Hafþór enn efstur í sínum riðli Samúel Karl Ólason skrifar 21. apríl 2015 15:00 Andri Reyr að leggja á ráðin með okkar manni. Hafþór Júlíus Björnsson er efstur í sínum riðli með 26 stig en næsti maður á eftir honum er með 21 stig. Hafþór keppti í tveimur greinum í keppninni um titilinn sterkasti maður heims í Kuala Lumpur í dag. Basque Circle og Dumbbell. „Fyrri greinin, sem er nokkurs konar útgáfa af dauðagöngu með körfu fyllta af ananas, felst í því að bera með hönunum einum 260 kíló. Ganga þarf með þau í eins marga hringi og keppandi hefur afl til,“ segir Andri Reyr Vignissonar. Hann og Einar Magnús Ólafíuson eru augu og eyru Vísis í Kuala Lumpur. Hafþór keppti síðastur í greininni og vissi því alveg hve langt hann þyrfti að ganga með kílóin 260. Enginn í hans riðli komst heilan hring svo til þess að vinna þurfti hann að ná því. „Hafþór gerði það eins og drekka vatn, stoppaði svo nákvæmlega eftir einn hring hoppaði upp á hjólið og fagnaði með stíl, meðan aðrir keppendur voru að hníga niður eftir um það bil hálfan hring eða svo. Okkar maður er því í þvílíkum anda og vel á sig kominn,“ segir Einar. Milli greina skellti Fjallið sér í nudd en það þurfti hvorki meir né minna en fjóra nuddara til að klifra upp á fjallið og losa um kraftinn sem býr innra með okkar manni.Það þarf fjóra nuddara til að nudda þennan skrokk.„Í seinni greininni spilaði Hafþór öruggt,“ segir Andri. „Hann lauk greininni með stíl en það mátt sjá eldingar í bakgrunninum á meðan hann var að ljúka greininni. Það er í takt við að hérna er hann þekktur sem Thor, eða þrumuguðinn.“ Greininni var flýtt vegna rigningastorms sem gerði sig líklegan til að hellast yfir keppendur. „Um það leyti sem Hafþór var að ljúka keppni voru eldingar farnar að gera vart við sig og einn og einn dropi farinn að falla frá himnum. Slíkur er krafturinn í okkar manni,“ segir Einar. Hafþór er efstur í sínum riðli með 26 stig en næsti maður á eftir honum er með 21 stig. Á morgun er svo keppt í einni grein, Atlassteinum. Hafþór er konungur steinanna en hann öðlaðist þann titil í fyrra á sterkasti maður heims í Los Angeles. Þetta lítur því mjög vel út fyrir okkar mann og allar líkur á að hann sé kominn í úrslit. Sterkasti maður heims Tengdar fréttir Hafþór fór létt með risavöxnu sirkuslóðin Bar meiddan félaga sinn inn í læknistjald. Óvíst með áframhaldandi þátttöku Benedikts. 20. apríl 2015 16:54 Hafþór Júlíus bauð vinum sínum og foreldrum til veislu í Kuala Lumpur Hópurinn fór út í morgun til að fylgjast með sínum manni keppa um titilinn Sterkasti maður í heimi. 17. apríl 2015 22:03 Fjallið borðaði 1,7 kíló af kjöti og ostaköku kvöldið fyrir fyrsta keppnisdag Fékk að prófa áhöldin sem notuð verða á morgun, fyrsta keppnisdag mótsins. 18. apríl 2015 20:34 Kallaður Thor í Kuala Lumpur: Hafþór Júlíus vann báðar fyrstu greinar mótsins „Og öskraði að þetta væri ekki Norsehammer heldur Thorshammer við mikla lukku viðstaddra,“ segir Andri. 19. apríl 2015 20:55 Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson er efstur í sínum riðli með 26 stig en næsti maður á eftir honum er með 21 stig. Hafþór keppti í tveimur greinum í keppninni um titilinn sterkasti maður heims í Kuala Lumpur í dag. Basque Circle og Dumbbell. „Fyrri greinin, sem er nokkurs konar útgáfa af dauðagöngu með körfu fyllta af ananas, felst í því að bera með hönunum einum 260 kíló. Ganga þarf með þau í eins marga hringi og keppandi hefur afl til,“ segir Andri Reyr Vignissonar. Hann og Einar Magnús Ólafíuson eru augu og eyru Vísis í Kuala Lumpur. Hafþór keppti síðastur í greininni og vissi því alveg hve langt hann þyrfti að ganga með kílóin 260. Enginn í hans riðli komst heilan hring svo til þess að vinna þurfti hann að ná því. „Hafþór gerði það eins og drekka vatn, stoppaði svo nákvæmlega eftir einn hring hoppaði upp á hjólið og fagnaði með stíl, meðan aðrir keppendur voru að hníga niður eftir um það bil hálfan hring eða svo. Okkar maður er því í þvílíkum anda og vel á sig kominn,“ segir Einar. Milli greina skellti Fjallið sér í nudd en það þurfti hvorki meir né minna en fjóra nuddara til að klifra upp á fjallið og losa um kraftinn sem býr innra með okkar manni.Það þarf fjóra nuddara til að nudda þennan skrokk.„Í seinni greininni spilaði Hafþór öruggt,“ segir Andri. „Hann lauk greininni með stíl en það mátt sjá eldingar í bakgrunninum á meðan hann var að ljúka greininni. Það er í takt við að hérna er hann þekktur sem Thor, eða þrumuguðinn.“ Greininni var flýtt vegna rigningastorms sem gerði sig líklegan til að hellast yfir keppendur. „Um það leyti sem Hafþór var að ljúka keppni voru eldingar farnar að gera vart við sig og einn og einn dropi farinn að falla frá himnum. Slíkur er krafturinn í okkar manni,“ segir Einar. Hafþór er efstur í sínum riðli með 26 stig en næsti maður á eftir honum er með 21 stig. Á morgun er svo keppt í einni grein, Atlassteinum. Hafþór er konungur steinanna en hann öðlaðist þann titil í fyrra á sterkasti maður heims í Los Angeles. Þetta lítur því mjög vel út fyrir okkar mann og allar líkur á að hann sé kominn í úrslit.
Sterkasti maður heims Tengdar fréttir Hafþór fór létt með risavöxnu sirkuslóðin Bar meiddan félaga sinn inn í læknistjald. Óvíst með áframhaldandi þátttöku Benedikts. 20. apríl 2015 16:54 Hafþór Júlíus bauð vinum sínum og foreldrum til veislu í Kuala Lumpur Hópurinn fór út í morgun til að fylgjast með sínum manni keppa um titilinn Sterkasti maður í heimi. 17. apríl 2015 22:03 Fjallið borðaði 1,7 kíló af kjöti og ostaköku kvöldið fyrir fyrsta keppnisdag Fékk að prófa áhöldin sem notuð verða á morgun, fyrsta keppnisdag mótsins. 18. apríl 2015 20:34 Kallaður Thor í Kuala Lumpur: Hafþór Júlíus vann báðar fyrstu greinar mótsins „Og öskraði að þetta væri ekki Norsehammer heldur Thorshammer við mikla lukku viðstaddra,“ segir Andri. 19. apríl 2015 20:55 Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sjá meira
Hafþór fór létt með risavöxnu sirkuslóðin Bar meiddan félaga sinn inn í læknistjald. Óvíst með áframhaldandi þátttöku Benedikts. 20. apríl 2015 16:54
Hafþór Júlíus bauð vinum sínum og foreldrum til veislu í Kuala Lumpur Hópurinn fór út í morgun til að fylgjast með sínum manni keppa um titilinn Sterkasti maður í heimi. 17. apríl 2015 22:03
Fjallið borðaði 1,7 kíló af kjöti og ostaköku kvöldið fyrir fyrsta keppnisdag Fékk að prófa áhöldin sem notuð verða á morgun, fyrsta keppnisdag mótsins. 18. apríl 2015 20:34
Kallaður Thor í Kuala Lumpur: Hafþór Júlíus vann báðar fyrstu greinar mótsins „Og öskraði að þetta væri ekki Norsehammer heldur Thorshammer við mikla lukku viðstaddra,“ segir Andri. 19. apríl 2015 20:55