur niður. Vel gert hjá stráknum unga. 37:25 (88-65) Darri Atlason, ungur leikmaður KR, skorar fína körfu. Væntanlega ekki búist við að setja þær margar í þessu einvígi. 35:41 (85-56) Brynjar Þór fer af velli og fær dúndrandi lófatak enda með 22 stig og 12 fráköst. Minni spámenn komnir inn á hjá báðum liðum. 34:25 (85-54) Craion skorar nánast með því að troða yfir Helga Frey en lætur vera að leggja boltann ofan í. KR stelur boltanum strax aftur og Björn Kristjáns setur niður þriggja stiga skot. 31 stigs munur allt í einu. 33:22 (79-54) Tvö vítaskot niður hjá Birni Kristjánssyni. KR að auka muninn eilítið. 31:31 (72-54) Lewis stelur boltanum og sendir hann fram á Pétur Rúnar sem er fyrstur í hraðaupphlaup. Hann hittir aftur á móti ekki sniðskotinu. Of fastur í spjaldið. Gengur ekkert hjá gestunum. 30:29 (72-54) Ingvi Rafn skorar fyrstu stigin í lokafjórðungnum. 30:00 (72-52) Þriðja leikhluta lokið. Bæði lið skoruðu 21 stig. Áfram 20 stiga munur. Brynjar Þór er með 22 stig fyrir KR og Craion 16 stig, Helgi Már 14 og Darri 10. Helgi Rafn er stigahæstur hjá Stólunum með 16 stig. Staðan er 49-21 í fráköstum fyrir KR. 28:15 (68-50) Hinn skotglaði Helgi Freyr er ekkert búinn að gefast upp. Með KR-ing í andlitinu setur hann niður sitt annað þriggja stiga skot. Tveir af fimm. 27:15 (68-45) Ingvaldur Magni Hafsteinsson, sá stóri og sterki strákur, vill taka þátt í fjörinu. Hann brennir af skoti nálægt körfunni en tekur dansandi sóknarfrákast og skorar úr því. Enn eitt sóknarfrákast KR-inga. Þeirra 19. í leiknum. 26:10 (66-44) Helgi Rafn heldur áfram að skora; setur núna niður sniðskot undir körfunni. Laglega gert. Darra finnst það ekkert fyndið og kemur þessu aftur yfir 20 stigin með þriggja stiga körfu. 24:55 (63-42) Annar þristur frá Helga, núna í spjaldið og niður af löngu færi. Þetta var glæsilegt. Pétur Rúnar bætir við tveimur stigum í næstu sókn og Finnur tekur leikhlé hjá KR. 23:40 (61-37) Eftir myndarlega múrsteinahleðslu fyrir utan teig hjá gestunum til að byrja með í seinni hálfleik setur Helgi Rafn Viggósson eina þriggja stiga körfu fyrir Tindastól. Betur má ef duga skal. Miklu betur. 21:58 (59-31) Fimmti þristurinn frá Brynjari. Stólarnir ekki komnir á blað í seinni hálfleik. 20:55 (56-31) Pavel fær galopinn þrist og þakkar pent fyrir sig með að setja hann niður. Darrel Flake situr á bekknum. 20:08 (53-31) Craion skorar fyrstu stig seinni hálfleiks. Flake er meiddur: Einn af litlu fuglum Vísis heyrði Darrel Flake og Israel Martin tala saman fyrir utan klefann. Flake er klárlega meiddur og Martin vill ekki að hann spili mínútu til viðbótar. Flake aftur á móti heimtar að fá að klára leikinn. Tölfræði úr fyrri hálfleik: Brynjar Þór Björnsson er stigahæstur á vellinum með 19 stig auk þess sem hann hefur tekið átta fráköst. Fáránlega gott. Hann er fjórir af fimm fyrir utan þriggja stiga línuna sem gerir 80 prósent nýtingu. Þetta á hann til. Pétur Rúnar Birgisson er stigahæstur Stólanna með átta stig. Tindastóll er að skjóta 27 prósent í teignum og 33 prósent fyrir utan hans. KR er að rústa frákastabaráttunni, 35-14. 20:00 (51-31) Hálfleikur. Tindastóll missir boltann í síðustu sókninni. Brynjar Þór og Finnur Atli fara tveir á móti einum í hraðaupphlaup. Brynjar sendir boltann aftur fyrir bak á Finn sem skorar 51. stig KR-inga og munurinn 20 stig í hálfleik. Stólarnir eiga ekki séns. 18:29 (46-28) Stólarnir klúðra enn einni sókninni og Helgi Már magnússon leikur sama leik og Brynjar; skorar og fær vítaskot sem hann reyndar nýtir ekki. 18:01 (44-28) Helgi Freyr lagar stöðuna með þriggja stiga körfu en í næstu sókn KR skorar Brynjar 18. stigið sitt og fær vítaskot sem hann nýtir. 17:37 (41-25) Craion stelur boltanum og Darri skorar hinum megin. Þetta er aðeins of auðvelt fyrir KR núna. 16:40 (39-25) KR tekur FJÖGUR sóknarfráköst í sömu sókninni og Craion endar á því að skora. Hinum megin getur Tindastóll varla keypt sér körfu. Þetta lítur ekki vel út fyrir gestina. 15:47 (37-25) Einfalt "pick and roll" frá Pavel með Craion skilar villu á Stólana og tveimur skotum. Craion hittir úr fyrra en Brynjar tekur frákastið eftir það síðara og bætir við tveimur stigum. Gestirnir sofandi. Þetta mega þeir ekki láta gerast. 14:49 (34-23) Þristur frá Brynjari, hans fjórði í fimm skotum, neyðir Israel Martin í leikhlé. 14:30 (31-23) Craion er í góðum gír og heldur áfram að bæta við auðveldum körfum. Vá, hvað Stólarnir sakna Dempsey. 13:55 (29-23) Michael Craion fer framhjá sínum manni og gerir sig líklega til að troða en lætur nægja að leggja boltann ofan í körfuna. Enn eru erfiðir þristar Stólanna ekki að detta. 12:40 (27-23) Flake er nú ekki meiddari en það, að hann tekur gott sóknarfrákast og mokar boltanum ofan í. Þriggja stiga skotin frá Helgunum eru þó ekki að ganga. 11:25 (26-21) Darri eykur muninn í fimm stig með fallegu sniðskoti í traffík. Flake virtist meiða sig eitthvað áðan en heldur áfram. 11:02 (24-21) Að því sögðu skorar Flake sín fyrstu stig eftir flottan undirbúning Lewis. Helgi svarar með körfu hinum megin. 10:00 (22-19) Craion skoraði fimm stig og tók sjö stig í fyrsta leikhluta en Flake hvorki skoraði stig né tók frákast á sex mínútum. 10:00 (22-19) Fyrsta leikhluta lokið. Pétur Rúnar fer illa með Helga Má í síðustu sókn Stólanna í fyrsta fjórðung. Helgi dettur á Pétur sem fær að klára hreyfinguna og karfan er dæmd gild. Hann setur einnig niður vítaskotið. Ekki dómur sem KR-ingar eru ánægðir með en frábærlega gert hjá Pétri. 08:46 (20-16) Helgi Freyr Margeirsson heggur á hnútinn fyrir Stólana með þriggja stiga körfu. Helgi hefur ekki verið óhræddur við að skjóta í úrslitakeppninni. 07:50 (20-13) Þriðja þriggja stiga karfan frá Brynjari og KR er að stinga af hægt og rólega. 07:20 (17-13) Craion er svakalega sterkur undir körfunni við báða enda vallarins. Tekur fráköst jafnt í vörn sem sókn. Eitt sóknarfrákastið skilar þriggja stiga körfu frá Brynjari við mikinn fögnuð KR-inga í húsinu. 05:52 (13-13) Spenna í þessu á upphafsmínútunum. Einar Bollason er að fara úr límingunum. KR-ingar ekkert sérstaklega sáttir með dómarana svona í byrjun leiks. 04:40 (13-12) Stólarnir svara með öðrum þristi frá Ingva og annarri geggjaðri körfu frá Lewis. Hann er svo mjúkur. Helgi kemur KR aftur yfir með þriggja stiga körfu. Þetta fer vel af stað. 03:22 (10-7) Brynjar með fimm stig í röð. Sekkur niður fyrsta þristinum sínum. Kannski af mörgum. 03:01 (7-7) Brynjar Þór klárar falleg sniðskot aftur fyrir sig í spjaldið og niður en Lewis svarar hinum megin með silkimjúkum tvisti. 02:04 (3-5) Ingvi Rafn Ingvason skorar fyrsta þristinn í einvíginu. 01:45 (3-2) Craion setur niður eitt víti og Helgi Már skorar svo fallega körfu með skoti í spjaldið og niður. 00:48 (0-2) Pétur Rúnar Birgisson skorar fyrstu körfu lokaúrslitanna með fallegu flotskoti úr annarri sókn Stólanna. Fyrir leik: Leikmannakynning í gangi. Fyrsti leikur lokaúrslitanna 2015 er handan við hornið! Fyrir leik: Það er ljóst að Darrel Flake þarf að taka á sig stærra hlutverk í kvöld. Hann er kominn í byrjunarliðið og verður væntanlega í baráttunni við Craion nema Israel láti Lewis um hann. Fyrir leik: Dempsey fékk högg á augað á æfingu og þegar hann kom inn í sal áðan sá hann ekki nógu vel. Vonandi verður hann klár fyrir leik tvö á Króknum. Fyrir leik: Það eru fréttir af Tindastólsliðinu og þær eru ekki góðar. Myron Dempsey verður ekki með í kvöld. Hann kom aðeins inn í sal áðan en fór aftur út og er ekki á skýrslunni. Líklega eitthvað meiddur. Þetta er svakalegt áfall fyrir Stólana enda Dempsey algjör lykilmaður liðsins og sá sem átti að reyna að stöðva Craion. Fyrir leik: Þó stúkan sé orðin full er stemningin ekkert rafmögnuð. Dillandi músík í gangi en fólkið er meira bara að spjalla. Stress í mönnum. Fyrir leik: Dómarar í kvöld eru þeir Sigmundur Már Herbertsson, Rögnvaldur Hreiðarsson og Jón Guðmundsson. Fyrir leik: Stúkan er orðin stappfull. Næstu sem koma þurfa að standa í stæðunum sem búið er að setja upp við sitthvorn enda vallarins. Einar Bollason er mættur en hann var vitaskuld fluttur í heiðursstúkuna sem er fyrir aftan bekkinn hjá KR. Gangi heimamönnum eitthvað illa í kvöld má búast við nokkrum vel völdum orðum og ráðleggingum frá þessari lifandi goðsögn. Fyrir leik: Stólarnir búast við allt að 700 stuðningsmönnum í DHL-höllina í kvöld enda margir Skagfirðingar búsettir á höfuðborgarsvæðinu. Áhorfendum liðanna er hleypt inn um sitthvorar dyrnar í kvöld og búið er að afmarka svæðin þar sem stuðningsmennirnir mega sitja. Fyrstu menn voru mættir klukkan 17.40 þegar rúmur einn og hálfur tími var enn í leik. Þennan leik vilja allir sjá. Fyrir leik: Talandi um toppmanninn Kára Marísson þá var hann í leikmannahópnum hjá Tindastóli í síðustu tveimur leikjunum gegn Njarðvík í lokaúrslitum Íslandsmótsins árið 2001. Hann var þá 48 ára gamall! Njarðvík hafði sigur, 3-1, og fagnaði Íslandsmeistaratitlinum á Króknum. Kári sagði í umræddu viðtali við Fréttablaðið í dag að Tindastólssliðið væri betra þá en nú. Fyrir leik: Í viðtali við Fréttablaðið í dag sagði Kári Marísson, aðstoðarþjálfari Tindastóls, að KR-liðið væri hávaxnara og með stærri menn í öllum stöðum nema kannski undir körfunni. Þar gætu Stólarnir "Match"-að Michael Craion ágætlega með Myron Dempsey. Í tveimur leikjum gegn KR í deildinni skoraði Dempsey 18 stig að meðaltali og tók 7,5 fráköst. Craion skoraði 21,8 stig að meðaltali í leikjunum tveimur gegn Tindastóli og tók 12,8 fráköst. Fyrir leik: Stólarnir hafa þó sannað fyrir sjálfum sér og öðrum að þeir geta unnið KR. Tindastóll vann seinni leik liðanna í deildinni í vetur, 81-78, í Síkinu heima á Sauðárkróki. Í þeim leik var Myron Dempsey mjög sterkur og skoraði 24 stig. Fyrir leik: Þessi lið hafa mæst fjórum sinnum í vetur og þrisvar sinnum hafa KR-ingar unnið. KR vann úrslitaleik liðanna í Lengjubikarnum og fyrsta leik þeirra í deildinni hér í DHL-höllinni í framlengingu. Þar fór Brynjar Þór Björnsson á kostum og skoraði 28 stig og tók átta fráköst. Hann setti niður fjóra þrista úr níu skotum. KR skellti Stólunum svo einnig í undanúrslitum bikarsins, en KR tapaði úrslitaleiknum gegn Stjörnunni í eftirminnilegum leik. Fyrir leik: Það er spurning hvort KR-ingar séu búnir að ná sér niður eftir veisluna sem boðið var upp á hér í DHL-höllinni síðastliðinn föstudag. Oddaleikur liðsins gegn Njarðvík var hreint út sagt ótrúlegur, en hann þurfti að framlengja tvisvar sinnum. Íslandsmeistararnir þurftu að vera fljótir að ná sér niður eftir þá veislu. Fyrir leik: KR byrjar heima og á oddaleikinn þar sem það varð deildarmeistari. Liðið vann 20 leiki af 22 en Tindastóll varð í öðru sæti. Stólarnir unnu 17 leiki og fengu 34 stig. Þetta eru vafalítið tvö bestu lið landsins.Fyrir leik: Góða kvöldið og velkomin með Vísi í DHL-höllina. Hér verður fylgst með fyrsta leik KR og Tindastóls í lokaúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta. Dominos-deild karla Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Íslandsmeistarar KR eru komnir í 1-0 í einvígi sínu gegn Tindastóli í lokaúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta. KR vann 20 stiga sigur á heimavelli sínum í kvöld, 94-74. Fyrir leik urðu Stólarnir fyrir áfalli þegar í ljós kom að Myron Dempsey, miðherji liðsins, treysti sér ekki til að spila. Hann fékk högg á augað á æfingu og sér ekki nógu vel. Með þessu varð ljóst að einhver annar þurfti að dekka Michael Craion og þar varð fyrir valinu Darrel Flake. Flake hefur verið í aukahlutverki hjá Stólunum í vetur og var ekki tilbúinn í þessa baráttu. Craion skoraði fimm stig og tók sjö fráköst bara í fyrsta leikhluta á meðan Flake, sem spilaði ríflega sex mínútur í fyrsta fjórðungi, skoraði hvorki stig né tók frákast. Craion réð ríkjum undir körfunni í kvöld og skoraði í heildina 21 stig og tók 16 fráköst, þar af fimm sóknarfráköst sem flest öll skiluðu stigum fyrir KR. Bara í fyrri hálfleik var KR-liðið búið að taka 14 sóknarfráköst og Craion kominn í tvennu með 12 stigum og 11 fráköstum. Þegar uppi var staðið tók KR 61 frákast á móti 29 fráköstum gestanna. Sóknarfráköst KR (23) voru fleiri en varnarfráköst Tindastóls (21). Til að bæta gráu ofan á svart meiddist Flake undir lok fyrri hálfleiks og spilaði ekkert í þeim síðari. Stólarnir mega ekki við meiðslum hans og Dempseys ef þeir ætla að ráða við hávaxið lið KR. Tindastóll hélt í við KR til að byrja með en leiðir skildu í öðrum leikhluta sem meistararnir unnu, 29-12. Staðan í hálfleik var 51-31 fyrir heimamenn, 20 stiga munur. Brynjar Þór Björnsson fór hamförum í fyrri hálfleik og skoraði 19 stig. Hann hitti úr fjórum þriggja stiga skotum af fimm í fyrri hálfleik auk þess sem hann tók átta fráköst. Hann kólnaði í síðari hálfleik.Svavar Atli Birgisson og Brynjar Þór Björnsson brosmildir í kvöld.vísir/valliVarnarleikur KR var alveg frábær. Stólarnir áttu mjög erfitt með að finna sér skotfæri. Helgi Freyr Margeirsson reyndi einn dans-þrist sem var til vitnisburðar um hveru sterk vörn heimamanna var. Eini sem eitthvað náði að skora var Helgi Rafn Viggósson sem endaði í 18 stigum, en Darrel Lewis skoraði ekki nema sex stig í kvöld. Hann var í strangri gæslu Darra Freys Hilmarssonar sem sannaði gæði sín í vörninni enn og aftur. Mestur varð munurinn 31 stig um miðjan þriðja leikhluta, 85-54. Stólarnir létu þó ekki alveg valta yfir sig og sýndu karkater með að minnka muninn. Tindastólsliðið verður aldrei sakað um að spila ekki með hjartanu en það var langt frá því að vera nóg í kvöld. KR-ingar virkuðu mjög hungraðir í kvöld og virðist sem svo að tvíframlengdi oddaleikurinn gegn Njarðvík á föstudagskvöldið hafi kveikt í liðinu. Það keyrði upp völlinn allan leikinn, sama hversu forystan var mikil, og leikmenn heimamanna börðu sér á brjóst og mótmæltu dómum allt þar til yfir lauk. Minni spámenn fóru að tínast inn á völlinn eftir því sem á leið fjórða leikhluta enda var þetta aldrei leikur í seinni hálfleik. Pavel, Craion og Helgi fengu fína hvíld sem og Darrel Lewis hjá Tindastóli sem Israel Martin tók frekar snemma af velli. Brynjar Þór var stigahæstur KR-inga með 22 stig og tók 12 fráköst, en Craion skoraði 21 stig og tók 16 frákast. Eins og alltaf var gott framlag frá Helga Má (14 stig, 4 fráköst) og Darra (13 stig, 6 fráköst). Næsti leikur fer fram í Síkinu á Sauðárkróki á fimmtudaginn, en þar þurfa Stólarnir að svara fyrir sig.KR-Tindastóll 94-74 (22-19, 29-12, 21-21, 22-22)KR: Brynjar Þór Björnsson 22/12 fráköst, Michael Craion 21/16 fráköst/7 varin skot, Helgi Már Magnússon 14/4 fráköst, Darri Hilmarsson 13/6 fráköst, Björn Kristjánsson 6/5 fráköst, Finnur Atli Magnússon 5/5 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 4, Pavel Ermolinskij 3/6 fráköst/7 stoðsendingar, Þorgeir Kristinn Blöndal 2, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 2, Darri Freyr Atlason 2, Vilhjálmur Kári Jensson 0.Tindastóll: Helgi Rafn Viggósson 18/10 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 11/9 stoðsendingar, Svavar Atli Birgisson 8, Ingvi Rafn Ingvarsson 8, Sigurður Páll Stefánsson 6, Helgi Freyr Margeirsson 6, Darrel Keith Lewis 6/7 fráköst, Viðar Ágústsson 5, Darrell Flake 4, Finnbogi Bjarnason 2, Hannes Ingi Másson 0.Michael Craion hefur góðar gætur á Darrel Flake.vísir/valliCraion: Viljum klára þetta í þremur leikjum Michael Craion var fljótur af velli í kvöld og sat einmanna ofan á boltageymslu þegar blaðamaður Vísis hitti á hann eftir leikinn. "Ég er ánægður með að við komum sterkir í þennan leik og kláruðum þetta með sigri," sagði Craion yfirvegaður að vanda. Craion þurfti ekki að glíma við Myron Dempsey undir körfunni í kvöld og virtist ekki hafa mikið fyrir hlutunum. "Þetta var ekki auðvelt. Þeir börðust og létu mig finna fyrir því en ég var undirbúinn fyrir allt," sagði Craion. "Við reyndum að koma með ákefðina frá síðustu leikjum og það tókst," bætti hann við. Craion sagði Stólanna ekki hafa boðið upp á neitt nýtt í kvöld. Þeir voru bara Tindastóll. "Þeir komu ekkert á óvart. Þeir létu bara finna fyrir sér eins og við bjuggumst við," sagði Craion sem hefur verið að glíma við meiðsli í úrslitakeppninni. "Ég er ekkert meiddur. Mér líður vel og er klár í slaginn í næstu tvo leiki. Okkur langar að klára þetta í þremur leikjum," sagði Michael Craion.Helgi Már Magnússon ræðir við Jón Guðmundsson dómara.vísir/valliFinnur Freyr: Vorum búnir að gleyma leiknum sama kvöld "Varnarleikurinn í fyrri hálfleik," sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, við Vísi eftir leik aðspurður hvað skóp sigurinn í kvöld. "Við náðum að halda þeim út úr sínum aðgerðum en þeir voru að halda sér inn í þessu með þriggja stiga körfum framan af." "Helgi Rafn skoraði eins og andsetinn í þriðja leikhluta en varnarleikurinn hjá okkur var til fyrirmyndar, fráköstin mjög góð og við náðum að keyra upp og auðveldar körfur," sagði Finnur. Tindastóll var án Myrons Dempseys í kvöld og Finnur segir það auðvitað skipta máli. "Hann bindur þá saman varnarlega, frákastar vel og skorar mikið af auðveldum körfum. En það er bara eins og þetta er. Menn eru meiddir. Við höfum spilað án Pavels. Þetta er bara svona. En ég reikna með allt öðru Tindastólssliði á fimmtudaginn," sagði Finnur Freyr. KR spilaði einn magnaðasta körfuboltaleik síðari ára síðastliðið föstudagskvöld þegar það tryggði sér sæti í lokaúrslitunum gegn Njarðvík. Þjálfarinn sagði það ekkert mál fyrir KR að gleyma þeim leik. "Við vorum komnir út úr Njarðvíkurleiknum á föstudagskvöldið. Það var aðallega fólk í kringum okkur að spyrja um leikinn og tala um hann. Sjálfir einbeittum við okkur að þessum leik við Tindastól. Við vildum setja tóninn strax í fyrsat leik," sagði Finnur Freyr. "Við erum samt ekki búnir að vinna neitt. Við nálgumst þetta en við þurfum að berjast af öllum lífs og sálar kröftum í síðustu leikjunum ef við ætlum að vinna titilinn," sagði Finnur Freyr Stefánsson.Israel Martin, þjálfari Tindastóls, gefur skilaboð í kvöld.vísir/valliPétur Rúnar: Dempsey eða ekki, hann skiptir ekki svona miklu máli Tindastóll var 20 stigum undir eftir fyrri hálfleik í kvöld og var í vondum málum fyrir þann síðari. "Þetta var brekka sem þurfti að klífa og við náðum því ekki," sagði Pétur Rúnar Birgisson, leikstjórnandi Tindastóls, við Vísi eftir leikinn. "Ég er samt ánægður með að við náðum að rífa okkur aftur í gang eftir að lenda 30 stigum undir. Við komum þessu aftur niður í 20 stig. Við héldum jöfnu í seinni hálfleik sem sýnir karakter," sagði hann. En hvað var málið í fyrri hálfleik? "Við mættum ekki til leiks og látum þá frákasta betur allan fyrri hálfleikinn," sagði Pétur. "Við erum með jafnmörg varnarfráköst og þeir sóknarfráköst sem mér finnst ótrúlegt. Það skilar þessum 20 stigum og því er erfitt að ná aftur, sértaklega á móti svona liði." Michael Craion átti stórleik í kvöld og lék lausum hala þar sem Myron Dempsey var ekki með Stólunum. "Hann fór mjög illa með okkur. Við þurfum bara að laga þetta. Dempsey eða enginn Dempsey, hann á ekki að skipta okkur svona miklu máli. Ég hélt hann ætti að spila í dag, en hann verður með á fimmtudaginn," sagði Pétur Rúnar Birgisson.[Bein lýsing] 40:00 (94-74) Leik lokið með öruggum sigri KR. "Krakkarnir" spiluðu síðustu mínúturnar enda úrslitin löngu ráðin. Nú verða Stólarnir að svara fyrir sig í Síkinu á sumardaginn fyrsta. 38:09 (92-67) Aftur stela KR-ingar boltanum af Tindastóli á þeirra eigin vallarhelming. Þórir Guðmundur fær stoðsendingu frá Birni, skorar og fær vítaskot sem hann setur niður. Vel gert hjá stráknum unga. 37:25 (88-65) Darri Atlason, ungur leikmaður KR, skorar fína körfu. Væntanlega ekki búist við að setja þær margar í þessu einvígi. 35:41 (85-56) Brynjar Þór fer af velli og fær dúndrandi lófatak enda með 22 stig og 12 fráköst. Minni spámenn komnir inn á hjá báðum liðum. 34:25 (85-54) Craion skorar nánast með því að troða yfir Helga Frey en lætur vera að leggja boltann ofan í. KR stelur boltanum strax aftur og Björn Kristjáns setur niður þriggja stiga skot. 31 stigs munur allt í einu. 33:22 (79-54) Tvö vítaskot niður hjá Birni Kristjánssyni. KR að auka muninn eilítið. 31:31 (72-54) Lewis stelur boltanum og sendir hann fram á Pétur Rúnar sem er fyrstur í hraðaupphlaup. Hann hittir aftur á móti ekki sniðskotinu. Of fastur í spjaldið. Gengur ekkert hjá gestunum. 30:29 (72-54) Ingvi Rafn skorar fyrstu stigin í lokafjórðungnum. 30:00 (72-52) Þriðja leikhluta lokið. Bæði lið skoruðu 21 stig. Áfram 20 stiga munur. Brynjar Þór er með 22 stig fyrir KR og Craion 16 stig, Helgi Már 14 og Darri 10. Helgi Rafn er stigahæstur hjá Stólunum með 16 stig. Staðan er 49-21 í fráköstum fyrir KR. 28:15 (68-50) Hinn skotglaði Helgi Freyr er ekkert búinn að gefast upp. Með KR-ing í andlitinu setur hann niður sitt annað þriggja stiga skot. Tveir af fimm. 27:15 (68-45) Ingvaldur Magni Hafsteinsson, sá stóri og sterki strákur, vill taka þátt í fjörinu. Hann brennir af skoti nálægt körfunni en tekur dansandi sóknarfrákast og skorar úr því. Enn eitt sóknarfrákast KR-inga. Þeirra 19. í leiknum. 26:10 (66-44) Helgi Rafn heldur áfram að skora; setur núna niður sniðskot undir körfunni. Laglega gert. Darra finnst það ekkert fyndið og kemur þessu aftur yfir 20 stigin með þriggja stiga körfu. 24:55 (63-42) Annar þristur frá Helga, núna í spjaldið og niður af löngu færi. Þetta var glæsilegt. Pétur Rúnar bætir við tveimur stigum í næstu sókn og Finnur tekur leikhlé hjá KR. 23:40 (61-37) Eftir myndarlega múrsteinahleðslu fyrir utan teig hjá gestunum til að byrja með í seinni hálfleik setur Helgi Rafn Viggósson eina þriggja stiga körfu fyrir Tindastól. Betur má ef duga skal. Miklu betur. 21:58 (59-31) Fimmti þristurinn frá Brynjari. Stólarnir ekki komnir á blað í seinni hálfleik. 20:55 (56-31) Pavel fær galopinn þrist og þakkar pent fyrir sig með að setja hann niður. Darrel Flake situr á bekknum. 20:08 (53-31) Craion skorar fyrstu stig seinni hálfleiks. Flake er meiddur: Einn af litlu fuglum Vísis heyrði Darrel Flake og Israel Martin tala saman fyrir utan klefann. Flake er klárlega meiddur og Martin vill ekki að hann spili mínútu til viðbótar. Flake aftur á móti heimtar að fá að klára leikinn. Tölfræði úr fyrri hálfleik: Brynjar Þór Björnsson er stigahæstur á vellinum með 19 stig auk þess sem hann hefur tekið átta fráköst. Fáránlega gott. Hann er fjórir af fimm fyrir utan þriggja stiga línuna sem gerir 80 prósent nýtingu. Þetta á hann til. Pétur Rúnar Birgisson er stigahæstur Stólanna með átta stig. Tindastóll er að skjóta 27 prósent í teignum og 33 prósent fyrir utan hans. KR er að rústa frákastabaráttunni, 35-14. 20:00 (51-31) Hálfleikur. Tindastóll missir boltann í síðustu sókninni. Brynjar Þór og Finnur Atli fara tveir á móti einum í hraðaupphlaup. Brynjar sendir boltann aftur fyrir bak á Finn sem skorar 51. stig KR-inga og munurinn 20 stig í hálfleik. Stólarnir eiga ekki séns. 18:29 (46-28) Stólarnir klúðra enn einni sókninni og Helgi Már magnússon leikur sama leik og Brynjar; skorar og fær vítaskot sem hann reyndar nýtir ekki. 18:01 (44-28) Helgi Freyr lagar stöðuna með þriggja stiga körfu en í næstu sókn KR skorar Brynjar 18. stigið sitt og fær vítaskot sem hann nýtir. 17:37 (41-25) Craion stelur boltanum og Darri skorar hinum megin. Þetta er aðeins of auðvelt fyrir KR núna. 16:40 (39-25) KR tekur FJÖGUR sóknarfráköst í sömu sókninni og Craion endar á því að skora. Hinum megin getur Tindastóll varla keypt sér körfu. Þetta lítur ekki vel út fyrir gestina. 15:47 (37-25) Einfalt "pick and roll" frá Pavel með Craion skilar villu á Stólana og tveimur skotum. Craion hittir úr fyrra en Brynjar tekur frákastið eftir það síðara og bætir við tveimur stigum. Gestirnir sofandi. Þetta mega þeir ekki láta gerast. 14:49 (34-23) Þristur frá Brynjari, hans fjórði í fimm skotum, neyðir Israel Martin í leikhlé. 14:30 (31-23) Craion er í góðum gír og heldur áfram að bæta við auðveldum körfum. Vá, hvað Stólarnir sakna Dempsey. 13:55 (29-23) Michael Craion fer framhjá sínum manni og gerir sig líklega til að troða en lætur nægja að leggja boltann ofan í körfuna. Enn eru erfiðir þristar Stólanna ekki að detta. 12:40 (27-23) Flake er nú ekki meiddari en það, að hann tekur gott sóknarfrákast og mokar boltanum ofan í. Þriggja stiga skotin frá Helgunum eru þó ekki að ganga. 11:25 (26-21) Darri eykur muninn í fimm stig með fallegu sniðskoti í traffík. Flake virtist meiða sig eitthvað áðan en heldur áfram. 11:02 (24-21) Að því sögðu skorar Flake sín fyrstu stig eftir flottan undirbúning Lewis. Helgi svarar með körfu hinum megin. 10:00 (22-19) Craion skoraði fimm stig og tók sjö stig í fyrsta leikhluta en Flake hvorki skoraði stig né tók frákast á sex mínútum. 10:00 (22-19) Fyrsta leikhluta lokið. Pétur Rúnar fer illa með Helga Má í síðustu sókn Stólanna í fyrsta fjórðung. Helgi dettur á Pétur sem fær að klára hreyfinguna og karfan er dæmd gild. Hann setur einnig niður vítaskotið. Ekki dómur sem KR-ingar eru ánægðir með en frábærlega gert hjá Pétri. 08:46 (20-16) Helgi Freyr Margeirsson heggur á hnútinn fyrir Stólana með þriggja stiga körfu. Helgi hefur ekki verið óhræddur við að skjóta í úrslitakeppninni. 07:50 (20-13) Þriðja þriggja stiga karfan frá Brynjari og KR er að stinga af hægt og rólega. 07:20 (17-13) Craion er svakalega sterkur undir körfunni við báða enda vallarins. Tekur fráköst jafnt í vörn sem sókn. Eitt sóknarfrákastið skilar þriggja stiga körfu frá Brynjari við mikinn fögnuð KR-inga í húsinu. 05:52 (13-13) Spenna í þessu á upphafsmínútunum. Einar Bollason er að fara úr límingunum. KR-ingar ekkert sérstaklega sáttir með dómarana svona í byrjun leiks. 04:40 (13-12) Stólarnir svara með öðrum þristi frá Ingva og annarri geggjaðri körfu frá Lewis. Hann er svo mjúkur. Helgi kemur KR aftur yfir með þriggja stiga körfu. Þetta fer vel af stað. 03:22 (10-7) Brynjar með fimm stig í röð. Sekkur niður fyrsta þristinum sínum. Kannski af mörgum. 03:01 (7-7) Brynjar Þór klárar falleg sniðskot aftur fyrir sig í spjaldið og niður en Lewis svarar hinum megin með silkimjúkum tvisti. 02:04 (3-5) Ingvi Rafn Ingvason skorar fyrsta þristinn í einvíginu. 01:45 (3-2) Craion setur niður eitt víti og Helgi Már skorar svo fallega körfu með skoti í spjaldið og niður. 00:48 (0-2) Pétur Rúnar Birgisson skorar fyrstu körfu lokaúrslitanna með fallegu flotskoti úr annarri sókn Stólanna. Fyrir leik: Leikmannakynning í gangi. Fyrsti leikur lokaúrslitanna 2015 er handan við hornið! Fyrir leik: Það er ljóst að Darrel Flake þarf að taka á sig stærra hlutverk í kvöld. Hann er kominn í byrjunarliðið og verður væntanlega í baráttunni við Craion nema Israel láti Lewis um hann. Fyrir leik: Dempsey fékk högg á augað á æfingu og þegar hann kom inn í sal áðan sá hann ekki nógu vel. Vonandi verður hann klár fyrir leik tvö á Króknum. Fyrir leik: Það eru fréttir af Tindastólsliðinu og þær eru ekki góðar. Myron Dempsey verður ekki með í kvöld. Hann kom aðeins inn í sal áðan en fór aftur út og er ekki á skýrslunni. Líklega eitthvað meiddur. Þetta er svakalegt áfall fyrir Stólana enda Dempsey algjör lykilmaður liðsins og sá sem átti að reyna að stöðva Craion. Fyrir leik: Þó stúkan sé orðin full er stemningin ekkert rafmögnuð. Dillandi músík í gangi en fólkið er meira bara að spjalla. Stress í mönnum. Fyrir leik: Dómarar í kvöld eru þeir Sigmundur Már Herbertsson, Rögnvaldur Hreiðarsson og Jón Guðmundsson. Fyrir leik: Stúkan er orðin stappfull. Næstu sem koma þurfa að standa í stæðunum sem búið er að setja upp við sitthvorn enda vallarins. Einar Bollason er mættur en hann var vitaskuld fluttur í heiðursstúkuna sem er fyrir aftan bekkinn hjá KR. Gangi heimamönnum eitthvað illa í kvöld má búast við nokkrum vel völdum orðum og ráðleggingum frá þessari lifandi goðsögn. Fyrir leik: Stólarnir búast við allt að 700 stuðningsmönnum í DHL-höllina í kvöld enda margir Skagfirðingar búsettir á höfuðborgarsvæðinu. Áhorfendum liðanna er hleypt inn um sitthvorar dyrnar í kvöld og búið er að afmarka svæðin þar sem stuðningsmennirnir mega sitja. Fyrstu menn voru mættir klukkan 17.40 þegar rúmur einn og hálfur tími var enn í leik. Þennan leik vilja allir sjá. Fyrir leik: Talandi um toppmanninn Kára Marísson þá var hann í leikmannahópnum hjá Tindastóli í síðustu tveimur leikjunum gegn Njarðvík í lokaúrslitum Íslandsmótsins árið 2001. Hann var þá 48 ára gamall! Njarðvík hafði sigur, 3-1, og fagnaði Íslandsmeistaratitlinum á Króknum. Kári sagði í umræddu viðtali við Fréttablaðið í dag að Tindastólssliðið væri betra þá en nú. Fyrir leik: Í viðtali við Fréttablaðið í dag sagði Kári Marísson, aðstoðarþjálfari Tindastóls, að KR-liðið væri hávaxnara og með stærri menn í öllum stöðum nema kannski undir körfunni. Þar gætu Stólarnir "Match"-að Michael Craion ágætlega með Myron Dempsey. Í tveimur leikjum gegn KR í deildinni skoraði Dempsey 18 stig að meðaltali og tók 7,5 fráköst. Craion skoraði 21,8 stig að meðaltali í leikjunum tveimur gegn Tindastóli og tók 12,8 fráköst. Fyrir leik: Stólarnir hafa þó sannað fyrir sjálfum sér og öðrum að þeir geta unnið KR. Tindastóll vann seinni leik liðanna í deildinni í vetur, 81-78, í Síkinu heima á Sauðárkróki. Í þeim leik var Myron Dempsey mjög sterkur og skoraði 24 stig. Fyrir leik: Þessi lið hafa mæst fjórum sinnum í vetur og þrisvar sinnum hafa KR-ingar unnið. KR vann úrslitaleik liðanna í Lengjubikarnum og fyrsta leik þeirra í deildinni hér í DHL-höllinni í framlengingu. Þar fór Brynjar Þór Björnsson á kostum og skoraði 28 stig og tók átta fráköst. Hann setti niður fjóra þrista úr níu skotum. KR skellti Stólunum svo einnig í undanúrslitum bikarsins, en KR tapaði úrslitaleiknum gegn Stjörnunni í eftirminnilegum leik. Fyrir leik: Það er spurning hvort KR-ingar séu búnir að ná sér niður eftir veisluna sem boðið var upp á hér í DHL-höllinni síðastliðinn föstudag. Oddaleikur liðsins gegn Njarðvík var hreint út sagt ótrúlegur, en hann þurfti að framlengja tvisvar sinnum. Íslandsmeistararnir þurftu að vera fljótir að ná sér niður eftir þá veislu. Fyrir leik: KR byrjar heima og á oddaleikinn þar sem það varð deildarmeistari. Liðið vann 20 leiki af 22 en Tindastóll varð í öðru sæti. Stólarnir unnu 17 leiki og fengu 34 stig. Þetta eru vafalítið tvö bestu lið landsins.Fyrir leik: Góða kvöldið og velkomin með Vísi í DHL-höllina. Hér verður fylgst með fyrsta leik KR og Tindastóls í lokaúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta.
Dominos-deild karla Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum