Forsætisráðherra kvartar undan leka úr samráðshópi Heimir Már Pétursson skrifar 22. apríl 2015 19:27 Forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að erfitt væri að miðla upplýsingum um áætlanir stjórnvalda um afnám gjaldeyrishafta þegar trúnaðarupplýsingum af fundum samráðshóps þingflokka um málið væri lekið til fjölmiðla. Stjórnarandstaðan sakaði forsætisráðherra um óheilindi vegna þessara ummmæla. Á fyrirspurnartíma á Alþingi í dag var forsætisráðherra spurður um aðgerðir um afnám gjaldeyrishafta. Hann var jafnframt gagnrýndur fyrir skort á upplýsingum til þingsins. Forsætisráðherra sagði bæði þing og kröfuhafa upplýst eins og hægt væri en gæta þyrfti að þjóðarhagsmunum. Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar og Birgitta Jónsdóttir kapteinn Pírata kvörtuðu bæði undan því á Alþingi í dag að fundir í samráðshópi stjórnvalda með formönnum stjórnarandstöðuflokkanna um afnám gjaldeyrishafta væru fátíðir. Sagði Guðmundur stjórnarandstöðuna helst fá misvísandi fréttir um málið í fjölmiðlum. Síðasti fundur samráðshópsins var hinn 8. desember en á landsþingi Framsóknar nýlega boðaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra frumvarp um losun hafta með útgönguskatti fyrir þinglok. „Hins vegar dreg ég ekki dul á það að það setti töluvert strik í reikninginn þegar eftir einn slíkan fund var farið að dreifa upplýsingum til fjölmiðla og farið í viðtöl jafnvel til að lýsa því sem gerðist á þessum fundi og raunar á margan hátt dregin upp röng mynd af því,“ sagði forsætisráðherra. Stjórnarandstæðingar brugðust margir illa við þessum ásökunum forsætisráðherra við leka. Vegna viðtala sem Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar hafði veitt eftir fundinn í desember töldu þingmenn forsætisráðherra vera að væna hann pesónulega um leka á trúnaðargögnum, en forsætisráðherra nefndi hann ekki á nafn. Steingrímur J. Sigfússon þingmaður VG sagði upplýsingar um áætlanir stjórnvalda hafa birst dagana fyrir fund samráðsnefndarinnar í desember og þá aðallega í Morgunblaðinu. „Það komu engar nýjar upplýsingar fram í fjölmiðlum eftir þennan fund. Enga. Það er hægt að sanna með því að fara yfir umfjöllun fjölmiðla dagana á undan. Í einhverju geðvonskukasti einhvers starfsmanns í fjármálaráðuneytinu var sendur tölvupóstur um að þarna hefði átt sér stað eitthvað trúnaðarbrot sem er innistæðulaust með öllu,“ sagði Steingrímur. Foræstisráðherra sagði í fyrsta lagi óviðeigandi að tala með þessum hætti um embættismenn. „Í örðu lagi var þetta ekki einhver önugur embættismaður. Þetta var formaður nefndarinnar. Sem gerði fulltrúum flokkanna í nefndinni grein fyrir því, að í ljósi þess að það hefði orðið þessi alvarlegi trúnaðarbrestur sæi hann ekki ástæðu til að halda fleiri fundi fyrr en að úr þeim málum hefði verið leyst,“ sagði Sigmundur Davíð. Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Fleiri fréttir Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Sjá meira
Forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að erfitt væri að miðla upplýsingum um áætlanir stjórnvalda um afnám gjaldeyrishafta þegar trúnaðarupplýsingum af fundum samráðshóps þingflokka um málið væri lekið til fjölmiðla. Stjórnarandstaðan sakaði forsætisráðherra um óheilindi vegna þessara ummmæla. Á fyrirspurnartíma á Alþingi í dag var forsætisráðherra spurður um aðgerðir um afnám gjaldeyrishafta. Hann var jafnframt gagnrýndur fyrir skort á upplýsingum til þingsins. Forsætisráðherra sagði bæði þing og kröfuhafa upplýst eins og hægt væri en gæta þyrfti að þjóðarhagsmunum. Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar og Birgitta Jónsdóttir kapteinn Pírata kvörtuðu bæði undan því á Alþingi í dag að fundir í samráðshópi stjórnvalda með formönnum stjórnarandstöðuflokkanna um afnám gjaldeyrishafta væru fátíðir. Sagði Guðmundur stjórnarandstöðuna helst fá misvísandi fréttir um málið í fjölmiðlum. Síðasti fundur samráðshópsins var hinn 8. desember en á landsþingi Framsóknar nýlega boðaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra frumvarp um losun hafta með útgönguskatti fyrir þinglok. „Hins vegar dreg ég ekki dul á það að það setti töluvert strik í reikninginn þegar eftir einn slíkan fund var farið að dreifa upplýsingum til fjölmiðla og farið í viðtöl jafnvel til að lýsa því sem gerðist á þessum fundi og raunar á margan hátt dregin upp röng mynd af því,“ sagði forsætisráðherra. Stjórnarandstæðingar brugðust margir illa við þessum ásökunum forsætisráðherra við leka. Vegna viðtala sem Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar hafði veitt eftir fundinn í desember töldu þingmenn forsætisráðherra vera að væna hann pesónulega um leka á trúnaðargögnum, en forsætisráðherra nefndi hann ekki á nafn. Steingrímur J. Sigfússon þingmaður VG sagði upplýsingar um áætlanir stjórnvalda hafa birst dagana fyrir fund samráðsnefndarinnar í desember og þá aðallega í Morgunblaðinu. „Það komu engar nýjar upplýsingar fram í fjölmiðlum eftir þennan fund. Enga. Það er hægt að sanna með því að fara yfir umfjöllun fjölmiðla dagana á undan. Í einhverju geðvonskukasti einhvers starfsmanns í fjármálaráðuneytinu var sendur tölvupóstur um að þarna hefði átt sér stað eitthvað trúnaðarbrot sem er innistæðulaust með öllu,“ sagði Steingrímur. Foræstisráðherra sagði í fyrsta lagi óviðeigandi að tala með þessum hætti um embættismenn. „Í örðu lagi var þetta ekki einhver önugur embættismaður. Þetta var formaður nefndarinnar. Sem gerði fulltrúum flokkanna í nefndinni grein fyrir því, að í ljósi þess að það hefði orðið þessi alvarlegi trúnaðarbrestur sæi hann ekki ástæðu til að halda fleiri fundi fyrr en að úr þeim málum hefði verið leyst,“ sagði Sigmundur Davíð.
Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Fleiri fréttir Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Sjá meira