Deilt um hvar halda eigi Eurovision ef Ástralía vinnur Birgir Olgeirsson skrifar 24. apríl 2015 13:31 Guy Sebastian flytur lag Ástrala í Eurovision. Vísir/Getty Þrátt fyrir að tæpur mánuður sé í fyrsta undankvöldið í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, þá eru strax hafnar deilur um hvar halda eigi keppnina að ári fari svo að Ástralir fari með sigur af hólmi. Ástralíu var boðið að vera með í keppninni í ár sem „sérstakur gestur“ vegna pólitískra tengsla við Evrópulönd og í tilefni af því að sextíu ár eru síðan fyrsta Eurovision-keppnin var haldin. Keppnin nýtur gífurlegra vinsælda í Ástralíu og hefur verið sýnt frá henni þar í landi síðastliðin 30 ár. Segja má að deilurnar um hvar halda eigi keppnina að ári ef Ástralía vinnur hafi byrjað á þriðjudag þegar Christer Björkman, sem fer fyrir Eurovision-nefnd Svía og skipulagningunni á Melodifestivalen, undankeppninni í Svíþjóð, sagði að Þjóðverjar myndu hreinlega taka það verk að sér að halda keppnina með Áströlum í Þýskalandi að ári fari svo að ástralska lagið fari með sigur af hólmi. Þetta sagði hann í þættinum Inför Eurovision í sænska ríkissjónvarpinu þegar hann og Sarah Dawn Finer ræddu keppendur og undirbúning fyrir Eurovision-keppnina sem er handan við hornið. Sarah spurði hreint út: „Ef Ástralir vinna, hvar verður keppnin haldin?“ Eurovisionvefurinn ESCToday hafði samband við þýska ríkisútvarpið til að fá þeirra hlið á málinu. Doktor Frank-Dieter Freiling, hjá þýska ríkisútvarpinu, var til svara og hafði þetta að segja: „Ef Ástralir vinna Eurovision í ár þá verður næsta keppni haldin í Evrópu, af praktískum ástæðum. Í því ljósi koma fjöldi Evrópuþjóða til greina, og þar eru Þjóðverjar ekki undanskildir. Samstarf Ástrala við þessar þjóðir verður aðeins rætt fari svo að Ástralir vinni keppnina. Við leggjum áherslu á að ógætileg ummæli herra Björkman eru ótímabær.“ Það er Guy Sebastian sem mun flytja lagið Tonight again fyrir hönd Ástrala. Eurovision Tengdar fréttir Svona er sviðið sem María syngur á í Vín Eurovision-sviðið tilbúð. 22. apríl 2015 22:00 María verður berfætt í bleikum kjól Verið er að sauma kjólinn sem María Ólafsdóttir mun klæðast í keppninni. 18. apríl 2015 09:00 Ekki auðvelt að hrista af sér barnastjörnustimpilinn Jóhanna Guðrún segir að Eurovision hafi hjálpað henni að stíga fram sem eitthvað meira en barnastjarna. 22. apríl 2015 10:27 Ítalía sigraði í kosningu á Júró-stiklum FÁSES Íslenska framlagið hafnaði í þriðja sæti en það ástralska var nálægt sigri. 15. apríl 2015 14:48 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Þrátt fyrir að tæpur mánuður sé í fyrsta undankvöldið í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, þá eru strax hafnar deilur um hvar halda eigi keppnina að ári fari svo að Ástralir fari með sigur af hólmi. Ástralíu var boðið að vera með í keppninni í ár sem „sérstakur gestur“ vegna pólitískra tengsla við Evrópulönd og í tilefni af því að sextíu ár eru síðan fyrsta Eurovision-keppnin var haldin. Keppnin nýtur gífurlegra vinsælda í Ástralíu og hefur verið sýnt frá henni þar í landi síðastliðin 30 ár. Segja má að deilurnar um hvar halda eigi keppnina að ári ef Ástralía vinnur hafi byrjað á þriðjudag þegar Christer Björkman, sem fer fyrir Eurovision-nefnd Svía og skipulagningunni á Melodifestivalen, undankeppninni í Svíþjóð, sagði að Þjóðverjar myndu hreinlega taka það verk að sér að halda keppnina með Áströlum í Þýskalandi að ári fari svo að ástralska lagið fari með sigur af hólmi. Þetta sagði hann í þættinum Inför Eurovision í sænska ríkissjónvarpinu þegar hann og Sarah Dawn Finer ræddu keppendur og undirbúning fyrir Eurovision-keppnina sem er handan við hornið. Sarah spurði hreint út: „Ef Ástralir vinna, hvar verður keppnin haldin?“ Eurovisionvefurinn ESCToday hafði samband við þýska ríkisútvarpið til að fá þeirra hlið á málinu. Doktor Frank-Dieter Freiling, hjá þýska ríkisútvarpinu, var til svara og hafði þetta að segja: „Ef Ástralir vinna Eurovision í ár þá verður næsta keppni haldin í Evrópu, af praktískum ástæðum. Í því ljósi koma fjöldi Evrópuþjóða til greina, og þar eru Þjóðverjar ekki undanskildir. Samstarf Ástrala við þessar þjóðir verður aðeins rætt fari svo að Ástralir vinni keppnina. Við leggjum áherslu á að ógætileg ummæli herra Björkman eru ótímabær.“ Það er Guy Sebastian sem mun flytja lagið Tonight again fyrir hönd Ástrala.
Eurovision Tengdar fréttir Svona er sviðið sem María syngur á í Vín Eurovision-sviðið tilbúð. 22. apríl 2015 22:00 María verður berfætt í bleikum kjól Verið er að sauma kjólinn sem María Ólafsdóttir mun klæðast í keppninni. 18. apríl 2015 09:00 Ekki auðvelt að hrista af sér barnastjörnustimpilinn Jóhanna Guðrún segir að Eurovision hafi hjálpað henni að stíga fram sem eitthvað meira en barnastjarna. 22. apríl 2015 10:27 Ítalía sigraði í kosningu á Júró-stiklum FÁSES Íslenska framlagið hafnaði í þriðja sæti en það ástralska var nálægt sigri. 15. apríl 2015 14:48 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
María verður berfætt í bleikum kjól Verið er að sauma kjólinn sem María Ólafsdóttir mun klæðast í keppninni. 18. apríl 2015 09:00
Ekki auðvelt að hrista af sér barnastjörnustimpilinn Jóhanna Guðrún segir að Eurovision hafi hjálpað henni að stíga fram sem eitthvað meira en barnastjarna. 22. apríl 2015 10:27
Ítalía sigraði í kosningu á Júró-stiklum FÁSES Íslenska framlagið hafnaði í þriðja sæti en það ástralska var nálægt sigri. 15. apríl 2015 14:48