Sport

Snóker hefur ekkert að gera á Ólympíuleikunum

Ronnie O'Sullivan.
Ronnie O'Sullivan. vísir/getty
Fimmfaldur heimsmeistari í snóker, Ronnie O'Sullivan er ekki spenntur fyrir því að fá íþróttina á Ólympíuleikana.

Forráðamenn alþjóða snókersambandsins eru að reyna að koma íþróttinni inn á leikana í Tókýó árið 2020.

„Allir snókerspilarar vilja verða heimsmeistarar. Það eru í það minnsta þrjú mót sem yrðu merkilegri en Ólympíuleikar. Ég hef ekki trú á því að það skipti snókerspilara máli að komast þarna inn," sagði o'Sullivan.

„Ólympíufarar æfa flestir sérstaklega í fjögur ár fyrir þetta eina mót. Það er það eina sem skiptir þá máli. Ég er ekki viss um að snókerspilarar muni hugsa það sama."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×